Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 2

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 2
 Við slátt Jóhannes Benjamínsson frá Hallkelsstöðum. Heimaslóðir heilsa gesti Fyrir lífsins björg að berjast Ljóssins bylgjur Ijúfar fylla hér skal starfið þreytt. brösótt löngum var, lífsins nægtabrunn. Gras ég slæ á víðum velli, þegar unnu hörðum höndum Upprunans ég aftur leita, verkið sækist greitt. hetjur fortíðar, á hér tryggan grunn, Hér var áður mýri og mói, keisara og Guði greiddu þegar huga hressing veita - margt er orðið breytt. gjaldið, sem þeim bar. handtök gamalkunn. Þannig tæknin læðing leysir, Oft er torvelt mjög að meta Stráin falla, stækkar teigur, léttir dagsins strit. mun á kostum tveim. stundir líða fljótt. Margan getur mildað vanda Sumir hafa á heimaslóðum Auðsveip vélin hamrömm hlýðir mannlegt hyggjuvit, hlotið gull og seim. hverju boði skjótt. fái þjóðin frið og landið önnur miðin aðrir sækja, Hugur reikar, birtan breytist, færir sér í nyt. - einn er ég af þeim. blærinn andar rótt. Náms- og kynnisferð um lífrœnan landbúnað til Svíþjóðar 14. til 21. júní 1994 Á vegum „Basndaferða** verður farin ferð til Svíþjóðar dagana 14. til 21. júní nk. Megin tilgangur ferðarinnar verður að kynnast því hvemig sænskir bændur hafa breytt frá hefðbundnum búskap yfir í lífræna framleiðslu. Margir bændur sem stunda líf- rænan búskap verða heimsóttir, ennfremur verður tilraunastarf- semi á vegum Landbúnaðarhá- skólans í Ultuna í lífrænni ræktun skoðuð og kynnt. Þá mun verða gist á Járna þar sem eru höfuð- stöðvar þeirra sem aðhyllast líf- ræna ræktun og neyta nær ein- göngu lífrænt ræktaðrar fæðu. Þar er búskapur stundaður og þátttak- endum mun gefast tækifæri til að kynnast honum all náið og h'fs- speki íbúanna. Hvergi í Vestur- Evrópu hefur verið lögð önnur eins áhersla á að auka framboð á lífrænum búvömm eins og í Sví- þjóð. Þar hafa bændasamtökin mótað ákveðna stefnu í lífrænni ræktun og stutt þá bændur sérstaklega sem breyta yfír í þá ræktunarað- ferð. Þar sem lífrænn búskapur og vistvænn hafa verið mikið til um- ræðu að undanfömu, er tímabært fyrir þá bændur sem hafa hug á að breyta búskaparháttum að kynn- ast því hvemig aðrir hafa borið sig að. Reynt verður að halda ferða- kostnaði í lágmarki. Eins og er má gera ráð fyrir því að þátttökugjald verði kr. 48.500 á mann, miðað við gistingu í 2ja manna herbergj- um og öllum akstri innan Svíþjóð- ar. Þá er að sjálfsögðu inni í þess- ari upphæð flug, skattar og farar- stjóm. Bœndaferð til Þýskalands og Ítalíu 26. júnf til 10. júlí Þar sem löngu er orðið uppselt í bændaferð til Mið-Evrópu í júní nk., hefur verið ákveðið að efna til hliðstæðrar ferðar að lokinni fyrri ferðinni. Þó er hún aðeins frá- bmgðin hinni, því nú verður gist á tveim stöðum. Fyrri vikuna verð- ur gist í bænum Riva við Garda- vatn á Ítalíu en síðari vikuna verður gist íbúðahótelinu í St. Englmar í Bæjaralandi. Farnar verða ferðir út frá gisti- stöðum, m.a. til Feneyja, Verona og um Suður-Tyrol og í seinni vikunni verður farið til Prag, Passau, Regensburg og Salzburg. Ennfremur verða bændur heim- sóttir. Aðeins er hægt að taka 47 þátttakendur í þessa ferð. Hafið samband við Agnar eða Halldóru hjá Stéttarsambandi bænda, ef þið hafið áhuga á þátt- töku eða óskið eftir nánari upplýs- ingum. Sími hjá bændasamtökun- um er 91 630300. (Fréttatilkynning)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.