Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 21
Úr skýrslum nautgriparœktarfélaganna fyrir árið 1993 Jón Viðar Jónmundsson Með breyttu formi á skýrsluhaldi í nautgriparœktarfélögunum sem fyrst kom til fram- kvœmda á árinu 1992 hefur orðið mögulegt að birta niðurstöður skýrsluhaldsins enn fyrr en áður var mögulegt. Hér á eftir verður gerð grein fyrir nokkrum helstu niðurstöðum úr skýrsluhaldinu fyrir árið 1993 en far- ið er mjög hratt yfir sögu þar sem miklu nákvæmari niðurstöður birt- ast bráðlega í Nautgriparæktinni en hún berst öllum þeim bændum sem þátt taka í skýrsluhaldinu. Á árinu 1992 varð mikil aukning í þátttöku í skýrsluhaldinu frá því sem áður hafði verið. Á árinu 1993 var áframhaldandi þróun til aukningar þó að hún væri miklu minni en á árinu áður. Þegar búum fjölgar á sama tíma og nokkur fækkun mjólk- urframleiðenda á sér stað á hverju ári og sum þeirra búa hafa að sjálf- sögðu verið þátttakendur í skýrslu- haldi um árabil þá vex þátttaka hlut- fallslega. Á árini 1993 lætur nærri að 72% mjólkurframleiðslu í landinu hafi verið á búum þar sem skýrslu- hald fer fram. Þessi þátttaka er ákaf- lega breytileg eftir landsvæðum. Eðlilegt er að telja ástand í þessu efnum í ólagi í þeim héruðum þar sem þátttaka nær ekki helmings hlutfalli. Þessu marki ná ekki enn Kjalarnesþing, Austurland og Aust- ur-Skaftafellssýsla, en öll önnur hér- uð eru yfir þessu marki. Af þeim sem utan standa er hópurinn samt enn alltof stór í Borgarfjarðarhér- aði, Húnavatnssýslum og á Suður- landi. í öllum nálægum löndum er þátt- taka bænda í almennu skýrsluhaldi notuð sem helsti mælikvarði á fag- legan styrk framleiðslugreinarinnar. Ég held að það sé brýnt fyrir íslenska bændur að öðlast fullan skilning á Jón Viöar Jónmundsson. þessum viðhorfum. Ekkert vafamál er á því að þau munu á næstu árum verða mikilvægari hér á landi, á hlið- stæðan hátt og þau hafa á síðustu árum orðið það í nálægum löndum í tengslum við mjög aukna umræðu um vottun á framleiðsluaðstæðum og opnara framleiðsluumhverfi. Bændur verða að gera sér fulla grein fyrir að það eru fyrst og fremst þeir sjálfir í daglegu starfi sem munu skapa ímynd landbúnaðarins á kom- andi árum. í síharðnandi samkeppni sem óumflýjanleg virðist fyrir ís- lenska mjólkurframleiðslu verður hún að koma fram sem faglega sterk grein með virkt innra eftirlit. Mæli- kvarði á slíkt verður fyrst og fremst almenn þátttaka í skýrsluhaldi. Þess vegna sýna þeir bændur sem utan starfsins standa í raun mikið stéttar- legt andvaraleysi. Skýrslufœrðum kúm hefur fjölgað I töflu 1 er gefið yfirlit um þátt- töku í einstökum héruðum ásamt helstu meðaltalstölum. Samtals voru skýrslur frá 886 búum í upp- gjöri árið 1993 og er það aukning um 11 bú frá árinu 1992. Skýrsluhöldur- um fækkar frá fyrra ári í Kjósarsýslu og Austur-Húnavatnssýslu þó að þátttaka f báðum þeim héruðum væri áður tæpast það mikil að þau mættu við slíkri þróun. Aukning dreifist aftur á móti mjög jafnt á öll héruð landsins. Kýr sem koma á skýrslu eru fleiri en nokkru sinni áður eða samtals 26.609 sem er 199 kúm fleira en árið 1992. Árskýr eru reiknaðar 19.586 sem er örlítil aukning frá fyrra ári. Greinilegt er að hlutfall árskúa mið- að við skýrslukýr alls hefur farið lækkandi á allra síðustu árum. Á því eru tvær greinilegar skýringar. End- urnýjun í kúastofninum er orðin ör- ari en hún var fyrir nokkrum árum og hafa þar til dæmis auknar kröfur um mjólkurgæði vafalítið haft var- anleg áhrif. Annar þáttur sem einnig hefur áhrif er að með hverju ári bera fleiri og fleiri fyrsta kálfs kvígur á haustmánuðum og það leiðir einnig til lækkunar á áðurnefndu hlutfalli milli árskúa og allra kúa. Árið 1993 voru meðalafurðir eftir hverja árskú í félögunum 4168 kg af mjólk en það er aukning um 60 kg frá árinu 1992. Þessi breyting á sér stað þrátt fyrir það að enn dragi heldur úr kjarnfóðurnotkun en hún mælist aðeins 477 kg fyrir hverja árskú, sem er lækkun um 5 kg frá 3*94 - FREYR 69

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.