Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 18
Sýna þarf aðgát við tœmingu mykjukjallara Magnús Sigsteinsson, forstöðumaður Byggingaþjónustu Búnaðarfélags íslands Þegar verið er að hrœra í mykjukjallara undir gripahúsi og keyra út fljótandi mykju er nauðsynlegt að sýna mikla aðgát. Við hreyfingu mykjunnar losnar mykjugas úr lœðingi og getur borist upp í gripahúsið um rimla- og ristargólf eða óþéttar lúgur í flórum. Mykjugas getur líka verið í miklu magni kringum áfyliingarstút mykjudreifarans og valdið hœttu fyrir þann sem vinnur við að tœma mykjukjallarann. Mykjugas er samsett úr nokkrum gastegundum. Algengastar þeirra eru : koltvísýringur (C02), ammon- íak ( NH3), metan (CH4) og brenni- steinsvetni (H2S). Langhættulegasta gastegundin er brennisteinsvetnið. Það er litlaust gas sem lyktar líkt og fúlegg. Brennisteinsvetnið er stór- hættulegt þótt magn þess í andrúms- loftinu sé aðeins örlítið. Ef menn eða dýr anda að sér of miklu magni af brennisteinsvetni veldur það svima, höfuðverk og ógleði. Meira magn veldur yfirliði og dauða ef viðkomandi nær ekki að komast fljótt í ferskt loft. Brennisteinsvetn- ið er sérstaklega hættulegt fyrir þá sök að þegar magn þess í andrúms- loftinu er orðið hættulega mikið, lamar það lyktarskyn manna og þeir verða ekki varir við hættuna með því að þefa. Lyktarskynið lamast tals- vert löngu áður en gasmagnið er orðið það mikið að hætta er á skyndilegu yfirliði við innöndun gassins. Áhrif brennisteinsvetnis á dýr virðast svipuð og á menn. Gasið getur þó einnig valdið lömun í aftur- hluta dýra þannig að þau eigi erfitt með að standa upp. Þau geta orðið ólystug í nokkra daga eftir að hafa orðið fyrir áhrifum gassins og dæmi eru um að dýr hafi blindast. Nyt mjólkurkúa minnkar. Einasta ráð gegn óþægindum eða yfirliði af völdum brennisteinsvetnis er að anda að sér fersku, hreinu lofti. Nauðsynlegar varúðarráðstafanir við tœmingu mykjukjaliara. Pegar verið er að hræra upp í mykjunni og tæma kjallarana er áríðandi að menn viti um hættuna á gasmengun og geri viðeigandi ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir eða minnka hættuna á því að óhapp geti orðið. Þessar varúðarráðstafan- ir þarf að gera hvort sem opið eða lokað er á milli mykjukjallara og gripahúss. Niðurfallsgöt í lokuðum flórum geta nefnilega verið óþétt og gasið streymt þar upp. Nefna má eftirtalin atriði sem huga þarf sérstaklega að: 1. Öruggast er að hafa gripina úti á meðan verið er að hræra í kjallar- anum. Oft er þó erfitt að koma því við, þar sem algengt er að keyra þurfi út mykju á þeim árstíma þegar ekki hentar að hleypa kúm út. Sama gildir um grísahús. 2. Opna skal upp á gátt glugga og dyr víðs vegar á gripahúsinu þannig að vindur geti blásið í gegnum húsið og loftræst það rækilega. Ekki er ráðlegt að hræra í mykjukjallaran- um í logni. í Noregi hefur það sýnt sig að óhöpp vegna gaseitrunar verða helst þegar verið er að hræra í mykjukjallara í kyrru, hlýju veðri. Loftræstiviftur skulu einnig ganga á fullum afköstum meðan hrært er, en loftræstikerfið eitt sér er engan veg- inn nægilega afkastamikið til þess að hreinsa loftið í gripahúsinu nógu fljótt og vel við þessar aðstæður. 3. Þétta þarf vel öll op á mykju- kjallaranum til þess að loft komist ekki þar inn og valdi trekk upp um gólf í gripahúsinu. Þetta gildir að sjálfsögðu einnig um op í kringum mykjudælu eða annað tæmingartæki sem stungið er niður í brunn við haughúsvegginn eða inn um op eða dyr á veggnum. 4. Ekki skal hræra meira í mykj- unni en brýna nauðsyn ber til þannig að hún fljóti að tæmingartæki. Því öflugri sem blöndun mykjunnar er, þeim mun meira mykjugas losnar úr læðingi. Á mykjudælum er hægt að stilla blöndunarstútinn á dælurörinu og stjórna stefnu mykjubununnar inn í kjallarann. Mikilvægt er að beina bununni sem mest undir yfir- borði mykjunnar og alls ekki upp undir rimlagólfi þar sem dýr halda sig. Sérstaka varúð skal sýna við blöndun þegar lækka fer í kjallaran- um og ekki er lengur hægt að beina mykjubununni alfarið undir yfir- borðinu. Sérstaka aðgát skal sýna þegar tekin er í notkun ný mykju- dæla, því hún getur verið öflugri en sú eldri og þess vegna getur skapast meiri hætta á hættulegri gasmengun þegar farið er að hræra. Kringum áfyllingarop mykjudreifarans er hœttusvœði. Sá sem vinnur við blöndun í mykjukjallara og fyllingu mykju- dreifarans má alls ekki vera með nefið nálægt hættulegum stöðum, 202 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.