Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 45

Freyr - 01.02.1994, Blaðsíða 45
iN3UdStjOONI31S Sjö nýir traktorar frá CASE IH Á stóru búvélasýningunni Agritechnica í Frankfurt nú rétt fyrir jólin kynntu Case verksmiðjurnar hina nýju 3200/4200 traktora. Nýju traktoramir eru byggðir á reynslu sem svokallaðir Magnum og Maxxum traktorar hafa skapað og koma í stærðarflokki þar undir. Traktorar þessir eru kröftugir, léttir og liprir og í eftirsóttum stærðum. Að baki hönnunar á 3200/4200 ligg- ur ítarleg könnun og úttekt hjá bænd- um og þjónustuaðilum til þess að kröfum þeirra sé mætt. Vökvakerfið Vökvadælan er knúin í gegnum kassann og vinnuþrýstingur er upp á Gírskipting í hœgri hendi, alsamhœfð, létl og lipur, og hnapparofi fyrir power skiptingu. Stjórnbúnaöur og skiptingar eru hyggðar á Maxxum skipulaginu, allt í stjórnborði hœgra megin, stuttar og léttar hreyfingar. Þriggja og fjögurra strokka dísel 3200 traktoramir em þrenns konar, þriggja strokka, þ.e. 3210 (45 hö/33 kW) og 3220 (52 hö/38 kW) og fjög- urra strokka 3230 (60 hö/43 kW). Allir 4200 traktoramir eru fjögurra strokka: 4210 (70 hö/53 kW), 4220 (77 hö/56 kW), 4230 (82/60 kW) og turbo útgáfan 4240 (90 hö/66 kW). Mótoramir em allir framleiddir af Case IH og eru með inndregna bygg- ingu og skarpan beygjuradíus, 3,76 m og 4,01 m með stýrishalla 50 gráðu og sveigjuhalla 12 gráðu. Öxulbil á þriggja strokka gerð er 2,13 m og fjögurra strokka 2,24 m. Gírkassar alsamhœfðir Um er að velja 5 gerðir alsamhæfðra gírkassa, 4200 með 16 + 8, 40 km/klst. eða 30 km/klst. í 3200, svo og vendigír 8 + 8 og loks 8 + 4 útgáfu eða 16 + 8 súper skriðgírsútgáfa með hraða niður fyrir 300 m/klst. á fullum snúningi. Sérstök alúð hefur verið lögð við hönnun á gírbúnaðinum með tilliti til hraðastigs og ferðahraða og skipting- in er lipur hægri handar á gír og drif. Allir traktoramir eru fáanlegir með hvort sem er afturdrif eða alhjóladrif. Einnig er bæði mismunadrifslás og alhjóladrif tengt með vökvaafli með því að þrýsta á hnapp. Um er að velja vinnudrifshraða 540/750 eða 540/- 1000 snúninga/mín. sem tengist í gegnum fjölplötutengsl. 4200 með XL-húsi og 3200 með L-húsi 180. Vökvaafköstin eru allt að 68 1/mín. og tengimöguleikar vel út- færðir. Lyftiafl er upp á 23-32,8 kN, eða töluvert hærra en á eldri gerðum. Aölaöandi aðbúnaöur Við hönnun á nýju traktorunum var lögð áhersla á þægindi og aðlaðandi vinnuaðstæður. Þetta kemur fram í staðsetningu og gerð sætis með til- heyrandi búnaði, stjóm- og stöðu- búnaði í hendi sem í sjónmáli, auk útsýnis allan vinnuhringinn. Aðalhúsgerðir eru tvær, svokölluð XL hús og lágbyggt hús L með þak- útsýni. Alls em þetta því sjö nýjar stærðir. Þessar nýju vélar eru væntanlegar með vorinu. (Fréttatilkynning frá Vélttm og þjón- ustu hf)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.