Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 23

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 23
samband getur árangur starfsins aldrei orðið nema takmarkaður. í sambandi við almennt fræðslu- starf má minna á verkefni eins og almenna fagbók um sauðfjárrækt, sem þessi mikla bókaþjóð á ekki þrátt fyrir allt. Hugsanlega ber að huga að fagtímariti í greininni eins og þekkist í nálægum löndum og vel er þekkt í hrossarækt hér á landi. Þá minni ég á að framtíðin er það sem skiptir máli og til að tryggja framtíð öflugs rannsóknarstarfs verður að huga að því að endurnýjun verði á hæfu fólki á því sviði. Meginbreytingu á áherslum frá því sem var til þess sem er, má ef til vill í sem stystu máli orða að áður var markmiðið að geta framleitt sem mest þar sem markaður var nægur. í dag er það markaðurinn sem stjórnar og hann þarf að þekkja og miða þróun að því að mæta síbreyti- legum kröfum hans. Slíkar breyting- ar umturna samt í engu um grund- vallaráherslur á hagkvæmri fram- leiðslu sem tekur mið af þeim lífeðl- isfræðilega ferli sem framleiðslan lýtur. Skilningur og þekking á þeim hlutum verður ávallt grundvallarat- riði. í þeim áherslum sem Fagráð í sauðfjárrækt hefur lagt á rannsókn- arverkefni er því áhersla lögð á lækkun kostnaðar við framleiðslu, vinnslu og verkun sauðfjárafurða sem og að auka sveigjanleika fram- leiðslunnar sem tryggi aukið fram- boð á fersku kjöti á markað, auk áherslu á þætti sem lúta að vöruþró- un og markaðssetningu. Það þarf einnig að hyggja að nýjum verkefnum á fleiri sviðum. Það verður sífellt mikilvægara í markaðsstarfi að halda uppi ímynd framleiðslunnar. Fyrir íslenskar sauðfjárafurðir er hún skýr; hollar ómengaðar náttúruafurðir. Þessu þarf hins vegar að sinna í auknum mæli og eru t.d. rannsóknir Brynjólfs Sandholts dæmi um slíkt. í því sambandi þá vil ég einnig benda á hvort ekki megi sækja hugmyndir til MLC í Bretlandi og hér mætti huga að samvinnu kjötgreina í al- mennu kynningar-, fræðslu-, leið- beininga- og rannsóknarstarfi. Eins og ég hef lagt áherslu á er sá grunnur sem íslenskir bændur hafa í þekkingu og reynslu í sauðfjárrækt traustur. Þess vegna eru þeir vafalít- ið mjög fúsir til að leita nýrra leiða í framleiðslu. Þau tæknilegu vanda- mál sem mæta mönnum þar mun markviss rannsóknarstarfsemi leita lausna á og vafalítið finna hverju sinni eins og við höfum reynslu af að gert hefur verið á undanförnum ára- tugum. Um leið er ástæða til að leggja á það áherslu að sum stærstu vanda- mál sauðfjárræktarinnar í dag eru bundin gerð greinarinnar og eru því þess eðlis að þau verða ekki leyst af rannsóknarstarfi. Þar kemur til stefnumörkun stjónvalda og stéttar- innar. Á það er einnig ástæða til að leggja áherslu að skýr stefnumörkun ræður miklu um árangur rannsókna- og leiðbeiningastarfs. Slíkt starf verður að taka mið að framtíðarþró- un. Vegvísar í þeirri þróun þurfa að vera skýrir til að rétt leið verði röt- uð. í dag er íslensk sauðfjárfram- leiðsla um margt á krossgötum. Þess vegna er þetta hlutverk sjórnvalda nú brýnt. Á síðustu árum tel ég t.d. að glöggt megi greina meiri skiptingu í sauðfjárframleiðslu á milli þeirra sem hafa allt framfæri sitt af þessari búgrein og hinna sem hafa hana sem hliðarþátt í tekjuöflum með öðrum störfum. Eftir því sem þessi sundur- greining eykst þá er einnig líklegt að þarfir þessara hópa fyrir leiðbein- ingar og fræðslu verði ólíkar. Þetta er þróun sem víða í Evrópu gengur nú mjög hratt og uppbygging leið- beininga- og fræðslustarfs og rann- sókna tekur mið af. Það mun yfirlýst stefna stjórn- valda að draga úr beinum stuðningi við atvinnugreinar en hins vegar að vinna að því að almenn skilyrði at- vinnurekstrar séu sem best. Eg tel mig hafa leitt að því rök að markvisst rannsóknar- og leiðbeiningastarf í íslenskri sauðfjárrækt hafi á liðnum áratugum skilað miklu. I dag er mik- il umræða í þjóðfélaginu um nauð- syn þess að efla rannsóknar- og þró- unarstarf í atvinnulífi til að tryggja hér áframhaldandi velferðarþróun. Þetta er tvímælalaust satt og rétt. Það er því sannfæring mín að til þess að treysta stöðu sauðfjárbúskapar í íslenskum landbúnaði geti stjórnvöld fátt gert markvissara og árangursríkara en tryggja þessa þætti. Hins vegar er ég ekki öruggur um að sannfæring íslenskra stjórn- málamanna í þessum efnum sé meiri en svo að mikil þörf verði á að minna þá á þennan þátt einnig í dag og á komandi árum svo að þeir hið minnsta hverfi ekki frá trúnni. Það held ég íslenskir sauðfjárbændur þurfi að muna. Þeir hafa sýnt þann skilning á undanförnum áratugum og ég trúi ekki öðru en þeir geri sér fulla grein fyrir að þar er einnig lykillinn að betri framtíð. MOlflR Þrjú ráð handa eldabuskunni Ert þú í hópi þeirra sem láta heit- an rétt standa og kólna í marga klukkutíma áður en hann er settur inn í ísskáp? Það eru margir sem gera þetta. Og það er skakkt. Lands- bladet hefur eftir hollustuverndinni í Danmörku að heitan mat eigi að láta inn í ísskáp. Aðeins eigi að láta rjúka af honum stutta stund - annars fái bakteríurnar alltof góð vaxtarskil- yrði. Salmonelluvandamálið í Dan- mörku hefur leitt til þess að holl- ustuverndin þar hefur staðið fyrir kynningarátaki í hollustuháttum með matvæli og m.a. voru 1.020 menn og konur eldri en 15 ára spurð um eldhúsvenjur sínar. Kom þar í ljós að meiri fræðslu væri þörf. Þriðj- ungur af þeim sem spurðir voru þíða frosið kjöt utan við kæliskápinn og það er misskilningur. Hið rétta er að þíða öll frosin matvæli í kæliskáp. Það er líka skakkt að framreiða hakkabuff sem er rautt í sárið. Allt hakk og niðurskorið kjöt á að steikja í gegn. Aftur á móti þarf ekki að gegnsteikja heil kjötstykki á sama hátt, þar sem bakteríurnar eru yfir- leitt á yfirborði kjötsins. Þriðji boðskapurinn er að halda eigi hráefnum aðskildum við mat- reiðslu. Og mikilvægt er að hrávara og tilbúinn matur liggi ekki saman. 6*94 - FREYR 207

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.