Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 17
Ferðaþjónusta á hestum hérlendis er starfsgrein, sem skilar mörgu góðu. Má þar nefna aukin atvinnu- tækifæri og tekjuöflunarmöguleika víðs vegar um landið og þau kynni við íslenska hestinn, sem mjög oft leiða af sér aukna markaðsmögu- leika. Námskeið í hestamennsku á ís- landi fyrir útlendinga eru einnig án vafa til þess fallin að auka möguleika á auknum mörkuðum fyrir íslenska hesta. Lokaorð. Af því sem að framan segir má vera ljóst að þrátt fyrir að staða útflutningsmála hvað varðar fjölda seldra hrossa hafi batnað til muna, þá er ærið verk að vinna í því skyni að efla stöðu hrossabúskapar í landi okkar og auka verðmætasköpun. Ég tel að framleiðendasamtök hrossa- Stóðhestur af Stóðhestastöð ríkisins í Gunnarsholti. Gnýrfrá Hrepphólum. Ljósm. E.J. bœnda eigifyrst ogfremst að stjórna að vinna að kynningar- og markaðs- þeim málum og menn á þeirra vegum öflunarstörf. Verðlagning greiðslumarks Frh. afbls. 77). Gert er ráð fyrir að greiðslumarkið sé einskis virði í lok samningstíma núgildandi búvörusamnings. Með því að greiða ekki meira en þetta og að aðrar forsendur um gildistíma búvörusamnings, afurðaverð og þróun heildargreiðslumarks (það haldist óbreytt) standist þá mun þessi fjárfesting skila honum 14% ávöxtun og 10 krónum í laun eftir hvern lítra af keypta greiðslumark- inu. Bóndinn á búi B getur hins vegar aðeins greitt 64,53 krónur. Ef bóndinn byggist við að verð til framleiðenda færi lækkandi á næstu árum hefði mátt gera ráð fyrir að framlegðin færi lækkandi á tímabil- inu. Eins má með hækkaðri ávöxt- unarkröfu taka tillit til þess mögu- leika að frekari samdráttur verði í greiðslumarkinu, t.d. vegna inn- flutnings á búvörum. 4.1 Verð á greiðslumarki - dilkakjöt. Á svipaðan hátt og áður má gera áætlun um hvaða verð sé mögulegt að greiða fyrir greiðslumark í dilka- kjöti með núgildandi verðlagsgrund- völl til hliðsjónar, sjá töflu 2. Eins og fyrr er gengið út frá því að heildargreiðslumark og afurðaverð haldist óbreytt. Hér er því reiknað út það verð sem búið getur greitt og þannig að 14% vextir fáist af fjár- festingunni. I núgildandi verðlags- grundvelli mun launahluturinn nema um 4000 kr. á ærgildi. Með lækkaðri launakröfu hækkar það verð sem búið getur staðið undir. Pannig er gerð krafa um 2000 króna laun á ærgildi á búi B og við það hækkar sú upphæð sem búið getur staðið undir að greiða fyrir greiðslu- mark. Ekki er gert ráð fyrir viðbót- arfjárfestingu og að kostnaður við stækkun bústofns sé ekki meiri en Kyn kálfafóstra ákveðið Vísindalegum framförum í land- búnaði virðast lítil takmörk sett. Hið nýjasta í þeim efnum varðandi naut- griparækt er, að nú er hægt að ákveða kyn kálfafóstra fyrirfram. Þetta var gert í fyrsta sinn fyrir skemmstu í Cambridge í Bandaríkj- unum á vegum fyrirtækisins Ma- stercalf Ltd. í samvinnu við stofnun- ina AFRC (Institute of animal Physiology and Genetic Research) tekjufærsla vegna bústofnsaukning- ar. Lokaorð. Hér að framan hefur verið reynt að velta upp þeim atriðum sem máli skipta við ákvörðun á því verði sem einstakir bændur geta boðið í greiðslumark. Þó hér hafi verið sett upp dæmi um slíkan útreikning er rétt að undirstrika það, sem fyrra dæmi raunar sýnir, að ekkert eitt verð er til fyrir greiðslumark. Á meðan markaðurinn er frjáls verða það framboð og eftirspurn sem móta verðið. Hver bóndi þarf að meta hvaða verð hans eigin rekstur getur staðið undir að greiða. og bandaríska landbúnaðarráðu- neytið. Kyn kálfafóstra er ákveðið fyrirfram með því að flokka sæðis- frumur fyrir sæðingu eftir því hvort um er að ræða X eða Y litning í frumunni. Talið er að tvö ár muni líða þar til unnt verður að nýta þessa tækninýjung í landbúnaði, en hún mun að sjálfsögðu auðvelda stórlega nautgriparækt, bæði á sviði kjöt- og mjólkurframleiðslu. WlOLflR 3*94 - FREYR 65

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.