Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 11
Að mínu mati er endurskoðunar þörf, jafnvel eins konar endurhæf- ingar, einkum meðal fræðinga og menntamanna þjóðarinnar á ýmsum sviðum. Hægt er að draga nokkrun lærdóm af þróuninni í Nýfundna- landi, bæði í landbúnaði og öðrum atvinnugreinum. Einnig mætti skoða keimlíka áratuga þróun í Alaska, sbr. grein mín í Frey, 24. tbl. 1979. Slíka reynslu frá Norður- Ameríku mætti t.d. hafa til hliðsjón- ar við mat á sennilegum áhrifum innflutnings ýmissa landbúnaðaraf- urða á atvinnuástandið hér á landi. A þjóðbrautinni skammtfrá Gander, en þar erþekktur alþjóðlegurflugvöllur. Skömmu áður en myndin var tekin hlupu elgdýr yfir veginn, viðvörunarskilti sjást víða. Rcemurnar beggja vegna sem afmarkaðar eru með hvítu línunum eru ætlaðar kyrrstœðum bílum, hjólreiðafólki og gangandi vegfarendum. Að auki eru rúmgóð útskot á ýmsum stöðum. Vegakerfið á Nýfundnalandi er til fyrirmyndar. (Ljósm. Ó.R.D.) Dráttarvél óskast Vil kaupa dráttarvél með ámoksturstækjum. Uppl. í síma 91- 73901. Útflutningur lífhrossa og hrossakjöts 1993 Útflutningur lífhrossa. Flutt voru út 2485 hross (2004 árið áður), þar af um 89 ógeltir (43), 1235 hryssur (918) og 1164 geltir hestar (1043). Flutt voru hross til eftir- taldra landa: Þýskalands 1273 hross, Svíþjóðar 441, Danmerkur 219, Noregs 222, Hollands 42, Austurrík- is 59, Finnlands 26, Englands 27, Færeyja 9, Bandaríkjanna og Kanada 17, Sviss 22, Frakklands 14, Ítalíu 10, Belgíu 37, írlands 2, Lúx- emburgar 2 og Litháen 63. Útflutningur hrossakjöts. Flutt voru út til Japans um 97 tonn af hrossakjöti fyrir um 65 milljónir Vörubíll Til sölu Mercedes Benz 1513 vörubíll, árgerð 1971, ekinn 360 þús. km, ný skjólborð, ný kúpling, skoðaður 1993. Upplýsingar í síma 91 -24688, Guðfinna, á kvöldin. CIFí Tokyo, en þetta skilaverð hef- ur skilað fullu verði til allra aðila, flutningsaðila, sláturleyfishafa og bænda. Kjötumboðið flutti út 42.2 tonn af pístólukjöti, en S.H. flutti út um 55 tonn, um helming af pístólu- kjöti og um helming af unnu kjöti. Sé allt kjötið yfirfært í útflutning pístólukjöts, þar sem reiknað er með um 50% afskurði af unnu kjöti úr pístólukjötinu, nemur útflutningur- inn um 125 tonnum og svarar til að um 1300 hrossum hafi verið slátrað í þennan útflutning. Sambærilegur útflutningur hrossakjöts til Japans var 1992 105 tonn og 1991 119 tonn. Fréttfrá Félagi hrossabœnda. Til athugunar fyrir bændur vegna uppgjörs VSK og landbúnaðarframtals Eftir viðræður milli Stéttarsambands bænda og embættis ríkisskattstjóra hefur sú breyting verið gerð á áður útsendri auglýsingu ríkisskattstjóra á matsverði búfjárafurða til heimanota, að matsverð á mylkum ám og hrútum hefur verið lækkað niður í kr. 3.652. Skattstjórum hefur verið send tilkynning þessa efnis. 3*94 - FREYR 59

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.