Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 15

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 15
Verö á útfluttum hestum árin 1988 - 19921 (verölag í sept. 1993) 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1988 1989 □ Til undaneldis E Relöhestar flutningskostnað. Hér á ég við Bandaríki N.-Ameríku. Aðgerðir. En hvernig eigum við að halda þeirri stöðu sem við höfum, styrkja hana og ná betra verði? Til þess þarf að rækja fjóra megin- þætti og það af miklu meiri þunga en gert hefur verið, þ.e. frœðslu, rann- sóknir, rœktunarstarf og öflun mark- aða. Um frœðslu. Ég tel fræðsluna fyrst af þessum meginþáttum, því að þekking er grundvallarforsenda fyrir því að geta stundað góðan og arðsaman hrossabúskap, jafnt og á öðrum sviðum atvinnuvegarins. Þekkingu öðlast menn vissulega af reynslu, en það má ekki ætla mönnum að bíða alltaf hennar. Leiðbeiningabækur og rit þurfa að vera tiltæk og má í því sambandi nefna rit BÍ sem auðvitað hefðu átt að vera miklu fyrr á ferð. Ráðunaut- ar og starfsmenn félaga hrossa- bænda ættu að eiga meira frum- kvæði að ráðgjöf til einstakra bænda. Bændaskólarnir báðir gætu gert betur en þegar er gert í nám- skeiðahaldi um alla þætti hrossabú- skapar, þ.á m. um kynbótafræði, um uppeldi, vöxt, fóðrun og hirð- ingu, um tölvuvætt skýrsluhald og um markaðsmál svo að nokkuð sé talið. Stuðla þarf að því að bændur geri meira af því en nú er að þjálfa hross sín sjálfir, í það minnsta á fyrri stig- um tamningar. Einnig virðist ástæða til að leita leiða um aðstoð við ein- staka bændur um sölu á gripum þeirra til útlendinga, þar sem skort- ur á tungumálakunnáttu hindrar bein samskipti. Parna gætu t.d. starfsmenn búnaðarsambanda og félög hrossabænda komið að verki ef slíkt væri undirbúið. Ég þekki ýmis dæmi þar sem bein samskipti erlendra manna hafa komist á við bændur, sem hafa leitt af sér langtíma góð gagnkvæm sam- skipti. Rannsóknir. Segja má um rannsóknir að fræðsla og rannsóknir séu systur, þar sem hvorug getur án hinnar verið. Því miður eru rannsóknir í þágu hrossaræktar næsta fátæklegar á liðnum áratugum. Á vegum RALA hafa verið gerðar nokkrar beitartil- raunir og athuganir á litaerfðum, en rannsóknir eru hins vegar í engu samræmi við það sem gert hefur verið á sviði sauðfjárræktar og naut- griparæktar. Á síðustu árum hefur Ingimar Sveinsson, kennari á Hvanneyri, hafið ýmsar rannsóknir, m.a. í sam- vinnu við RALA sem eru allrar at- hygli verðar. Ingimar hefur fylgst með þroska folalda allt frá fæðingu og til fulls vaxtar. Þær rannsóknir sýna að þroski folalda hér er hraðari en hjá öðrum hrossategundum, og mun það byggjast á margfalt fiturík- ari mjólk, sem íslenskar hryssur mjólka. Skv. dönskum og amerísk- um niðurstöðum er fita í meramjólk 3'94 - FREYR 63

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.