Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 12
Hrossarœkt og arðsemi Erindi. flutt á samráðsfundi Fagráðs í hrossarœkt 12. nóvember 1993 Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðuneytisstjóri Óyggjandi heimildir eru fyrir því að hesturinn var meðal þeirra húsdýra sem iandnáms- menn fluttu með sér til íslands í uppphafi fastrar búsetu í landinu. Engar heimildir hata fram komið um innflutning síðar á hrossum, hvorki afsama kyni eða öðrum. Hesturinn hefur öllum öörum húsdýrum fremur lagað sig að að- stæðum í landi okkar, þannig að segja má að nái hann í fóður, þó að rýrt sé, og finni hann skjól fyrir illviðrum þó að utan veggja sé, þá lifi hann af við þau kjör sem landið býður. Heilbrigði stofnsins er ein- stætt. Þannig þekkjast ekki í hross- um alvarlegir smitsjúkdómar. Hesturinn á sinn stóra hlut í því að þjóðin lifði hér af myrkar aldir, en hungur og harðindi surfu að stofnin- um og talið er að í lok móðuharð- inda hafi aðeins verið í landinu um átta þúsund hross. Af þeim hópi eru hross okkar í dag. Gæði og eðlis- kostir íslenska hrossastofnsins réð- ust um aldir mest af vali náttúrunnar sjálfrar. Landfræðilegar aðstæður áttu þó hlut að því að innan stofnsins mynduðust kyn sem höfðu ríka sam- eiginlega erfðaeiginleika. Maðurinn hefur vissulega, einkum á síðustu áratugum, átt hlut að ræktun kynja með ríkjandi sameiginleg einkenni, má þar t.d. nefna Kirkjubæjarhross, Sleipniskyn frá Uxahrygg, Hindisvíkurhross, Skuggafélagið og Fjallablesakyn. Staða hrossabúskaparins. Hér skal ekki dvalið við hugleið- ingar um hlut hestsins í sögu þjóðar- innar sem þarfasta þjónsins, heldur horfið beint að því að huga að stöðu hrossabúskapar og hvers megi vænta í nálægri framtíð fyrir hrossabændur og takmarkast viðfangsefnið við lífhross. Árið 1983 gerðu Bjarni Guð- mundsson og Egill Bjarnason athug- Sveinbjörn Dagfinnsson. anir á stærð og dreifingu hrossa- stofnsins, afurðum og markaðs- möguleikum. Hross voru mörg í landinu fram yfir miðja öld. Flest hafa hrossin verið talin árið 1943, þá 61.876 hross. Eftir það tók hrossum að fækka og árið 1963 eru þau talin vera 29.536. Árið 1984 töldust þau 52.000, þ.e. þeim hafði fjölgað um 23.000 á þessu 20 ára tímabili. Árið 1984 voru ásett folöld í landinu 3.800 en árið 1992 voru þau 7.050. Fjölgun í ásettum folöldum er því 86% frá árinu 1984. Við athugun á því hvern- ig hrossastofninn skiptist á eigendur fyrir tíu árum, töldust 25% hrossa vera í eigu þéttbýlisfólks en 75% í eigu bænda. Egill og Bjarni komust að þeirri niðurstöðu að til þess að tryggja lífhrossamarkaðinn og end- urnýjun hans innan lands og utan, þyrfti heildarhrossafjöldi í landinu að vera í kringum 43.000 hross, auk hrossa sem færu til slátrunar sem mætti reikna með að væru 4 og 5 þúsund folöld og 2800 fullorðin hross. I dag munu vera um 75 þús- und hross í landinu. Leiðbeiningastarfsemi í hrossarœkt. Hrossabændur hafa í hart nær heila öld notið leiðsagnar ráðunauta í hrossarækt. Störfin hafa til fjölda ára að stórum hluta falist í ættbókafærslu hrossa og í heimsóknum ráðunauta á héraðasýningar og landssýningar, þar sem þeir hafa stjórnað dómstörf- um og að mestu ráðið um niðurstöð- ur dóma. Auðvitað hafa menn af slíku mátt sjá og vita hvað væri mest metið, þannig að hægt væri að hafa til eftirbreytni. Samt finnst ýmsum að í það minnsta til skamms tíma hafi á skort um markmiðssetningar af hálfu leiðbeiningaþjónustu í hrossarækt. Pað hefur einnig of lengi skort á margvíslegar heimildir, leiðbeiningar og fræðslu, sem rækt- unarmönnum mætti að gagni verða, en þar horfir nú til hins betra og á ég þá við rit þau sem út hafa komið síðustu ár á vegum BÍ um hrossa- rækt. Almenn samstaða er um að árang- ur megi mikinn sjá af hrossaræktar- starfi liðinna áratuga. Ég ætla ekki að gera hér neina úttekt á því, en rétt er að þakka það sem áunnist hefur. Hross eru talin jafnbetri en þau áður voru, en ef til vill eru dvínandi sér- kenni einstakra kynja innan stofns- 60 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.