Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 30

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 30
Landbúnaður og umhverfismál Guðni Þorvaldsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Töluverðar umrœður hafa að undanförnu verið um lífrœnan landbúnað og umhverfis- vœnan landbúnað. Þessi umrœða er þörf, en miklu skiptir að hún sé byggð á faglegum grunni og þeirri þekkingu sem við ráðum yfir. Einnig þurfa hugtök að vera skýr, þannig að ljóst sé við hvað er átt. Þegar talað er um umhverfisvænan landbúnað í þessari grein er átt við landbúnað þar sem leitast er við að varðveita landgæði eftir því sem tækni og þekking leyfir á hverjum tíma, óháð því hvort áburðurinn er á lífrænu formi eða ekki. Þegar talað er um lífrænan landbúnað er átt við þá hugmyndafræði að unnin áburð- arefni og varnarefni séu óæskileg, en áburður á lífrænu formi af hinu góða. Gjarnan er talað um lífræna rækt- un sem umhverfisvæna og afurðina sem holla og hreina vöru, en þetta þarf alls ekki að fara saman. Það þarf því að greina skýrt þarna á milli. Þeir sem vilja kaupa mat, ræktaðan eftir stöðlum um lífræna ræktun, hafa til þess fullan rétt. Það má hins vegar ekki blekkja fólk með því að kynna lífræna ræktun sem svar við öllum kröfum um umhverfisvæn- leika, hollustu og gæði. Það er hægt að fara illa með umhverfið og vör- una þótt ekki sé notaður tilbúinn áburður. Lífræn ræktun eins og önn- ur ræktun verður að taka tillit til þeirra þátta sem við viljum standa vörð um. Lífrænn áburður er auk þess mun vandmeðfarnari en tilbú- inn áburður með tilliti til mengunar. Tilgangur landbúnaðar okkar er að framleiða mat og fleiri afurðir (ull, skinn, reiðhesta o.fl.) fyrir þjóðina og að vissu marki fyrir aðrar þjóðir einnig. Það er allra hagur, ekki síst þeirra sem stunda landbún- að, að þetta sé gert með þeim hætti að landið beri ekki tjón af. Þetta eru flestir bændur meðvitaðir um. Það þarf því að búa landbúnaðin- um þau rekstrarskilyrði að hann geti sinnt þessum þætti, þ.e.a.s það verð- ur að reikna þann kostnað sem bændur hafa af landverndinni inn í Guðni Porvaldsson. vöruverðið eða greiða hann á annan hátt. Til skemmri tíma litið getur slíkur landbúnaður ekki keppt við landbúnað þar sem ófullnægjandi tillit er tekið til umhverfisins. Hag- ræðing í landbúnaði, sem hefur lækkað vöruverð til neytenda, hefur að hluta orðið á kostnað umhverfis- ins. Þetta verður að hafa í huga þegar talað er um vöruverð og sam- keppni, ekki síst samkeppni frá öðr- um löndum. Það er stjórnvalda að sjá til þess að bændur geti stundað landbúnað í sátt við umhverfið. Þœttir sem taka þarf tillit til Hér á eftir eru talin upp helstu atriði sem taka þarf tillit til þegar um þessi mál er fjallað. Listinn er ekki byggður á stundarkröfum markað- arins, heldur eru þetta atriði sem við þurfum að gæta að til að geta skilað landinu í sem bestu ástandi til kom- andi kynslóða og um leið atriði sem til lengri tíma litið ættu að gera landbúnaðarvörur okkar eftirsókn- arverðar. 1) Útskolun næringarefna Það hafa ekki verið gerðar miklar athuganir á útskolun næringarefna hér á landi. Hins vegar er það vel þekkt erlendis að næringarefni tap- ast fyrst og fremst þegar akrar standa opnir og ógrónir því að þá eru engar plöntur til að hirða upp efnin sem losna. Túnrækt eins og hér er stunduð gefur tilefni til að ætla að hér sé tap næringarefna á þennan hátt mjög lítið. Þörf er á mælingum til að staðfesta þetta. Eitthvað skolast væntanlega út af næringarefnum úr búfjáráburði þar sem hann er geymdur utanhúss eða borinn á túnin á þeim tíma sem grös geta ekki nýtt sér hann. Næringar- efni geta einnig tapast úr búfjárá- burði og tilbúnum áburði með yfir- borðsrennsli eftir stórrigningar. Þá tapast eitthvað af næringarefnum úr votheysgeymslum þar sem frá- rennslið fer ekki í sérstakar þrær eða haughús. Utskolun er að jafnaði meiri þar sem stórir áburðarskammtar eru notaðir. Hér á landi er áburðargjöf á tún stillt í hóf. Það sem tapast þynn- ist einnig fljótt út þar sem áborið land er mjög lítill hluti af flatarmáli landsins. Með þetta í huga er því betra að dreifa framleiðslueining- unum um landið, en þjappa þeim ekki um of saman. 2) Tap næringarefna í andrúmsloftið í þessu tilliti er búfjáráburðurinn einnig vandmeðfarnari en tilbúinn áburður. Köfnunarefni tapast bæði í geymslum og eins eftir að áburður- inn er borinn á túnin. Þetta tap má minnka með góðum geymslum, með því að bera áburðinn á túnin á þeim tíma sem grösin geta nýtt hann og með því að fella hann niður í jarð- veginn eins og tíðkast sums staðar erlendis. 78 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.