Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 17
Angórageitur í Rockspring í Texas. ýmsir þjóðfélagshópar og opinberir aðilar hafi lengi bent á að leggja bæri niður þessar niðurgreiðslur, lifði styrkurinn af í síðustu fjárlögum enda þótt Clinton forseti legði til að hann væri skorinn niður mun meira en gert var. Sumir hér halda því fram að hér sé um að ræða skólabókar- dæmi um að sérhagsmunir séu teknir fram yfir almenna hagsmuni. Aðrir halda hinu gagnstæða fram. The National Wool Act. Lögin um ullarniðurgreiðslur, „The National Wool Act“ frá 1954 eiga rætur að rekja til heimsstyrjald- arinnar síðari. Hermenn þurftu að klæðast ullarfatnaði til að krókna ekki úr kulda úti í köldum veðrum, og bandaríska alríkisstjómin taldi nauðsynlegt að tryggja framboð af ull og ábyrgðist lágmarksverð til ull- arframleiðenda. Reyndar átti ein- göngu að greiða niður ull, en í fram- kvæmd varð „lúxusvaran mohair“ að ull, að sjálfsögðu. Eftir stríð féll ullarverð enn frekar, og voru þá áðurnefnd lög sett, og jafnframt lagður á verndartollur. Þetta er reyndar eitt af því sem nefnt var „jákvætt“ að „ullarpeningarnir koma ekki frá skattgreiðendum“ heldur af tollum, enda þótt þar sem annars staðar séu uppi mismundandi skoðanir. Texas í sérflokkl. Hér að framan var sagt frá Rock- springs og héraðinu þar í kring. Texas er eitt mesta ullarríkið í USA og hvað framleiðslu angóraullar varðar eru þeir með tæp 90% af mohair framleiðslunni, og fá styrki í samræmi við það. Reyndar er styrk- urinn hærri á ull sem selst hærra verði, þ.e.a.s. styrkurinn hækkar eftir því sem gæðin batna. A árinu 1992 fékk Texas 86% af mohair nið- urgreislunum, en „aðeins“ 26% af ullarniðurgreiðslunum í heild. 1990 var „besta ullarárið“. Pá greiddi stjórnin að meðaltali $3,87 í styrk fyrir hvern $1,00 í söluverðmæti mohair. Með öðrum orðum 387% styrk á mohairframleiðsluna. Clinton vlll afnema styrkina. Já, auðvitað vill hann það, m.a. til Tafla 1. Fjöldi angóragelta, angóra ullarframlelðsla, USA. Ára- bil Geitur fjöldi, þús. Framleiðsla, tonn á geit, kg 1931-35 3.295 6.200 2,0 1936-40 3.743 6.841 2,1 1941-45 3.720 8.401 2,3 1946-50 2.928 6.824 2,4 1951-55 2.375 6.033 2,5 1956-60 3.319 9.391 2,8 1961-65 4.134 12.762 3,0 1966-70 3.565 10.747 3,0 1971-75 1.510 4.718 3,1 1976-80 1.204 3.878 3,2 1981-85 1.428 5.321 3,5 1986-90 2.000 7.898 3,5 1991 1.930 7.430 3,3 1992 2.030 8.091 3,5 að minnka fjárlagahallann. Eitt af því sem hann iagði til var að há- marksgreiðsla til einstaklings yrði $50.000 á árinu 1994. Niðurstaðan varð sú að hámarkið var sett $250.000 á einstakling - bú. Sumir hafa kallað þessa styrki styrki til rfka mannsins. Rét er að minna á að stærstu bændurnir eru með fjölda manns í vinnu. Jafnframt samþykkti Þingið að minnka ullarstyrkina á næstu árum. Sterkustu rökin fyrir að halda áfram að greiða niður ull er að 10.000 angóra framleiðendur og 101 þús. sauðfjárbændur eru orðnir háð- ir þessum styrkjum. „Það er ekki hægt að afnema þessa styrki með einu pennastriki, þegar þjóðfélagið er búið í áratugi að lýsa þeim vilja sínum að þessi framleiðsla haldi áfrarn." Formældendur styrkjanna (í Þinginu) segja einnig: „Það er áfram þörf fyrir ull í landi sem vill ómengað umhverfi". Ef við látum sauðfjár- og geitfjárræktina deyja út, verður erfitt að endurvekja hana. í sumum héruðum myndi afnám styrkjanna þýða eyðingu byggðar. Glen Varga, mohair-bóndi í áður- nefndu héraði segir: „Áttatíu prósent bænda myndu hætta eða fara á hausinn" yrðu ullarstyrkir af- numdir. Hann á við mohair-bændur. Talið er að fjárbændur stæðu sig betur, en 70% tekna þeirra koma frá kjötinu. Hlutföllin eru þó breytileg. Sumir hafa upp í 70% tekna sinna af ullinni. Frh. á bls. 203. 6*94 - FREYR 201

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.