Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 40

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 40
Reiknað endurgjald í landbúnaði Gunnlaugur A. Júlíusson Bœndur hafa nýlega fengið bréf frá ríkisskattstjóra þar sem tilkynnt er um 1,47% hœkkun á reiknuðu endurgjaldi þeirra og maka þeirra vegna vinnu við landbúnað. Eins og allir vita sem til þekkja hefur raunverð flestra búvara farið lækkandi á liðnum árum. Einnig voru framleiðsluheimildir (greiðslu- mark) í rnjólk og kindakjötsfram- leiðslu lækkaðar sl. haust (1,0% í mjólkurframleiðslu og 9,25% í sauð- fjárræktinni). Pví var ríkisskatt- stjóra skrifað og farið fram á að ákvörðun um hækkun á reiknuðu endurgjaldi yrði dregin til baka og færð fyrir því fyrrgreind rök og vísað í lagaheimildir. Pví erindi hefur ver- ið hafnað. Þar sem margir bændur skráðu reiknað endurgjald á skattleysis- mörkum á sl. ári, þá munu þeir fara upp fyrir skattleysismörk nú, bregð- ist þeir ekki rétt við. Því er mikil- vægt að bændur endurskoði áður uppgefið reiknað endurgjald og óski eftir lækkun á reiknuðu endurgjaldi af búrekstri á þar til gerðu eyðublaði (RSK 5.11) þar sem þess gerist þörf. Það liggur frammi hjá skattstjórum og umboðsmönnum þeirra. Sérstaklega er brýnt fyrir þá bændur sem búa við eftirfarandi að- stæður að fara yfir þessi mál: 1. Bændur sem vinna eingöngu við búreksturinn og hafa reiknað sér endurgjald á skattleysismörkum. Ef þeir lækka ekki hjá sér hið reiknaða endurgjald, m.a. með hliðsjón af niðurfærslu greiðslumarks, lækk- andi raunverðs á afurðum og hækk- un á reiknuðu endurgjaldi, þá geta þeir lent í skattgreiðslu af reiknuðu endurgjaldi. Það skal tekið fram hér að gefnu tilefni að bændur þurfa ekki að reikna sér hærra endurgjald af bú- rekstrinum en sem nemur skattleys- ismörkum. Þeir greiða sama skatt- hlutfall af launum sínum og hagnaði búsins. Því er rétt undir öllum venju- legum kringumstæðum að reikna laun á skattleysismörkum og greiða síðan skatt af hagnaði ef um hann er Gunnlaugur A. Júlíusson. að ræða. Það hefur komið fyrir að skattstofur hafa reiknað bændum laun af búinu langt umfram skatt- leysismörk og bændur látið því ómótmælt sökum ókunnugleika. 2. Þeir bændur og makar þeirra, sem afla sér tekna utan bús, lenda í því að óbreyttu að reiknað endur- gjald af búrekstri hækkar umfram það sem eðlilegt er. Því nýtist skatt- kort og persónuafsláttur verr en skyldi á móti launatekjum utan búsins, sé endurgjaldið ekki fært niður í samræmi við samdrátt á greiðslumarki. Ríkisskattstjóri hefur samkvæmt beiðni haft samband við skattstjóra úti á landi og farið fram á það við þá að þeir gefi bændum rýmri tíma en gefinn var upp til að ganga frá breyt- ingum á reiknuðu endurgjaldi. Reyndar er rétt að taka það fram að hægt er að breyta því hvenær sem er á árinu. Hve hátt endurgjald eiga bœndur að relkna sér af búlnu? Viðmiðunartekjur af landbúnaði fyrir árið 1994 hafa verið ákvarðaðar af ríkisskattstjóra kr. 652.704 fyrir einstakling og 1.305.408 kr. fyrir hjón. Þessi viðmiðun er reiknuð út frá verðlagsgrundvelli fyrir mjólkur- framleiðslu og sauðfjárframleiðslu. Þar er miðað við 400 ærgilda bústofn í sauðfjárrækt (7625 kg framleiðslu) og 440 ærgilda bústofn í mjólkur- framleiðslu (79.443 lítra fram- leiðslu). Ekki þarf að reikna hærra endurgjald ef búið er stærra, en rök- styðja þarf það, t.d. með tilvísun til bústærðar, sé reiknað lægra endur- gjald. Eðlilegt er að framvísa upp- lýsingum um greiðslumark fyrir mjólk og sauðfé og taka mið af verð- lagsgrundvöllum í alifuglarækt. Á hinn bóginn vandast málið þegar kemur að garðrækt, kartöflum, svínarækt, hrossarækt, ferðaþjón- ustu og loðdýrarækt. Varðandi þess- ar búgreinar er ekki um neinar handfastar viðmiðanir um vinnu- framlag að ræða. Því verður að áætla reiknað endurgjald fyrir þessar bú- greinar. Almennt virðist ekki skynsamlegt fyrir bændur að reikna sér hærri laun af búrekstrinum en þörf er á, því að greiða þarf tryggingargjald af bú- rekstrinum af reiknuðum tekjum og uppsafnað tap fyrnist eftir 5 ár. Sér- staka aðgát þarf að hafa þegar unnin er launavinna utan bús. Skattleysis- mörk eru nú 686.724 kr. á ári (57.227 kr. á mánuði) fyrir einstak- ling og 1373.448 kr. á ári fyrir hjón (114.454 kr. á mánuði) eða hlutfalls- lega lægra eftir bústærð. Atvinnuleysisbœtur. Vegna samdráttar í landbúnaði á undanförnum árum, sérstaklega innan sauðfjárræktarinnar, er víða dulið atvinnuleysi til sveita. Búin eru víða það lítil að þau framfleyta varla meðalfjölskyldu. Fram hefur komið að oft er mis- brestur á að eiginkonu séu reiknuð laun af búinu, og því ekki greitt 88 FREYR - 3 94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.