Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 16
Um ullarniðurgreiðslur í Bandaríkjunum Hvernig líta aðrir á okkur, spyrja Bandaríkjamenn Sveinn Hallgrímsson „Hvernig líta aðrir á okkur?", hljóðaði fyrirsögn á grein í bandaríska tímaritinu SHEEP MAGAZINE í október sl. í greininni, sem er endurprentun á grein úr THE WASHINGTON POST, segir frá heimsókn blaðamanns í þorpið Rocksprings í Edwardshéraði í Texas. Sveinn Hallgrímsson. Greinin snýst í raun um svokallaðar ullarniðurgreiðslur í landi frelsisins, Bandaríkjunum. Mér virðist að blaðamaðuririn heimsæki þetta þorp af tveimur meginástæðum: 1) Þarna er um einhliða atvinnu- starfsemi, ullarframleiðslu að ræða; 2) íbúar héraðsins og þorpið er orðið háð ullarpeningum frá ríkinu. Hér er rétt strax í upphafi að taka fram að ullin í þessu héraði kemur ekki af sauðkindum, heldur af geit- um. Mér finnst greinin eiga erindi til1 lesenda Freys, m.a. þar sem hún sýnir að niðurgreiðslur og styrkir hafa verið við lýði víðar en á íslandi og það voru mismunandi rök, sem í upphafi réðu því að til styrkjanna var gripið. Framlelðsla mohalr. Fáir staðir í USA virðast eins óháðir og langt frá Washington eins og þetta þorp, staðsett í klettóttu og hrjóstrugu suðvesturhorni Texas. Það sem allt snýst um hér, er ræktun Angora geita og þar með framleiðsla mohair ullar. Nýjasta byggingin í bænum er lagerhús fyrir pakkaða mohair ull. íþróttalið menntaskól- ans hér er kallað Angórurnar. Enda þótt allt sýnist hér óháð Washington er ekki svo þegar betur er að gáð. Landbúnaðarráðuneyti alríkis- stjórnarinnar (U.S. Dept. of Agric.) er með skrifstofu við aðalgötuna. Pangað fara bændurnir til að ná í (pick up) ávísunina frá alríkisstjórn- inni sem þeir fá fyrir að framleiða þessa lúxusvöru, angóraull. „Án niðurgreiðslna frá ríkinu væri Rock- springs ekki annað en nafn á landa- bréfi, nær öll starfsemi hyrfi“, segir einn starfsmaður ráðuneytisins. Á síðasta ári gaf þessi litla skrifstofa út ávísanir að upphæð samtals $5,2 milljónir í mohair- og ullarniður- greiðslur til fólks í héraðinu fyrir árið 1991. Þeir tíu hæstu fengu frá $90 þúsund upp í $340 þúsund (frá 6,5 millj. til 24,5 millj. ísl. kr.). Væri heildarupphæðinni deildt á allar fjölskyldur í hreppnum fengi hver að meðaltali 6532 dollara, eða sem samsvarar 470.304 ísl. kr. á hverja fjölskyldu. Rétta við hallann á ríkissjóðl Enda þótt ullarniðurgreiðslur séu aðeins $180 millj. (eða 13 milljarðar kr.) í USA skiptir þessi upphæð máli þegar halli ríkissjóðs er mikill. Eins og allir vita er erfitt að hætta við eitthvað sem einu sinni hefur verið komið á. Ullarniðurgreiðslur hafa verið verið við lýði í 39 ár (Wool Act) í núverandi mynd. Enda þótt 200 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.