Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 11
Hnapphelda. miklu meira af lopavöru Heldur en gert er. /þessari verslun til dœmis? Já, ef meira úrval væri fyrir hendi. Pað á ekkert að sjást af lopavörum nema það sem er vel hannað og það sem beinlínis dregur ferðamanninn inn í peysuna, ef svo má segja. Finnst þér mynstrin vera stöðnuð? Ekki kannski mynstrin, en hönn- un peysunnar og litaval. Við þurfum öðrum þræði sterkari liti á þessa vöru heldur en við höfum haft og á hinn bóginn að nýta náttúrulega lit- inn miklu meira en við gerum. Það er til markaður fyrir fleira en lopa- peysur, til dæmis lopahúfur, hárbönd o.fl., og verðið er mun betra og vinnulaun tvímælalaust mun betri fyrir þá vöru. Við seljum hérna nokkur hundruð lopapeysur á hverju sumri og ég held að við höfum sæmilega tilfinningu fyrir markaðnum. Meðal vara sem voru á boðstóln- um í veitinga- og söluskálanum voru hnappheldur sem Guðjón Jónsson á Flatey á Mýrum býr til og þær seljast mjög vel. - Það sem þarna skiptir sköpum, segir Fjölnir, er að þetta er náttúrlegt og ósvikið. Það fyrsta sem fólk spyr um er: Til hvers er þetta?, og því er sagt það að sjálfsögðu, að þetta sé hnapphelda og við sýnum þeim stundum til hvers hún er not- 6*94 - FREYR195 Viðskipti voru fjörug í búðinni. félagsbú á nokkrum þeirra en annars yfirleitt einbýli. Síðan 1986 hafa sex jarðir farið í eyði í sveitinni. Það hefur verið dálítill áhugi og umræða um atvinnumál í héraðinu, segir Þorbjörg, ekki síst í tengslum við þessa ferðaþjónustu og sölu á vörum til ferðamanna, en hins vegar eru þau mál skammt á veg komin. Það vantar kannski að fólk þjappi sér betur saman og geri einhverja alvöru úr því sem það er að hugsa, en hins vegar er fólk að þreifa sig áfram og það er þó alltaf byrjunin. Fjölnir: Það sem ég var ósáttastur við í sambandi við þá atvinnumögu- leika sem skapast við ferðaþjónust- una er að fólk skuli ekki byggja á þeim markaði og þeirri þekkingu sem fyrir er hér. Fólk er að huga að nýjum möguleikum, á sama tíma vill gleymast að nýta þann kost sem fyrir var. Það á sérstaklega við um lopa- vöruna. Hvað vildir þú láta gera? Ég mundi vilja láta hanna ný mynstur sem kæmu að mestu í stað þeirra sem fyrir eru og aðstoða fólk- ið við að ná meiri afköstum við að framleiða þessa vöru, aðstoða það við að afla sér hráefnis, koma fram- leiðslunni í gegnum skattakerfið og í eðlilegan rekstur. Það er flókið fyr- irbrigði, mjög til trafala og dregur kjark úr fólki. Það er hægt að selja Nýr ferðamannahópur býr sig undir siglingu út á lónið með bátnum Helgu Kötlu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.