Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 28
Tafla 1. Verð á greiðslumarki - möguleg greiðslugeta kúabús. Bú A Bú B Búgreinatekjur: pr. lítra pr. lítra Mjólk 52,58 52,58 Aðrar tekjur 0,44 0.36 Samtals 53,02 52.94 Breytilegur kostnaður: Samtals 20,46 24.23 Framlegð 32.56 28.71 Launakrafa 10,00 10,00 Til greiðslu fjárfestingar . . . . 22,56 18,71 NÚVIRÐI FRAMLEGÐAR Avöxtunarkrafa 14% Ár Núvirðisst. Bú A Núvirði BúB Núvirði 93/94 0,8772 22,56 19,79 18,71 16,41 94/95 0,7695 22,56 17,36 18,71 14,69 95/96 0,6750 22,56 15,22 18.71 12,63 96/97 0,5921 22,56 13,36 18,71 11,08 97/98 0,5194 22,56 11,72 18,71 9,72 Greiðslugeta á lítra 77.45 64,53 grundvelli landbúnaðarins, þar sem útreikningur á breytilegum kostnaði byggir á niðurstöðum búreikninga. Þannig getur það verið einum bónda tiltölulega hagkvæmt að kaupa greiðslumark á því verði sem öðrum reynist það erfitt eða ómögulegt. 3.2. Búféð. Það skiptir verulegu máli í því sambandi hvað greiðslumarkið má kosta, hvort fjölga þurfi kúm og ám til að framleiða upp í rétt sem fyrir- hugað er að kaupa. Mikill munur er á því hvort verið að kaupa upp í væntanlegan niðurskurð í sauðfénu og nýta afkastagetu kúnna sem hef- ur ekki nýst, eða hvort eigi að stækka búið með tilheyrandi aukn- um ásetningi. Það kostar peninga að fækka bústofninn og sá kostnaður kæmi sem viðbót við keyptan full- virðisrétt ef um það er að ræða. 3.3. Verðþróun afurðanna. Verðþróun afurðanna á komandi árum hefur mikið að segja um hve fljótt aðkeypt greiðslumark fer að skila hagnaði. Undanfarin ár hefur raunverð mjólkur og kindakjöts lækkað að raungildi. Það hefur gerst bæði vegna þess að notkun ýmissa aðfanga svo sem fóðurbætis hefur minnkað, en einnig hafa bændur tekið á sig raunlækkun afurðaverðs í gegnum s.k. framleiðnikröfu í bú- vörusamningunum. Hún var ákveð- in með tilliti til samkeppnisstöðu greinarinnar og hvað er að gerast hjá öðrum kjötgreinum. Líklegt er að raunverð fari áfram lækkandi á komandi árum, fyrst og fremst til að svara aukinni samkeppni á mark- aðnum. 3.4. Þróun markaðarins. Samkeppni hefur aukist verulega á undanförnum árum á búvöru- markaðnum. Bæði hefur samkeppni milli kjötgreina aukist, og einnig eiga mjólkurafurðir í stöðugt harðn- andi samkeppni við aðra drykki og álegg. Einnig hefur veruleg neyslu- breyting átt sér stað á liðnum áratug. Neysla kindakjöts hefur farið minnkandi á síðustu árum og aðrar kjöttegundir komið þar í staðinn. Ovarlegt er að ætla að á þessari þróun verði veruleg breyting á kom- andi árum, þannig að líklegt er að erfitt verði að koma í veg fyrir áframhaldandi samdrátt í neyslu kindakjötsins. Neysla mjólkuraf- urða hefur verið að breytast á þann veg að fitusnauðar afurðir hafa unn- ið á en fituríkar seljast verr en fyrr. Neysla mjólkur hefur verið óbreytt í magni til en neysla á hvern einstak- ling farið jafnt og þétt minnkandi. Það skiptir því miklu hvernig til tekst í markaðsmálum á komandi árum um það þróun á verði greiðslu- marks í mjólk verður það sem eftir er búvörusamningsinstímans. 3.5. Lengd gildistíma búvörusamningsins. Núverandi búvörusamningur nær fram í ágústlok árið 1998. Hann gildir því í tæp 5 ár til viðbótar. Þetta er nauðsynlegt að hafa í huga þegar greiðslumark er keypt, því að ekki er tryggt að keypt greiðslumark nýtist lengur en út greiðslutíma bú- vörusamningsins. Því er það óhjá- kvæmileg krafa að keypt greiðslu- mark skili hagnaði áður en búvöru- samningurinn rennur út. 3.6. Framtíðarsýn bóndans. Hvað hyggst bóndinn fyrir? Sá sem á framtíðina fyrir sér við bú- rekstur kaupir frekar greiðslumark en sá sem á tiltölulega fá ár eftir við búskapinn. Hvað um annað um- hverfi, svo sem stöðu sveitarinnar, úrvinnslustöðva og fleira sem skiptir máli varðandi afkomuna og framtíð- arstöðu búsins? Allt þetta getur haft áhrif á hversu skynsamlegt það er að að fjárfesta í auknu greiðslumarki. 3.7. Aðrir valkostir. Skoða verður vandlega hvaða val- kostir séu fyrir hendi við að nota það fjármagn sem ætlað er til að kaupa greiðslumark fyrir. Þar má nefna eftirfarandi atriði: * Almennir vexti á fjármagnsmark- aði. * Aðrir fjárfestingarmöguleikar. * Áhætta sem fylgir fjárfestingunni. * Útflutningur á kindakjöti. Sá bóndi sem vill hafa sem mestan arð af því fjármagni sem hann hefur milli handanna, hlýtur að velta því fyrir sér hvort það sé hagkvæmara að kaupa greiðslumark eða nota fjármagnið á einhvern annan hátt. 76 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.