Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 7
STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS Laugavegi 120,105 Reykiavík Sími 91-25444 Umsóknir um lán vegna framkvaemda á árinu 1995 þurfa að berast Stofnlánadeild landbúnað- arins fyrir 15. september næstkomandi. Umsókn skal fylgja teikning og nákvæm lýsing á framkvæmdinni, þar sem meðal annars er tilgreind stærð og byggingarefni. Ennfremur skal fylgja umsögn héraðsráðunautar og búrekstrarskýrsla, svo og veðbókarvott- orð. Þá skal fylgja umsókn búrekstraráætlun til 5 ára og koma þarf fram hverjir væntanlegir fjármögnunarmöguleikar umsækjanda eru. Þeirsem hyggjast sækja um lán til dráttarvélakaupa á árinu 1995 þurfa að senda inn umsóknir fyrir 31. desember nk. Allar eldri umsóknir falla úr gildi 15. september nk. Það skal tekið fram, að það veitir engan forgang til lána þó að framkvæmdir séu hafnar áður en lánsloforð frá deildinni liggur fyrir. Sérstök athygli er vakin á því að Stofnlánadeild landbúnaðarins er óheimilt lögum samkvæmt að fara á eftir öðrum veðhöfum en opinberum sjóðum. Lántakendum er sérstaklega bent á að tryggja sérveðleyfi vegna væntanlegrar lántöku frá lífeyrissjóðum öðrum en Lífeyrissjóði bænda og öðrum þeim aðilum, sem eru með veð í viðkomandi jörð. ®BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS íslenskan landbúnað hve ríkisvaldið hefur ver- ið lítt samstíga í málefnum hans síðustu misser- in og eflt óvinafagnað þeirra sem bera minnst fyrir brjósti íslenskan landbúnað. Að lokum má nefna það að íslenskur land- búnaður þarf að hafa vakandi auga með því að rækta garðinn sinn gagnvart sjálfum sér og þjóðinni. Snyrtimennska og góð umgengni hefur mikið að segja gagnvart vökulu auga ferðalangsins, allra ráða þarf að leita til að hefta gróðureyðingu, en nútíma búskapar- hættir stuðla mjög að því að þar megi ná góðum árangri. Pá þarf að koma því vel á framfæri að hin neikvæða umræða um land- búnað, sem vissulega hefur verið áberandi að undanförnu, er föst í fortíðinni og horfir fram hjá þeim stórstígu breytingum sem eru að gerast í atvinnuveginum. Pær eru sársaukafull- ar eins og áður er komið fram, en ekki eins- dæmi, hvort sem miðað er við erfiðleikatíma- bil í greininni fyrr á öldinni eða þrengingar sem íslenskt þjóðfélag gengur nú í gegnum, hvað þá önnur þjóðfélög, með efnahagsþrengingar, atvinnuleysi, mengun og náttúruhamfarir. M.E. 3*94 - FREYR 55

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.