Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 13
Frá héraðssýningu á Gaddstaðaflötum 1993. Stóðhesturinn Oddur frá Selfossi, setinn af Einari 0der Magnússyni. Ljósm. E.J. ins þar sem lítið virðist gert til að stuðla að því að viðhalda þeim. Stuðningur stjórnvalda við búfjárrækt byggist á lögum um búfjárrækt, fyrst og fremst lögum nr. 84/1989. Skv. 5. gr. þeirra laga skulu búfjárræktarnefndir skipuleggja ræktunarstarf einstakra búfjárteg- unda. Nefndirnar skipa fimm menn, kosnir til tveggja ára í senn. Búnað- arþing kýs tvo nefndarmennn úr hópi héraðsráðunauta og tvo úr hópi starfandi bænda í búgreininni. Fimmti fulltúinn er landsráðunautur BÍ í greininni. Þá segir í greininni að starfi búgreinasamtök sem nái til landsins alls, og hafi innan sinna vébanda 2A hluta starfandi bænda í búgreininni, geti þau kosið bænd- urna tvo í búfjárræktarnefndina í stað Búnaðarþings. Ég er gagnrýninn á þessa skipan búfjárræktarnefnda, þ.e. að í fimm- manna nefnd skipi meirihlutann launaðir ráðgjafar atvinnuvegarins. Framleiðendur, sem eiga mest í húfi, geta þannig verið atkvæðum bornir af starfsmönnum sínum. Slíks munu dæmi, en mér finnst að helst ætti ekki að þurfa að grípa til at- kvæðagreiðslna í svona hópi. E.t.v. er þetta fyrirkomulag viðkvæmara í hrossarækt en annarri búfjárrækt, m.a. vegna vals á kynbótagripum, sem er eitt af verkefnum búfjárrækt- arnefndar. Þar geta komið upp mörg önnur sjónarmið heldur en við slíkt val annarra búfjártegunda, þar sem mál og vog ráða mestu. 3. mgr. 5. greinar hljóðar svo: „Sé starfandi fagráð í búgreininni sem bæði viðkomandi búgreinasamtök og B.í. eru aðilar að getur B.í. með samþykki ráðherra falið því verkefni búfjárræktarnefndar í þeirri grein.“ Slík fagráð eru starfandi bæði í sauð- fjárrækt og nautgriparækt. Fagráði hefur rétt nýlega verið komið á í hrossarækt. Ég vona að gott sam- starf takist innan þess og að tekið verði á málefnum hrossaræktar og hrossabúskapar af þekkingu og að unnið verði samkvæmt markmiðs- setningum byggðum á breiðri sam- stöðu. Um markaðsmál. Þegar rætt er um markaðsmál líf- hrossa er annars vegar um að ræða innanlandsmarkað og hins vegar er- lenda markaði. Við sitjum einir að innanlands- markaði og þurfum ekki að hafa áhyggjur af blöndun við önnur kyn hrossa, meðan varnir gegn sjúk- dómahættu við innflutning nýrra bú- 3‘94 - FREYR 61

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.