Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 39

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 39
Notendaskil gluggakerfisins eru aðalsmerki þess. Þau eru myndræn með músar- og lyklaborðsstýringu Þankar um framleiðslu- stjórnun ... Frh. afbls. 83. deilanlega jákvæð áhrif á tekjur bænda. I landbúnaðarumræðu síðustu mánaða hérlendis virðist gæta vax- andi efasemda um ágæti útfærslu okkar á magntakmörkunum í land- búnaðarframleiðslu (núgildandi kvótakerfi). Sömu sögu virðist vera að segja um kvótastjórnun í fiskveiðum og virðist margt líkt í þessu tilliti í land- búnaði og sjávarútvegi. í ljósi þeirrar samnorrænu um- ræðu sem greint er frá hér að framan mætti ætla að fráleitt sé að afnema núgildandi kvótakerfi en hins vegar nauðsynlegt að tengja það með ein- hverjum hætti sérstökum svæða- bundnum byggðastuðningi. Jafn- framt virðist óhjákvæmilegt að draga úr valdi fjármagns við flutning á kvóta milli framleiðenda, eigi næsta kynslóð að eiga möguleika f harðnandi samkeppni. Eðlilegt virðist því að á næstu mánuðum fari fram ítarleg umræða um hugsanlegar og mögulegar breytingar á framleiðslustjórnuninni og verður sú umræða að ná til grunneininga bændasamtakanna. Pað má segja að með tilkomu gluggakerfisins og útbreiðslu þess hafi „tölvulœsi“ verið gert að almenningseign. Öll framsetning er myndræn og einsleitsem gerir notendum lífið létt og tryggir að þeir geti fljótt og vel tileinkað sér tölvutækni með góðum árangri. og síðast en ekki síst eru þau stöðl- uð. Staðlaður og einsleitur glugga- kerfis hugbúnaðar hefur gert alla tölvuvinnslu og þróun hraðari og þægilegri fyrir notendur, jafnframt því að stytta þjálfunartíma notenda. Margvíslegir alþjóðlegir staðlar eru þekktir og notaðir af framleiðend- um hugbúnaðar í öllum heiminum til að gera notendaskil einsleit og sam- hæfni hugbúnaðar mögulega. Dæmi um staðla tengda Windows glugga- kerfinu eru GUI (Graphical User Interface), DDE (Dynamic Data Exchange), OLE (Object-Linking and Embedding), SAA (System Application Architecture) og CUA (Common User Access). Frægt slag- orð fyrir gluggakerfið er „Informa- tion at your Fingertips“ sem ég þýði hér sem „upplýsingar ávallt við hendina". Ferskt kjöt. Frh. afbls. 82. I síðari greininni verður fjallað um niðurstöður úr síslátrunarverkefn- inu. Heimildir: 1. Jón R. Björnsson 1980. Er framtíð í framleiðslu páskalamba? FREYR, 76: 343. 2. Sveinn Hallgrímsson 1993. Síslátrun vorlamba. Fjölrit. Bændaskólinn á Hvanneyri 1993, fjölrit 18+2 bls. 3. Nedkvitne, Jon J. 1978. Forelesninger ved undervisning i foring og stell av sau. NHL, júní 1978; 170 pp. 4. Saue, O. 1968. INSTITUTT for HUS- DYRERNÆRING, BERETNING NR. 135. 5. Svcinn Hallgrímsson 1980. Frjósemi og hagkvæmni sauðfjárræktar. ÁRSRIT RN; 76 og 77, 13-23. 6. Orskov, E.R., 1977. U.S. Feed Grains Council Confr. Paper. (frá Nedkvitne 1978). 7. Orskov, E.R., 1977. U.S. Feed Grains Council Confr. Paper. (frá Nedkvitne 1978). Fréttir frá Stéttarsambandi bœnda. Frh. afbls. 92. þannig að ekki verði hœgt að flytja inn blóm og grœnmeti frá öðrum heimsálfum ískjóli þessa samnings“. Innheimta á mótframlagi til Lífeyrissjóðs bœnda. Formaður kynnti bréf frá Lands- samtökum sláturleyfishafa, þar sem samtökin telja ekki stætt á því að innheimta mótframlag til Lífeyris- sjóðs bænda, þar sem fjármálaráð- herra hefur ekki ákveðið þann hundraðshluta af afurðaverði sem innheimta ber sem mótframlag. Með bréfinu er send greinargerð Tryggva Gunnarssonar hrl, þar sem hann skýrir út lagaforsendur málsins og lögmæti innheimtu mótframlags. Tryggingamál. Formaður kynnti beiðni frá Vá- trygginafélagi Islands um viðræður við fulltrúa SB og ósk þeirra um endurskoðun á ábyrgðartryggingum í landbúnaði. Kynnt var greinargerð frá VÍS í þessu sambandi. VÍS óskaði einnig eftir liðsinni SB við að fá bændur til að kaupa frjálsa ábyrgðartryggingu fyrir starfsfólk sitt. Stjórnin taldi mikla nauðsyn á því að skilgreind væri tryggingarþörf bænda og hvaða réttindi fylgdu þeim tryggingum sem þeir eiga kost á. Einnig er ljóst að göt eru milli trygg- inga þannig að sum atvik falla ekki undir þær tryggingar sem bændur eiga kost á. Hagfræðingi sambandsins var falið að kynna sér málið og taka saman greinargerð um það fyrir stjórn sambandsins. 3'94 - FREYR 87

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.