Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 44

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 44
FRéTTIR FRR STÍTTRRSRIVlBflNDI BflENDfl Á fundi stjórnar Stéftarsambands bœnda 19. janúar sl. gerðist m.a. þetta: Aðilaskipti á greiðslumarki til mjólkurframleiðslu. Kynnt var bréf landbúnaðarráð- herra frá 7. janúar sl. varðandi rýmkun á ákvæðum 4. gr. reglugerð- ar nr. 313/1993 um aðilaskipti á greiðslumarki í mjólk. Reglugerðin heimilar aðilaskipti eingöngu í byrj- un verðlagsárs og byggir þar á ákvæðum búvörusamningsins. Nokkrir bændur hafa óskað eftir því að aðilaskipti verði heimiluð lengur. í bréfi ráðuneytisins kemur fram sá vilji að heimildir til aðilaskipta verði rýmkaðar. Ákveðið var að ræða við stjórn LK áður en ákvörðun verður tekin í málinu. Rögnvaldur Ólafsson skýrði frá samtali við formann LK um bréf ráðherra er varðaði viðskipti með greiðslumark í mjólk. LK mælir með erindi ráðherra. Stjórnin ræddi um hvort hér væri um stefnumarkandi tillögu eða einstakt tilvik að ræða. Hún var sammála um að hér væri um einstakt tilvik að ræða er hefði því ekki fordæmisgildi. Stjórnin samþykkti eftirfarandi: „Stjórn SB hefur fjallað um bréf landbúnaðarráðuneytis, dags. 7.1. 1994, þar sem óskað er eftir að Stétt- arsamband bænda samþykki breyt- ingar á reglugerð nr. 313/1993. Breytingin felst í að heimila aðila- skipti að greiðslumarki á yfirstand- andi verðlagsári, t.d. til 1. apríl nk. Stjórnin gerir ekki athugasemdir við að reglugerðinni verði breytt á þann veg að aðilaskipti með greiðslu- mark verði heimilað á tímabilinu 20.1. - 1.3. 1994, með gildistöku í fyrsta lagi þegar samningurinn berst Framleiðsluráði til staðfestingar. Forkaupsréttarákvœði verði í gildi óbreytt". Fjórir greiddu tillögunni atkvæði, einn greiddi atkvæði á móti og þrír sátu hjá. Hörður Harðarson gerði grein fyrir atkvæði sínu og kvað afstöðu LK ráða miklu um að hann greiddi atkvæði með tillögunni. Birkir Friðbertsson gerði grein fyrir andstöðu sinni við samþykkt- inni og nefndi m.a. að aðalfundur SB hafi útilokað breytingar í þessa átt fyrr en eftir 1. sept. 1994. Staða garðyrkjunnar. Til fundarins mættu Kjartan Ólafsson, formaður Sambands garð- yrkjubænda, og Sigurður Þráinsson, stjórnarmaður sambandsins. Kjartan ræddi stöðu greinarinnar í sambandi við EES-samningana, svo og önnur atriði sem máli skiptu í því sambandi. Hann dreifði upplýsinga- bæklingum um garðyrkjuna, þar sem m.a. kemurfram yfirlit um áhrif EES-samningsins. Sigurður lýsti því sem hefur gerst í kjölfar innflutnings á blómum, en áhrif innfluttra nellikna eru þegar vel merkjanleg. Hann sagði að betri reynsla fengist á þau eftir bóndadag- inn þar sem sala blóma er þá að öllu jöfnu mikil. Hann fór að síðustu yfir þau atriði til úrbóta fyrir greinina, sem Samband garðyrkjubænda hef- ur lagt áherslu á í viðræðum við landbúnaðarráðherra. Þau eru lækkun raforkuverðs, niðurfelling innflutningsgjalda af erlendum að- föngum, endurskoðun sjóðagjalda og endurgreiðsla söluskatts af bygg- ingum. Þeir Kjartan og Sigurður fjölluðu síðan nokkuð um stöðu greinarinnar í heild og þær aðgerðir sem nauðsyn- legar eru. í fyrsta lagi þarf að bregð- ast við núverandi ástandi með ákveðnum skammtímaaðgerðum og í öðru lagi þarf að marka langtíma- stefnu fyrir greinina. Þegar er farið að ræða stefnumörkun fyrir greinina til a.m.k. aldamóta, þannig að staða hennar yrði skýrari og bændur hefðu ákveðin markmið til að stefna að. Að lokum var rætt um tengsl garð- yrkjunnar við stjórn Stéttarsam- bandsins og félagskerfið að öðru leyti og hvernig mætti bæta þau. Stjórn SB samþykkti eftirfarandi ályktun í þessu sambandi: „Garðyrkja á íslandi stendur nú á miklum tímamótum. Með tilkomu EES samningsins og sérstaks samn- ings tengdum honum um tollfrjálsan innflutning garðyrkjuafurða, er greinin sett í beina samkeppni við tollfrjálsar erlendar vörur á ákveðti- um tímum ársins. Með tæknifram- förum hafa garðyrkjubændur lengt framleiðslutíma gróðurhúsanna og geta þeir nú framleitt blóm og ýmsar matjurtir allt árið með notkun raf- Ijósa. Þannig eru þau tímamörk um framleiðslutímann orðin úrelt, sem í gildi voru þegar samið var um “Cohisionslistann", eins ogþáþegar var orðið fyrirsjáanlegt. Einnig er rétt að benda á i þessu sambandi að um “Cohisionslistann“ var samið til að örva hagvöxt á Spáni og Portúgal, en hingað til hefur stór hluti þeirra ylrœktarafurða sem fluttar eru til landsins í samkeppni við innlenda framleiðslu, komið frá Hollandi. Það vekur athygli í þessu sam- bandi að aðrar Norðurlandaþjóðir innan EFTA sömdu ekki um toll- frjálsan innflutning helstu gróður- húsaafurða sinna í samningum við EB, eins og gert var hérlendis. Þannig er stöðu íslenskra garðyrkju- bœnda raskað mun áþreifanlegar með þessum samningum en stöðu stéttarbræðra þeirra á Norðurlönd- um. íþvísambandi er réttað benda á að garðyrkjubœndur innan EB njóta verulegs stuðnings til rekstrar ogfjár- festinga úr sjóðum Evrópubanda- lagsins. Það er því krafa SB að stjórnvöld beiti sér fyrir nauðsynlegum aðgerð- um til að bœta samkeppnisstöðu yl- rœktarinnar, þannig að greinin eigi möguleika á að standast samkeppni við tollfrjálsan innflutning. Má þar til dæmis nefna niðurfellingu tolla og vörugjalda af erlendum aðföngum, lœkkun raforkuverðs til greinarinn- ar, endurskoðun sjóðagjalda og nið- urfellingu á söluskatti og tollum vegna eldri fjárfestinga hjá greininni. Jafnframt krefst Stéttarsamband bænda þess að stjórnvöld leggi á það þunga áherslu við tollayfirvöld að krafist verði upprunavottorða vegna þeirra vara semfluttar eru til landsins á forsendum „Cohisionslistans Frh. á bls. 87. 92 FREYR - 3*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.