Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 14
Rauöar íslenskar 0,15 0,12 0,10 Rými m2 80 70 Gullauga ■ Undir25g □ 26-40 g H 41-60g 11 yfir 60 g Flokkun kartaflna sem rœktaðar voru undir plasti árin 1979 og 1980. þeirri kartöflu kom ný stöngulrengla og önnur kartafla eða nýr stöngull með blöðum ofanjarðar. Þetta varð til þess að smælki varð mikið, ef miðað er við önnur afbrigði sama ár. Annars stigs vöxturinn var mestur þar sem mest var borið á. I góðum árum blómguðust kartöflujurtirnar. Gullauga er gamalt norskt eða sænskt afbrigði af óþekktum upp- runa. í Norður-Noregi er það talið hálfseinvaxið afbrigði (Volden, B. 1990). Jón Guðmundsson og Sigur- geir Ólafsson sögðu 1978: „Arið 1930 fékk Klemenz Kr. Kristjáns- son, tilraunastjóri, kartöfluafbrigð- ið Gullauga sent frá Holti við Tromsö í Noregi. Gullauga hlaut fljótlega vinsældir og hefur hún æ síðan verið talin einhver besta mat- arkartaflan.'1 Oftast hefur Gullauga gefið meiri verið ræktaðar á íslandi frá því á 18. öld. I góðum árum er uppskeru- magnið viðunandi, en ætíð er mikið af smælki. I lélegum árum hefur uppskeran reynst lítil. Kartöflurnar eru bragðgóðar og þurrefnismagn í þeim er venjulega yfir 20%. Kart- öflugrasið er hávaxið og tekur tölu- vert á sig í veðrum. Það er erfitt að taka kartöflurnar upp, vegna þess hvað stöngulrenglurnar eru langar og kartöflurnar liggja því langt frá móðurinni. Eftir athugunum að dæma kemur fjölda stöngla frá hverri móðurkartöflu. Það veldur því að kartöflur undir hverju grasi verða margar og smáar. Árið 1987 var uppskera mikil, en þá bar töluvert á annars stigs vexti hjá Rauðum íslenskum. Þetta lýsti sér þannig að á enda stöngulrenglu óx kartafla á venjulegan hátt, en frá uppskeru en Rauðar íslenskar og mun minna hefur verið af smælki. Líklega eru yfirburðir Gullauga meiri í lélegum árum. Það koma allmargir stönglar frá hverri móður- kartöflu. í bragðprófunum, sem gerðar voru á Hvanneyri, voru Rauðar íslenskar settar skör hærra sem matarkartöflur en Gullauga, þó að ekki væri mikill munur á þurrefn- ismagni. Helga hefur nokkuð örugglega myndast við stökkbreytingu úr Gullauga í Unnarholtskoti í Hruna- mannahreppi og ef til vill víðar. Af- brigðið ber nafn Helgu Gísladóttur, sem var húsfreyja f Unnarholtskoti upp úr 1930. Helga hefur haft næmt auga fyrir plöntum, þess vegna hefir hún tekið eftir stökkbreyttum kart- öflum í garði sínum og varðveitt þær. Helga er í mörgum ritum rang- lega sögð Filippusdóttir. Flestir eig- inleikar Helgu kartaflna eru svipaðir og eiginleikar Gullauga. Ræktun á Rauðum íslenskum, Gullauga og Helgu fylgja vandamál, svo sem að þessi afbrigði eru næm fyrir sjúkdómum og Gullauga og Helga þola illa hnjask. Bintje er kynbætt hollenskt af- brigði, sem kom á markað um síð- ustu aldamót og er enn mjög vinsælt víða í Evrópu. I því eru ekki erfða- vísar úr öðrum jurtum. Á Hvanneyri gaf afbrigðið meiri uppskeru en Rauðar íslenskar bæði í góðum og lélegum sprettuárum. Bintje kart- öflurnar flokkuðust betur en bæði Rauðar og Gullauga, það er að segja meira af Bintje kartöflunum voru söluhæfar. Hins vegar hafa Rauðar og Gullauga þótt bragðbetri en Bin- tje. Á súluritinu sést að stærðardreif- ingin á Bintje kartöflum hefur verið hentug fyrir markaðinn. Mikill hluti uppskerunnar af Gullauga og Rauð- 198 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.