Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 24

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 24
framleiðslu. Hún skilaði 9035 kg af mjólk með 3,30% próteini eða 298 kg af mjólkurpróteini og 4,12% fitu. Þessi kýr var einnig í hópi afurða- hæstu kúnna árið 1992 þegar hún mjólkaði 8706 kg af mjólk. Þessar þrjár kýr voru þær einu sem skiluðu yfir 9000 kg af mjólk árið 1993. Flest mælir með að eðlilegra sé að bera kýrnar saman á grunni mjólkur- próteins en þar eru áðurnefndar þrjár kýr einnig hæstar með þeirri undantekningu að Gana 430 í Holts- seli skýst upp á milli þeirra í annað sætið en hún skilaði 307 kg af mjólk- urpróteini en hún mjólkaði 8782 kg með 3,49% próteini. Breyting á kynbótamati Eins og rækilega var kynnt á síð- asta ári var kynbótamati í nautgripa- rækt breytt á síðasta ári. í stað kyn- bótaeinkunna þeirra sem áður voru reiknaðar út frá leiðréttum afurðum í samanburði við búsmeðaltal á við- komandi búa á hverjum tíma var tekið upp kynbótamat eftir einstak- lingslíkani. Þetta er mun nákvæmari og betri aðferð til kynbótamats, þó að útreikninslega sé hún verulega flóknari og því vandasamara að rekja einstakar niðurstöður ná- kvæmlega. Þessar nýju aðferðir voru mjög vel kynntar á síðasta ári í grein- um sem Agúst Sigurðsson, sem unn- ið hefur að uppbyggingu hins nýja kerfis, skrifaði bæði í Frey og Naut- griparæktina. Ég vísa til þessara greina fyrir þá sem vilja kynna sér málið frekar. Hér er sérstök ástæða til að leggja áherslu á að grunni kynbótamatsins var einnig breytt á þann veg að eldri kynbótaeinkunn var einkunn sem var einvörðungu byggð á mjólkur- magni. Hin nýja einkunn byggir hins vegar á magni mjólkurpróteins með þeirri viðbótarkröfu að próteinhlut- falli mjólkur verði haldið uppi, en til að tryggja það verður að leggja sérstakt vægi á próteinhlutfallið vegna óhagstæðs sambands á milli magns og hlutfalls próteins í mjólk. Þess vegna geta komið fram umtals- verðar breytingar fyrir einstaka gripi frá eldra mati ef þeir hafa óeðlilega lágt eða hátt próteinhlutfall. í töflu 4 er gefið yfirlit um einkunnir eftir nýja kynbótamatinu og er þar ann- ars vegar gefin einkunn nautanna fyrir mjólkurmagn og hins vegar heildareinkunnin. Eins og sjá má er yfirleitt mjög náið samband á milli eldri einkunna og einkunnar fyrir mjólkurmagn. Áhrif próteinhlut- falls geta hins vegar oft haft veruleg áhrif gagnvart heildareinkunn. Til að menn átti sig betur á þess- um mun vil ég benda á örfá dæmi. I árgangi nauta frá 1981 stendur Dreki 81010 með mjög háa mjólkur- einkunn eða 120 en Hólmur 81018 er með 109. Dætur Dreka hafa fremur lágt próteinhlutfall en Hólms hins vegar eitt það hæsta sem dæmi eru um og þess vegna snýst röðun þeirra alveg við í heildareinkunn sem er 108 hjá Dreka en 119 hjá Hólmi. Annað hliðstætt dæmi er í næsta árgangi. Kópur 82001 gefur með- alkýr varðandi mjólkurmagn, hefur 101 í einkunn þar, en Jóki 82008 gefur ákaflega mjólkurlagnar kýr og hefur 120 í einkunn fyrri mjólkur- magn, Kópsdætur gefa próteinauð- uga mjólk en Jókadætur fremur snauða þannig að í heildareinkunn dregur mjög saman með þeim, Kópurfær 107 en Jóki 114íeinkunn. Eitt allra skýrasta dæmið er nautið sem efst stóð á síðasta ári, Bassi 86021, en það gefur vart meira en meðalkýr mælt í mjólkurmagni þar sem einkunn hans er 103 en mjólk þeirra er ákaflega próteinauðug þannig að heildareinkunn hans hækkar í 112. Þessum mun er nauð- synlegt að gera sér glögga grein fyrir þegar verið er að bera saman eldra og nýtt kynbótamat. Hér er ekki ástæða til að fjölyrða um einkunnir eldri nautanna, en samanborið við þær einkunnir sem fyrst voru birtar í fyrra úr kynbóta- matinu hafa einkunnir þeirra flestra færst nær því sem áður var þekkt. Þarna koma skýrt fram verulegir veikleikar Forks 76010 og Mjölnis 77028 gagnvart próteinhlutfalli þó að þeir standi sterkir, sérstaklega Mjölnir, í mjólkurmagni. Tvistur 81026 sýnir þarna allnokkra yfir- burði fram yfir önnur naut. Þegar kemur að þeim árgöngum nauta sem enn eru í notkun, eða eru enn að eignast kálfa, þá eru yfir- burðir árgangsins frá 1984 mjög skýrir og einkum er útkoma Suðra 84023 mjög glæsileg. í árgangi nauta frá 1985 stendur Skíði 85002 mjög sterkur en hann hefur að vísu mjög lága eikunn fyrir fituprósentu. Austri 85027 er þó efstur úr þessum hópi og hátt próteinhlutfall í mjólk dætra hans lyftir honum umtalsvert. Skellur 85006 sýnir einnig mjög góða útkomu. Afkvœmadómar Nautin sem komu úr afkvæma- dómi á síðasta ári eru fremur jöfn í einkunnum. Þau fjögur sem valin voru sem nautsfeður halda öll fyrra dómi. Þegjandi 86031 er sá þeirra sem mest styrkir sinn dóm, sem er bending um að þar séu kýr sem frekar sæki sig þegar þær eldast og vegna sterks dóms í ýmsum öðrum þáttum er hann því áreiðanlega áhugaverður, en rétt er að minna á að hann hefur lága einkunn fyrir fituprósentu þannig að þess má vænta að dætur hans verði undir meðaltali fyrir þann eiginleika. Listi 86002, sem er hálfbóðir Þegjanda, en báðir eru þeir synir Króks 78018, hefur einnig fremur styrkt sinn dóm og hans veikleiki er sá sami. Þráður 86031 heldur nánast óbreyttum dómi. Viðbótarupplýsingar sýna að Bassi 86021 er alls ekki meira en meðalgripur gagnvart mjólkur- magni, en hans gífurlega sterki þátt- ur er hið háa próteinhlutfall í mjólk dætra sem skipar honum í efstu stöðu í árgangi sínum. Önnur naut sem fengu notkunardóm á síðasta ári eru tæpast verulega áhugaverð til frekari nota nema helst Landi 86025 og Borgfjörð 86018, en vísað er til skrifa á síðasta ári um kosti og galla dætra hans. Allstór hópur nauta kemur nú úr afkvæmarannsókn og vil ég hér á eftir víkja örfáum orðum að þeim nautum sem ætla má að geti komið til áframhaldandi notkunar en þegar þetta er skrifað hefur nautgripa- ræktarnefnd ekki enn gengið frá endanlegum dómi nautanna. Ný naut úr atkvœmarannsókn. Sómi 87001 er frá Brúnastöðum í Hraungerðishreppi sonur Gegnis 79018 og dóttursonur Bróður 75001. Dætur hans virðast meðalkýr til af- urða en í skoðun virtust þetta sterk- legar kýr að gerð og fremur vinsælar 72 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.