Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 13
KflRTÖFlURflEKT II Kartöfluafbrigði Magnús Óskarsson, Hvanneyri Á nœstunni er líklegt að íslenskir kartöflubœndur lendi í harðri samkeppni við útlenda bœndur. Það verður erfið orusta, m.a. vegna þess að í flestum löndum Evrópu er auðvelt að fá miklu meiri uppskeru af kartöflum af sama flatarmáli en á íslandi. En stríðið er ekki tapað, því að ýmislegt er íslenskum bœndum í hag. Magnús Óskarsson. Gömlu góðu afbrigðin. Helsta von íslenskra kartöflu- bænda er að framleiða kartöflur, sem neytendur sækjast eftir, jafnvel þó að þær innlendu verði dýrari. Það er því höfuðnauðsyn að bændur vandi framleiðsluna. Líklega vilja flestir íslendingar heldur gömlu kartöfluafbrigðin; Rauðar íslenskar, Gullauga og Helgu, en aðra kartöflur og það er hagur bænda að verða við þeim óskum. Þetta er að því leyti auðveld- ara en áður, að hjá Rannsóknastofn- un landbúnaðarins hefur tekist að hreinsa sjúkdóma úr þessum af- brigðum með vefjaræktun ( Ólafur G. Vagnsson og Sigurgeir Ólafsson, 1992). Á Norðurlöndum hafa frá gamalli tíð varðveist afbrigði, eins og Rauð- ar íslenskar og Gullauga, sem að uppruna er úr heimkynnum kartaflnanna í Ameríku og lærðir kynbótamenn hafa ekki mótað. Kartaflan (Solanum tuberosum) kom fyrst til Evrópu á 16. öld og til íslands upp úr miðri 18. öld. í>að veit enginn hvort Rauðar íslenskar eru afkomendur kartaflnanna sem Björn í Sauðlauksdal og Hastfer barón fluttu til landsins 1758 eða ’59, en það er ekki ólíklegt. Eins og áður segir telja flestir gömlu afbrigðin vera góðar matarkartöflur, enda eru þær árangur úrvals sem staðið hefur í mörg hundruð ár, fyrst í Andes- fjöllum og síðar í Evrópu. Norræni genbankinn hefur skrásett yfir 200 slík afbrigði. L. Roer ( 1992 ) telur líklegt að unnt verði að fá hærra verð fyrir kartöflur af þessum gömlu af- brigðum. Ástæðan er sú að nú á tímum þvinga kynbótamenn erfða- vísum úr skyldum tegundum inn í ný afbrigði af kartöflum, aðallega til að auka mótstöðuafl þeirra gegn sjúkdómum. Hugsanlega spillir þessi tegundablöndun bragðgæðum, enda telja margir að nýju afbrigðin hafi ekki hið rétta kartöflubragð. Hér á íslandi hafa áratugum sam- an verið gerðar tilraunir með fjölda afbrigða. Gullauga og Rauðar ís- lenskar hafa samt sem áður lengi verið algengustu afbrigðin og eru það enn. Það er vegna þess að neyt- endur óska ekki eftir breytingum. Síðustu áratugina hafa Helga, Bintje og Premiere haft nokkra markaðs- hlutdeild. Á Hvanneyri hafa verið gerðar tilraunir með kartöfluafbrigði um nokkurra ára skeið, þó að aldrei hafi sú starfsemi verið umfangsmikil. Verður hér gerð grein fyrir nokkrum afbrigðum, sem reynd hafa verið og ætla má að séu áhugaverð fyrir kart- öfluræktendur. Umsögn um kartöfluafbrigði. Rauðar íslenskar hafa ef til vill Kartöflur undir plasti á Hvanneyri. (Ljósm. M.Ó.). 6*94 - FREYR197

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.