Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 21

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 21
Pórir Guðmundsson. Halldór Pálsson. Slefán Aðalsteinsson. í sambandi við meðferð sauðfjár minni ég á rannsóknir Halldórs Páls- sonar á Hesti fyrir rúmum fjórum áratugum í sambandi við að að láta gemlinga ganga með lambi. Niður- stöður þeirra tilrauna urðu grunnur að breytingum í búskaparháttum að þessu leyti sem hafa haft mikla þýð- ingu fyrir aukna framleiðni í sauð- fjárrækt hér á landi. Aðra mikla breytingu í meðferð sauðfjár hér á landi og verðmætum framleiðslunn- ar má benda á sem gerist um áratug seinna þegar tilraunir með vetrarún- ing sauðfjár hefjast undir forystu Stefáns Aðalsteinssonar. Pessi þátt- ur hefur síðan í kjölfar tilrauna á tilraunabúunum fyrir um áratug síð- an verið að taka breytingum í átt til haustrúnings fjár á allra síðustu árum sem vafalítið hefur haft þýð- ingu til að halda verðmætum ullar- innar. Þessum þætti hefur verið fylgt eftir með skipulegu fræðslu- og leið- beiningastarfi. Öflugt rœktunarstarf. í sauðfjárrækt hér á landi tókst að byggja upp virkt og öflugt almennt ræktunarstarf fyrr en í flestum öðr- um löndum og ekki hvað síst á því sviði horfa margar erlendar þjóðir til okkar öfundaraugum. Með virku leiðbeiningarstarfi sem ekki hvað síst var byggt upp á sýningahaldi sem um leið var mjög öflugt fræðslustarf í greininni voru bændur hvattir til að rækta upp afurðamikið sauðfé og þeim kennt að meta kosti sauðkind- arinnar. Grunnur að þessu voru miklar og traustar rannsóknir. Petta hefur skilað sér í gífurlegum breyt- ingum á íslenska fjárstofninum, en árangurinn hafa menn rækilega geta sannfærst um á síðustu árum, m.a. á fjárræktarbúinu á Hesti, þar sem er árangur af markvissri beitingu skýrra mælinga í ræktuninni um ára- tuga skeið. Aðrir mjög veigamiklir þættir í árangursríku ræktunarstarfi í sauð- fjárræktinni er mikið og öflugt skýrsluhald á meðal fjárbænda og notkun sauðfjársæðinga. Hér á landi var byggt upp almennt afurða- skýrsluhald fyrr en dæmi eru um í öðrum löndum og mikilvægi þess fyrir árangursríkt ræktunarstarf held ég sé ljóst flestum fjárbændum sem í slíku starfi taka þátt. Á það má í þessu sambandi benda að í nálægum löndum hafa líkar hremmingar gengið yfir fjárbúskap á allra síðustu árum og hér á landi en mér virðist að hér hafi okkur tekist mun betur en nágrönnum okkar að halda uppi al- mennri þátttöku bænda í þessu starfi sem er í mínum huga bending um skilning þeirra á mikilvægi þess. Sauðfjársæðingar urðu hér á landi mun fyrr virkur þáttur við dreifingu úrvalsgripa í ræktunarstarfinu en dæmi er um hjá öðrum sauðfjárrækt- arþjóðum. Þar var byggt á traustri fræðslu þeirra sem grunninn lögðu. I tengslum við þennan þátt má einnig minna á rannsóknir í sam- bandi við notkun frjósemishormóna þar sem hér á landi voru fyrir um fjörutíu árum gerðar tilraunir sem voru tímamótatilraunir á þessu sviði þó að þetta hafi aldrei orðið almenn- ur þáttur í fjárbúskap hér á landi. Fyrir tæpum tveim áratugum verða samstillingar gangmála almenn tækni í tengslum við sæðingarnar. Par höfum við að vísu dæmi um erlenda þekkingu sem á örskömm- um tíma er aðlöguð hérlendum að- stæðum með góðum árangri. Nú á síðustu árum hafa veigamestu verk- efnin verið að sveigja ræktunarstarf- ið að kröfum um fituminna kjöt fyrir markaðinn, en það er sameiginlegt vandamál í sauðfjárrækt um nær all- an heim. Þar hefur mikil þekking og reynsla safnast. Ný tækni hefur bæst við með ómsjá sem gerir mögulegt að meta þessa þætti á lifandi fé og þar má vafalítið ná miklum árangri á allra næstu árum með skipulegu starfi sem við höfum allan grunn til að geta unnið. Erfðir sauðallta. Nefna má hér almenna þekkingu um erfðir sauðalita, sem Stefán Að- alsteinsson aflaði fyrir rúmum tveim áratugum, þó að margir erlendir vís- indamenn hefðu fengist við þær rannsóknir um áratuga skeið. Þessi þekking hafði á tímabili hagnýta þýðingu í ullar- og gæruframleiðslu og mun vafalítið einnig hafa það í framtíðinni. Þá má minna á rann- sóknir sem nú er unnið að til að geta metið tvískinnung, algengasta galla í 5*94 - FREYR 20S

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.