Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 23
Tafla 2. Afurðahœstu bú á landinu 1993 með 10 árskýr eða fleiri eru skýrslufœrðar Kjarn- Kg fóður Bú Arskýr mjólk kg GunnarSigurðsson, Stóru-Ökrum, Akrahreppi.......... 16,8 6340 870 FélagsbúiðBaldursheimi,Mývatnssveit................ 14,3 6274 1023 ViðarÞorsteinsson, Brakanda, Skriðuhreppi............. 27.7 6232 581 KristjánB. Pétursson, Ytri-Reistará, Arnarneshreppi . . . 10,1 6092 1377 SverrirMagnússon, Efra-Ási. Hólahreppi ................ 25,9 6061 1023 Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, A.-Landeyjum . . . 19.1 5989 979 FélagsbúiðFloltsseli.Eyjafjarðarsveit............... 42,3 5965 455 ÓskarKristinsson, Dísukoti, Djúpárhreppi............ 14,4 5879 1056 SigurgeirPálsson.Sigtúnum.Eyjafjarðarsveit.......... 34,6 5856 702 ReynirGunnarsson,Leirulækjaseli,Álftaneshreppi .... 18,1 5830 908 framt verður meiri innbyrðis breyt- ing. Þannig hafa nokkrir af þeim sem undanfarin ár hafa verið fastir áskrifendur að „10 á toppnum" nú orðið að þoka í 10-20 sætið en aðrir öflugir framleiðendur skotist upp fyrir þá. Um leið og þessi jákvæði þáttur í þróuninni, sem vissulega yfirgnæfir, er gerður að umtalsefni er einnig rétt að víkja að því að alltaf eru allmörg bú þar sem afurðir liggja ár eftir ár undir 3000 kg. Þessir bændur ættu tvímælalaust að leita til leiðbeiningaþjónustunnar hver í sínu héraði og leita í samráði við hana leiða til að bæta rekstur sinn. Slíkar tölur gefa tilefni til að álykta að þar séu það alvarlegar brotalamir í einhverjum þáttum í rekstrinum og að auðvelt sé að ná umtalsverðum árangri á mjög skömmum tíma með skipulegum umbótum. Mestar meðalafurðir árið 1993 eru hjá Gunnari Sigurðssyni á Stóru- Ökrum í Akrahreppi. Hann er með 16,8 árskýr sem að meðaltali skila 6340 kg af mjólk, en kjarnfóður- notkun er að jafnaði 870 kg fyrir hverja kú. Gunnar er ungur mjög áhugasamur bóndi sem hóf skýrslu- hald fyrir nokkrum árum og hefur ætíð haft góðar afurðir en sótt jafnt og þétt upp listann með hverju ári og nær nú þeim glæsilega árangri að vera á toppnum. I öðru sæti er fé- lagsbúið í Baldursheimi í Mývatns- sveit en þar skila 14,3 árskýr að meðaltali 6274 kg af mjólk en kjarn- fóðurnotkun er 1023 kg fyrir hverja kú. Þetta bú er ekki nýtt á þessum lista því að fyrir áratug skipaði það ár eftir ár efsta sætið og var hið fyrsta á landinu til að brjóta 6000 kg múrinn og hefur ætíð á síðustu árum staðið mjög ofarlega. Þriðja sætið skipar síðan Viðar Þorsteinsson í Brakanda í Hörgár- dal, sem skipaði efsta sætið árið 1992 og hefur verið í einhverju efstu sæt- anna um langt árabil. Viðar var með 27,7 árskýr árið 1993 sem skila að jafnaði 6232 kg af mjólk en kjarnfóð- urnotkun var aðeins 581 kg fyrir hverja kú en þetta bú er löngu lands- þekkt fyrir einstakan árangur við að breyta íslensku grasi í mjólk. Þrátt fyrir auknar meðalafurðir eru að þessu sinni engin íslandsmet sett í afurðum hjá einstökum grip- um, en toppur afurðahárra gripa breikkar eins og fyrir búin og rætt er hér að framan. Slíkt er að sjálfsögðu jákvæð og eðlileg þróun. Tafla 3 gefur yfirlit um afurðir hjá afurða- hæstu kúnum metið í kg mjólkur. Þar er efst Rauðbrá 141 í Efra-Ási í Hjaltadal sem mjólkar 9483 kg af mjólk með 3,24% prósent eða 307 kg af mjólkurpróteini og 4,01% fitu eða 378 kg af mjólkurfitu. Þetta er fullorðin kýr dóttir Drangs 78012 og móðurfaðir er Skúti 73010. Rauðbrá bar í nóvember en var ákaflega jafn- mjólka á árinu. Á árinu 1992 skilað Rauðbrá 9200 kg af mjólk þannig að hér er um gífurlegar afurðir að ræða. Sverrir í Efra-Ási er að vísu flestum öðrum íslenskum bændum vanari að umgangast slík metfé því að fyrir nokkrum árum var Laufa 130 af- urðahæst kúa á landinu um árabil, en elsti sonur hennar er nú að koma úr afkvæmarannnsókn eins og rætt er hér á eftir. Annað sætið skipar Volga 102 í Leirulækjaseli í Álftaneshreppi. Þetta er ung kýr dóttir Dreka 81010 en móðir hennar, Linda 78, var fá- dæma mikill afurðagripur á sínum tíma. Þessi unga kýr hefur skilað einhverjum allra mest afurðum sem dæmi eru um hjá kú á fyrsta mjólkur- skeiði hér á landi og hún hefur fylgt þeim afurðum eftir. Árið 1993 ber hún í febrúar og skilar 9362 kg af mjólk en mjólkin er eins og hjá mörgum dætrum Dreka heldur í þynnra lagi en próteinprósenta er 3,21% og fituprósenta 3,13%. Þriðja í röð er Rín 176 í Brakanda. Þetta er ein af hinum fullorðnu Álmsdætrum sem enn er í fullri Tafla 3. Kýr sem mjólkuðu yfir 8500 kg árið 1993 Nafn Faðir Mjókur- kg % prót. Prótein kg Bær Rauðbrá 141 .... . . . . Drangur 78012 . . . . 9483 3,24 307 Efra-Ási. Fljaltadal Volga 102 . . . . Dreki 81010 9362 3,21 301 Leirulækjarseli, Álftaneshr. Rún 176 . . . . Álmur 76003 9035 3,30 298 Brakanda, Skriðuhreppi Rauðka91 . . . . Birtingur 75011 . . . 8987 3,19 287 Gautlöndum, Mývatnssveit Gana430 .... Nafni 89912 8782 3,49 307 Holtsseli, Eyjafjarðarsveit Frekja285 .... Dálkur 80014 8691 3,28 285 Hríshóli, Eyjafjarðarsveit Frekja406 . . . . Álmur 76003 8610 3,33 287 Holtsseli, Eyjafjarðarsveit Grýla 32 .... Lýtingur 77012 . . . . 8582 3,44 295 Steinsstöðum, Öxnadal 3*94 - FREYR 71

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.