Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 41

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 41
Búvörusamningurinn ekki sniðgenginn Ari Teitsson, héraðsráðunautur í nýfluttum sjónvarpsþætti sem nefndur var „Bóndi er bústólpi" og í umræðuþætti í sjónvarpi í framhaldi af honum var fjallað um bréf sem sent var á liðnu hausti þeim bændum sem slátra sauðfé hjá Sláturhúsi KP á Húsavík. Þar sem fram komu í nefndum þáttum dylgjur um að í bréfinu sé gildandi búvörusamningur snið- genginn er Freyr beðinn að birta umrætt bréf svo lesendur blaðsins geti sjálfir metið tilgang bréfsins og hvað í því felst: Orðsendlng til sauðfjárbœnda Kaupfélag Þingeyinga mun nú í , haust taka sauðfé af bændum til slátrunar og umsýslusölu með líkum hætti og bændum stóð til boða sl. haust. Góðar horfur eru á að ná megi 150-170 kr. skilaverði til bænda fyrir DI A í Svíþjóð og Færeyjum og einnig nokkurt magn í Efnahags- bandalagslöndum og USA. Ærkjöt gæti í umsýslu gefið allt að 40 kr. skilaverð til bænda. Hentugast virðist að bændur leggi inn allt það kjöt sem þeir þurfa að losna við en geri jafnframt umsýslu- samning sem kveður á um að allt kjöt umfram efri mörk greiðslu- marks (105%) skuli fara í umsýslu- sölu erlendis. Rétt er að benda á að með því að leggja eldri ær inn á greiðslumark og flytja í stað þess út DI A næst besta verð út úr afurðum búsins. Dæmi: Eitt ærgildi af dilkakjöti (17,67 kg) og eitt ærgildi af FIII (24,27 kg) lagt inn á mismunandi vegu (Sjá ramma). Væri í stað FIII lagt inn FI eða VI yrði munur í þessum dæmum enn meiri. Því skal að lokum ítrekað að bændur eru hvattir til að koma með allt söluhæft kjöt í sláturhús því að góðar horfur eru á að koma megi því öllu í nokkurt verð. 3. október 1993. Páll G. Arnar Ari Teitsson FIII 24,3 kglagt inn ágreiðsiumark ásamt gæru ogslátri..... ca. 3.270 kr. DIA 17,7 kglagt inn áumsýslu, gæra innlögð................. ca. 4.070 kr. Samtals ca. 6.340 kr. DIA17,7 kg lagt inn ágreiðslumark ásamt gæru ogslátri.. ca. 4.330 kr. FIII24,3kglagtinnáumsýslu,gærainnlögð...................... ca. 1.130 kr. Samtals ca. 3.460 kr. Mismunur ca. 880 kr. tryggingargjald vegna hennar. Það hefur í för með sér að eiginkonan á þá enga möguleika á atvinnuleysis- bótum, enda þótt hún hefði allar forsendur til þess að öðru leyti, t.d. ef búrekstri er alfarið hætt. Þetta er atriði sem hafa þarf í huga á tímum samdráttar og vaxandi atvinnuleysis. Það hefur komið í ljós, sem strax þótti fyrirsjáanlegt, að reglur í lög- um þeim sem sett voru sl. haust vegna greiðslu atvinnuleysisbóta til sjálfstæðra atvinnureksenda, eru það þröngar að mjög erfitt er fyrir þá bændur sem hætt hafa búskap að öðlast réttindi samkvæmt þeim. Bændur sem hafa mjög lítil bú hafa þar engin réttindi. Því hefur verið rætt um að þar sem hjón standa saman að búrekstri og búið fram- fleytir ekki þeim báðum, þá sé ann- að þeirra skráð úr vinnu hjá búinu á ákveðnum tímum ársins með þeim rökum að búið sé það lítið að það geti ekki staðið undir launagreiðsl- um til þeirra beggj allt árið. Þá er verið að tala um að annað hjónanna sé skráð í vinnu við búið á sauð- burði, við heyskap og á haustönn- um, en sé á atvinnuleysisskrá þess á milli. Þessi hugmynd hefur verið borin undir formann Atvinnuleysis- tryggingarsjóðs og sá hann ekki meinbugi á henni. Umsóknir verða að fara fyrir svokallaða úrskurðar- Æ fleiri drekka iéttmjólk og undanrennu Neysla hvers íbúa landsins á nýmjólk hefur dregist saman um 20% á árunum 1988-1992 eða að meðaltali um 4% á ári. Alls hefur neysla nýmjólkur á þessum fimm árum dregist saman um 5,8 milljónir lítra. A sama tíma hefur neysla nefnd, þannig að niðurstaða erekki í hendi, en sjálfsagt þykir að láta reyna á þennan möguleika. Rétt er að benda á að fólk sem vinnur hlutavinnu að lágmarki 425 klst. á síðustu 12 mánuðum utan heimilis, á rétt á atvinnuleysisbótum þar á milli. Sama tímaviðmiðun gild- ir við hugsanlega vinnu við bú maka. léttmjólkur og undanrennu aukist um alls 6,2 milljónir lítra. Ef aftur er miðað við meðalneyslu á hvern íbúa landsins hefur neysla á léttmjólk aukist um 50% á síðastliðnum fimm árum eða að meðaltali um 10% á hverju ári. Mjólkurfréttir MOinR 3*94 - FREYR 89

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.