Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 6

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 6
FRÓ RITSTJÓRN Samstaða bœnda fyrir öllu Búnaðarþing 1994 stóð dagana 28. febrúar til 9. mars sl. og afgreiddi 42 mál með 39 ályktunum. Með breytingu á samþykktum Búnaðarfélags íslands í upphafi þings, sátu nú í fyrsta sinn tveir fulltrúar frá Stéttarsambandi bænda á Búnaðarþingi. Mikilvægasta málið sem þingið fjallaði um var álit nefndar Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda sem unnið hefur að því að sameina þessi tvenn meginsamtök bænda. Fól þingið stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna áfram að málinu, og jafnframt að kynna það búnaðarsamböndum og bú- greinafélögum og kanna sjónarmið þeirra á því. Ennfremur að gera sér grein fyrir hver fjárhagslegur hagur yrði af sameiningu og kanna skoðanir bænda á henni að lokinni rækilegri kynningu meðal þeirra. Lagt var til að sú skoðanakönnun fari fram um leið og sveitarstjórnarkosningar í vor. Þingið vill að jafnan verði haft samband við stjórnvöld um framgang málsins, t.d. varðandi endurskoðun ýmissa laga sem af breytingunni leiða. í þingslitaræðu sinni sagði Jón Helgason forseti Búnaðarþings og formaður Búnaðarfé- lags íslands að samstaða bænda væri eina úrræðið, ætluðu þeir að lifa af. Mikilvæg mál brenna nú á bændum, stórkostleg tekjuskerð- ing þeirra undanfarin misseri krefst skjótra viðbragða til að afstýra óbætanlegu tjóni og vandræðum. Markmiðið með sameiningunni er að ná bændum saman, og af þeim samþykkt- um sem stjórn Búnaðarfélagsins hefur borist, má ráða að það sé almennur vilji fyrir því að sameina Búnaðarfélagið og Stéttarsamband- ið. „Það virðist alltaf vera að koma betur og betur í ljós hve mikilvægt það er að bændur standi saman og það er auðvitað gömul og ný reynsla hér á landi“, sagði Jón Helgason. Vegna hinna erlendu viðskiptasamninga er komið í ljós, betur en nokkru sinni, að bænd- um er það lífsnauðsyn að standa vel saman, þar sem við framkvæmd þessara samninga eru sameiginleg hagsmunamál, sem geta skipt sköpum fyrir allar búgreinar. Pess hefur verið farið á leit við landbúnaðar- ráðherra að hann vinni með bændasamtökun- um að því að leysa vanda bænda. Búnaðarþing horfði til framtíðar og reyndi að átta sig á þeim úrræðum sem þar eru vænleg og nýtileg. Framfarir hafa orðið miklar í bú- rekstri undanfarin ár með samstarfi bænda og ráðunauta og Búnaðarþing taldi að ekki mætti skerða leiðbeiningaþjónustuna, þvert á móti yrði að bæta hana eins og unnt væri til að sigrast á núverandi erfiðleikum, með ráðgjöf í kynbótum, ræktun og rekstri búanna. Þar væri m.a. hægt að nota tölvubókhald sem bændur hafa nýtt sér í vaxandi mæli. Almenningur í þéttbýlum iðnaðarlöndum verður nú sífellt meðvitaðri um þá hættu sem liggur í leyni svo að segja hvar sem er, í menguðu lofti, jörð, vatni og mat og ógnar allri tilveru. Hafa samtök íslenskra bænda myndað samstarfshóp til að kanna og kynna fram- leiðslu á vistvænum búvörum og þá kosti sem íslenskar sveitir hafa sem hollt umhverfi. Hér kunna að vera óvæntir úrkostir ef vel er að verkistaðið. Búnaðarþing lagði áherslu á að til þess að það starf gæti orðið markvisst, yrðu stjórnvöld að marka einhlíta stefnu um hvern hlut það ætlaði landbúnaðinum. Búnaðarþing lagði jafnframt áherslu á að bændur yrðu sjálfir að gera sitt ýtrasta til að bæta afkomu sína og benti þar sérstaklega á það óviðunandi ástand sem ríkt hefur á kjöt- markaðnum. Ef bændur taka sameiningarmálinu vel, verður síðsumars boðað til auka Búnaðarþings til þess að ljúka málinu. Nefnd sú sem unnið hefur að sameiningunni leggur jafnframt til að endanlegar tillögur um hana verði lagðar fyrir aðalfund Stéttarsambands bænda á hausti komanda. Aðalfundur hins nýja félags er Frh. á bls. 196. 190 FREYR - 6*9A

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.