Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 35

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 35
Þankar um framleiðslustjórnun f Ijósi NBC umrœðu Ári Teitsson, héraðsráðunautur Undirritaður átti þess kost á liðnu sumri að sœkja aðalfund norrœnu bœndasamtakanna sem að þessu sinni var haldinn á Norður-Jótandi í byrjun ágúst. Svo sem vænta mátti tengdust meginumræðuefni fundarins þeim milliríkjasamningum sem unnið er að (EES, EB, GATT) og áhrifum þeirra á landbúnað á norðlægum slóðum. Ekki er ætlunin að gera grein fyrir þeim umræðum hér en reyna frekar að fjalla um starfshóp þann sem undirritaður sat í. Á aðalfundum NBC, sem haldnir eru annað hvert ár, er venja að skipa nokkra starfshópa með fulltrúum allra aðildarlanda og er hverjum hóp gert að fjalla um ákveðið svið og gera fundinum grein fyrir niður- stöðu hans. Kom í hlut undirritaðs að sitja hóp sem fjallaði um fram- leiðslutakmarkanir sem stjórntæki við búvöruframleiðslu. Fundarstjóri hópsins var Jörgen Skovbæk, framkvæmdastjóri dönsku bændasamtakanna. Flópurinn ræddi fyrst um hvort þörf væri á framleiðslustjórnun og varð sammála um að ætti að tryggja bændum afkomumöguleika væri stjórnun nauðsynleg, bæði vegna þess að framleiðslan er mjög breyti- leg af völdum veðurfars og vegna þess að landbúnaðarframleiðsla síð- ustu ára hefur verið meiri en eftir- spurn. Stýring er einnig nauðsynleg vegna umhverfisverndar og byggða- þróunar. Hópurinn gerði sér grein fyrir að framleiðslustjórnun getur gerst með verðstýringu, styrkjakerfi eða magntakmörkunum og jafnvel blöndu af þessu, en tók enga afstöðu til þess hver aðferðin væri vænleg- ust, enda hlutverk hópsins aðeins að fjalla um kosti og galla magntak- markana. Menn voru sammála um að magn- takmarkanir gætu verið með breyti- legum hætti, sem dæmi voru nefnd: Ari Teitsson. Lokun ræktunarsvæða, mjólkur- kvótar, sykurkvótar, beinir samn- ingar um framleiðslumagn, stjórnun á framboði með birgðahaldi, há- marksfjöldi dýra á hektara o.s.frv. Einstakir bændur munu ætíð sjá magntakmarkanir á eigin búi sem pirrandi og sem skrifræði takmark- andi fyrir atvinnufrelsi. Innan hópsins var mestur áhugi á reglum sem ákveða hámarksfjölda dýra á hverja flatareiningu búsins. Síðan voru magntakmarkanir ræddar með tilliti til umhverfis og byggðasjónarmiða og voru flestir sammála um jákvæð áhrif þeirra, bæði á umhverfi og byggðaþróun. Sérstaklega var bent á áhrif tak- markana á dýrafjölda á dreifingu búsetu. Þá voru menn sammála um að magntakmarkanir á framleiðslu samhliða beinum stuðningi væru heppilegri frá byggðasjónarmiði en að styrkja byggð eingöngu með hærra verði fyrir framleiðslu á ákveðnum svæðum því að slíkt gæti auðveldlega leitt til offramleiðslu. Varðandi tekjur bændum til handa og varðveislu samkeppnis- hæfni þeirra var mat manna að magntakmarkanir hafi jákvæð áhrif á búvöruverðið og þar með á tekjur bænda. Séu notaðir framleiðslukvót- ar var þó talið mikilvægt að þeir flyttust ekki með frjálsri sölu milli manna því að þá myndi hátt verð á kvótum rýra tekjumöguleika næstu kynslóðar. Pví var haldið fram að stjórnun á framboði væri algjör nauðsyn á þeim mörkuðum sem væru líklegir til of- framboðs, en gæta yrði þess að ekki yrði um ofstýringu að ræða. Þá voru menn sammála um að stjórnun á framboði væri því aðeins möguleg að ekki kæmi sambærileg vara utanfrá (innflutningur). Þannig er magnstjórnun á fram- boði í mótsögn við óskir um frjálsa verslun með landbúnaðarvörur, nema alþjóðasamkomulag takist um stjórnun á framboði en það virðist ólíklegt. Þá var bent á að framleiðslukvóti á einstökum búum gæti tafið fram- þróun bæði í bústærð og virkni bús og þannig rýrt samkeppnishæfni. Þó kom fram að reynsla Dana væri að með mjólkurkvótum með föstum reglum um sölu kvóta og útdeilingu þess sem losnar sé unnt að halda markmiðum um tekjur bænda og samkeppnishæfni. Niðurstaða hópsins varð því að helstu annmarkar við magntak- markanir búvöruframleiðslu væru skrifræði og hugsanlega rýrnandi samkeppnishæfni til lengri tíma lit- ið. Kostir aðferðarinnar væru óum- Frh. á bls. 87. 3*94 - FREYR 83

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.