Freyr

Árgangur

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 50

Freyr - 01.01.1994, Blaðsíða 50
Námskeið við Garðyrkjuskóla rfkisins á vorönn 1994 Garðyrkjuskólinn kynnir hér námskeið, sem haldin verða á vegum skólans á vorönn 7 994. Námskeiðin eru fjölbreytt og er reynt að höfða til sem flestra greina garðyrkjunn- ar og á sviði umhverfisfrœða. Eingöngu er lögð áhersla á starfstengd námskeið, en þau eru liður í skipulagðri símenntun starfsgreinanna. Námskeið sem tengd eru ylrækt og garðplöntufram- leiðslu eru styrkt af Framleiðnisjóði landbúnaðarins, en sjóðurinn tekur þátt í kennslukostnaði og ferða- kostnaði garðyrkjubænda, garðplöntuframleiðenda og starfsmanna þeirra. Með styrkveitingunni er mögulegt að halda námskeiðskostnaði þátttakenda í lágmarki, en meginmarkmið þessa stuðnings er að hvetja til aukinnar starfsmenntunar í atvinnugrein- inni. Aðrar starfsgreinar njóta ekki styrkja Fram- leiðnisjóðs og því er námskeiðsgjald þeirra yfirleitt nokkuð hærra. Garðyrkjuskólinn reynir eftir megni að halda námskeiðsgjaldi í lágmarki til þess að það hamli ekki þátttöku í námskeiðunum. Hvert námskeið er sérstaklega kynnt fyrir þeim sem kynnu að hafa mest not af því, og eru þeim send drög að dagskrá þess ásamt námskeiðsupplýsingum. I auknum mæli eru námskeiðin notuð í kennslu, ef námskeiðsefni fellur inn í kennslugreinar hinna ýmsu brauta skólans. Það hefur mælst vel fyrir hjá nemend- um að fá að sækja þessi námskeið og taka virkan þátt í þeim. Námskeið: Notkun á koltvísýringi (C02) í gróðurhúsum Tími: Föstudagur 4. febrúar Staður: Garðyrkjuskóli ríkisins, Reykjum, Ölfusi Umsjónarmaður: Eva G. Þorvaldsdóttir Markhópur: Ylræktarbændur og starfsmenn þeirra, garðplöntuframleiðendur og starfsmenn þeirra, skógar- plöntuframleiðendur og starfs- menn þeirra Þetta námskeið er skipulagt í samvinnu við fyrirtækið ÍSAGA. Fjallað verður um koltvísýringsgjöf í ylrækt, m.a. magn koltvísýrings til þess að fá hámarks vöxt hjá hinum ýmsu tegundum ylræktarplantna. Fjallað verð- ur um samhengið milli lýsingar og koltvísýringsgjafar. Rætt verður um misntunandi aðferðir við koltvísýr- ingsgjöf, mælitæki og kostnað. Einnig verður rætt um möguleika á koltvísýringsgjöf í skógarplöntuuppeldi og garðplöntuframleiðslu. Meðal fyrirlesara verða 42 FREYR -1-2’94 Ráðgefandi aðilar skólans um endurmenntun eru endurmenntunarnefnd ylræktarbænda, endurmennt- unarnefnd garðplöntuframleiðenda og endurmennt- unarnefnd skrúðgarðyrkjumanna. Þær eru skipaöar fulltrúum frá Sambandi garðyrkjubænda, Félagi garð- plöntuframleiðenda, Félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Félagi garðyrkjumanna. Gott samstarf hefur einnig verið við ýmsa aðra aðila m.a. garðyrkjuráðunauta Búnaðarfélags íslands. Þátttöku á námskeið þarf að tilkynna með minnst þriggja daga fyrirvara áður en námskeið hefst. Skráning fer fram á skrifstofu Garðyrkjuskólans í síma 98-34340 alla virka dagafrá 8:00-12:00 og 13:00- 16:00. Ef fjöldi þátttakenda er takmarkaður á nám- skeiðið er farið eftir því hvenær menn tilkynna þátt- töku. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans og hjá endurmenntunarstjóra. Eva G. Þorvaldsdóttir endurmenntunarstjóri. Folke Petrée búfræðingur frá AGA í Svíþjóð, Magnús Á. Ágústsson ylræktarráðunautur Búnaðarfélags íslands, Geir Þ. Zoéga og Börkur Gunnarsson frá ÍSAGA. Námskeið: Ágræðsla kaktusa og annarra pottaplantna Tími: Mánudagur 21. febrúar, e.h. (hálfur dagur) Staður: Garðyrkjuskóli ríkisins, Revkjum, Ölfusi Umsjónarmaður: Björn Gunnlaugsson Markhópur: Ylræktarbændur pottaplantna og starfsmenn þeirra Hámarksfjöldi: 10 þátttakendur Anders Nordrum, kennari og sérfræðingur á garð- yrkjuskólanum Gjennestad í Noregi, kennir verklega þætti í ágræðslu kaktusa, og annarra pottaplantna, m.a. bergfléttubróður. Túlkur og aðstoðarmaður: Björn Gunnlaugsson, kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.