Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 36

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 36
Hugmyndir um sókn í sauðfjórrœkt Gunnar Sœmundsson, Hrútatungu / síðustu grein minni, Sauðfjárrœkt í kreppu, fjallaði ég nokkuð um stöðu sauðfjárbœnda og útflutningsmál sauðfjárafurða. Ég mun nú fara nokkrum orðum um hugsanlegar breyt- ingar á búvörusamningi. Nokkur umræða hefur verið um að breyta þyrfti búvörusamningi en ekkert orðið úr framkvæmdum. Helst er að heyra á mönnum að þeir treysti ekki núverandi ríkisstjórn með Alþýðuflokkinn og frjáls- hyggjuliðið í Sjálfstæðisflokknum innanborðs. Þó ættu menn að hafa í huga að áhættulítið ætti að vera að skoða ýmsa möguleika, því að við- ræður eru eitt og ekkert gefið að þær leiði til sameiginlegrar niðurstöðu. Síðast en ekki síst styrkir það kröfuna um endurbætur á búvöru- samningi það sem ég leyfi mér að kalla stærstu innlendu frétt sem komið hefur það sem af er þessu ári, en það er stuðningur við skipaiðnað- inn. Allt í einu lá fyrir álitsgerð, sem m.a. viðskiptaráðherra talar fyrir, að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að styðja innlenda starfsemi. Vissu- lega var skipaiðnaðinum að blæða út, 12 - 14 hundruð ársverk að tap- ast. Allir vita hvernig farið hefur fyrir húsgagna- og fataiðnaðinum hér á landi. Ég er ekki í vafa um að framkvæmd áðurnefnds álits er það skynsamlegasta sem hægt er að gera. Vonandi sjá ráðamenn að þetta þarf við fleiri atvinnugreinar, það þarf oft ekki stórkostlegar ráðstafanir til að snúa til betri vegar, en verðmœta- sköpun innanlands er undirstaða bœrilegra lífskjara þjóðarinar. Ég tel mjög brýnt að menn skoði þessi mál frá öllum hliðum því að núverandi búvörusamningur er að leiða sauðfjárframleiðsluna í þrot og stefnir fjölda bænda í gjaldþrot. Þá er vægast sagt hæpið að núverandi samningur standist GATT samn- inga, þegar þeir taka gildi. Það er því eðlilegt að spurt sé Gunnar Sœmundsson. hvaða hugmyndir greinarhöfundur hefur fram að færa. Ég mun því varpa nokkrum fram, ekki síst til að koma umræðum af stað. Hugmyndir. Sett verði lágmark á heildar- greiðslumark (gólf) og verði það 8.150 tonn í sauðfé, þ.e.a.s. það sama og gilti á liðnu hausti. Sam- bærilegt verði í mjólkinni. Heimilt verði að flytja út afurðir innan greiðslumarks. þ.e.a.s. þó að þær njóti beinna greiðslna. Sett verði ákvæði um lágmarks birgða- stöðu innanlands. Greiðslumark það sem gilti á hverri jörð á liðnu hausti (1993) yrði fast greiðslumark og nefndist grunn- greiðslumark. Sett verði þak og gólf á greiðslu- mark og þar með beinar greiðslur á hvert býli. Hámarksgreiðslumark verði 500 ærg. á jörð samanlagt, þ.e.a.s. bæði í mjólk og sauðfé. Þannig yrði stuðningur ríkisins aldrei meiri á lögbýli en sem þessu svaraði. Framleiðslu umfram þetta hámark yrði að flytja úr landi. Lágmarks réttur yrði 25 ærg. Fram- leiðsla undir því ætti ekki rétt á beinum greiðslum. Þar sem skráð eru félagsbú giltu þær reglur að 500 ærg. x bændafjöldi x 80%, eða t.d. 500 x 2 = 1000 x 80% réttur yrði leyfður eða 800 ærg. Réttur sem losnar samkvæmt þessu komi í landspott. Heimtökuréttur yrði rýmkaður nokkuð frá því sem er í dag. Bændur sem orðnir eru 70 ára og eldri njóti ekki beinna greiðslna, enda verði þeim tryggður hámarks lífeyrir. Þeir geti þó haldið áfram framleiðslu, en þá einungis til út- flutnings. Framleiðsluréttur við- komandi jarða geymist þar til yngri ábúandi taki við, enda sé hann með lögheimili á viðkomandi jörð. Þannig verði hægt að geyma réttinn a.m.k. í 10 ár. Réttur sá sem þannig losnar komi inn í sameiginlegan landspott. Miðað við þetta fyrirkomulag yrði kominn nokkur réttur í landspott, nokkurs konar „fljótandi" réttur. Beinum greiðslum samkvæmt þess- um rétti yrði síðan jafnað út við lokauppgjör beinna greiðslna í des- ember mánuði. Þessi jöfnun færi fram eftir fyrirfram ákveðnu kerfi. Dœmi. Bóndi sem hefði nú t.d. 490 ærg. kæmist ekki nema í 500 ærg. há- markið, það sem ætti samkv jöfnun að fara umfram færi í landspott. Þá 84 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.