Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 20

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 20
Miklar framfarir í sauð- fjárrœkt á liðnum áratugum Jón Viðar Jónmundsson, búfjárrœktarráðunautur hjá BÍ Eftirfarandi erindi flutti Jón Viðar Jónmundsson á fundi um stöðu sauðfjárrœktar hér á landi sem haldinn var á Hvammstanga 9. júní 1993. Þó að nokkuð sé umliðið heldur efni þess gildi sínu og fór því blaðið fram á það við höfund að fá það til birtingar. «jf f ■ Ég á að ræða hér þátt rannsókna menntunar og leiðbeininga í sauð- fjárframleiðslunni. Hér er að sjálf- sögðu um svo viðamikið efni að ræða að því verða ekki gerð nein tæmandi skil í stuttu máli. Ég mun hér því stikla á stóru. Ég vil leggja áherslu á það hve mikilvæg samþætt- ing rannsókna og leiðbeininga hefur verið í uppbyggingu öflugrar fjár- ræktar hér á landi á þessari öld, hver staðan er í dag og þær breytingar sem helstar eru í augsýn í þessum efnum á allra næstu árum. í upphafi má velta fyrri sér þeirri spurningu hvort sauðfjárrækt geri að einhverju leyti aðrar kröfur til okkar á sviði rannsókna og leiðbeininga en aðrar búgreinar. Ég vil raunar full- yrða að svo sé. Skýringin virðist mér mjög einföld. Petta er sú búgrein sem nánast er tengd landinu sjálfu og búskaparlegri sérstöðu þess. Þetta kallar á að við þurfum í þessari grein fremur en flestum öðrum að leita lausna á okkar sérstöku vanda- málum. Hér getum við ekki stuðst jafn mikið við yfirfærslu á erlendri þekkingu, eins og mögulegt er í öðr- um búgreinum. Á hitt er einnig að líta að sauðfjárrækt er miklu minni þáttur í landbúnaði nálægra þjóða en hér og af þeirri ástæðu er þar einnig fremur ófrjóan akur að plægja í samanburði við aðrar greinar. Pessi sérstaða gerir það að í þessari grein verðum við að reiða okkur á eigin þekkingu, reynslu og færni. Við verðum okkar gæfu smiðir þar meira en í öðrum greinum. öflugar rannsóknir í sauðfjórrœkt. Ég vil fullyrða að þegar þróun þessarar búgreinar er skoðuð hér á' Jón Viðar Jónmundsson. landi á síðustu áratugum í saman- burði við sauðfjárbúskap í öðrum löndum þá sé augljóst að hér á landi hefur verið mjög öflug rannsóknar- starfsemi í sauðfjárrækt, rannsókn- arstarfsemi sem hefur verið í góðum tengslum við þróun í greininni sjálfri og hefur því skilað sér vel. Petta hefur öðru fremur verið tryggt með miklum tengslum þeirra sem í rann- sóknum og leiðbeiningum starfa sem stuðlað hefur að hraðri dreif- ingu á niðurstöðum til bænda. Hér er nærtækast að vitna til lands- þekktra starfa Halldórs Pálssonar sem um aldarfjórðungs skeið stjórn- aði leiðbeiningarstarfi í greininni hér á landi og rannsóknarstarfi og var á sama tíma einn virtasti vísinda- maður í sauðfjárrækt í heiminum. Pað er einnig staðreynd að víða er- lendis er vitnað til íslands sem hins talandi dæmis um árangursríka og virka starfsemi á þessum sviðum. Einn þáttur í að tryggja góðan ár- angur er einnig að íslenskir fjár- bændur hafa í samanburði við starfs- bræður sína í nálægum löndum mjög góðan og almennan þekkingargrunn sem m.a. markvisst og öflugt fræðslu- og leiðbeiningastarf hefur byggt upp. Reynum því aðeins nánar að glöggva okkur á því hvað liggur að baki slíkum staðhæfingum. Ég vil nefna örfá stór dæmi um áhrif af árangursríku rannsóknarstarfi á þróun greinarinnar á undanförnum áratugum. Snemma á þessari öld breyttu til- raunir Þóris Guðmundssonar með sfldarmjölsgjöf með beit miklu um afurðasemi hjá íslensku sauðfé og íslenskir bændur hófu að fóðra fé til afurða. Við þá þekkingu hefur síðan gríðarlega mikið bæst. Fyrir um fjórum áratugum voru umfangs- miklar tilraunir með fengieldi hafn- ar á tilraunabúinu á Hesti. Þessi breyting barst fljótt út til íslenskara bænda og átti verulegan þátt í mikilli farmleiðniaukningu sem skapaðist í greininni með aukinni frjósemi. Einnig má minna á tilraunir með haustbötun sláturlamba sem var bú- skaparlag sem náði mikilli út- breiðslu og hafði mikil áhrif í sauð- fjárframleiðslunni hérlendis á þeim árum sem hún var mest, þó að breyttar markaðsaðstæður hafi kall- að á önnur viðhorf til þessa þáttar. Miklar beitartilraunir hafa verið gerðar sem skilað hafa mikilli þekk- ingu þó að þar séu margir þættir óleystir enn. Par er einnig um að ræða svið þar sem stefnumótun um þróun greinarinnar hlýtur að eiga að ráða miklu um áherslur í rannsókn- um á komandi árum. 204 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.