Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 28

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 28
bandsins taki að jafnaði sæti í Fé- lagsmálanefnd og Allsherjarnefnd Búnaðarþings. Álit nefndar, sem unnlð hefur að athugun á sameiningu Búnaðarfélags íslands og Stétfarsambands bœnda ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur haft til um- fjöllunar álit nefndar Búnaðarfélags Islands og Stéttarsambands bænda, sem unnið hefur að athugun á sam- einingu þessara félaga. Þingið álykt- ar að fela stjórn Búnaðarfélags íslands að vinna áfram að framgangi málsins á vegum nefndarinnar og bendir í því sambandi á eftirfarandi: 1. Búnaðarsamböndum og bú- greinasamböndum verði send fyrirliggjandi gögn um málið til kynningar og óskað athuga- semda þeirra og ábendinga. 2. Fram fari könnun á fjárhagsleg- um ávinningi sameiningarinnar. 3. Efnt verði til skoðanakönnunar meðal bænda hvort Búnaðarfé- lag íslands og Stéttarsamband bænda skulu sameinast undir eina yfirstjórn. Könnun þessi verði undirbúin með rækilegri kynningu á málinu á almennum bændafundum og á annan tiltæk- an hátt, enda liggi fyrir niður- staða skv. 2. tölulið. Stefnt skal að því að skoðana- könnunin fari fram jafnhliða sveitarstjórnakosningum á vori komanda. 4. Haft verði jafnan samband við stjórnvöld um framgang málsins svo sem um endurskoðun ýmissa laga er af þessari breytingu leiða. 5. Málið verði rækilega kynnt starfsfólki Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda og stéttarsamtökum þess og aðilum jafnan gefin kostur á að fylgjast með framvindu málsins. Þá er því beint til sameiningar- nefndar Búnaðarfélags íslands og Stéttarsambands bænda að hún taki eftirfarandi atriði í Drögum að sam- þykktum til frekari umfjöllunar: a) Skilgreiningu á því hver er bóndi. b) Skilgreining á aðild að búgreina- félagi c) Akvæðin um kosningar. Fái mál þetta jákvæðar undirtekt- ir bænda, í hinni almennu skoðana- könnun, verði boðað til auka Bún- aðarþings síðsumars til endanlegrar afgreiðslu á því, jafnframt er þeim tilmælum beint til Búnaðarsam- bandanna að þau fresti kosningum þeim til Búnaðarþings, sem fram eiga að fara á þessu ári þar til fulln- aðarákvörðun í sameiningarmálinu liggur fyrir. Erindi Allsherjarnefndar um rýmri heimlldir til aðgerða á kjötmarkaði ÁLYKTUN Búnaðarþing telur ástandið á kjötmarkaðinum algjörlega óviðun- andi og þá sundrungu, sem þar ríkir svo alvarlega ógnun við afkomu bænda að einskis megi láta ófreistað til að ráða þar bót á. Þingið skorar á alla þá bændur, sem stunda kjöt- framleiðslu, að standa fast saman um þá miklu hagsmuni sem felast í því, að skráð verð á kjöti til fram- leiðenda verði virt, en ekki brotið niður með ósamstöðu milli búgreina og einstaklinga innan sömu greinar. Búnaðarþing bendir á að forystu- menn einstakra búgreinafélaga á sviði kjötframleiðslu bera þarna mikla ábyrgð. í þessu sambandi áréttar Búnað- arþing ályktun sína í máli nr. 7 1993. Þingið skorar á Framleiðsluráð landbúnaðarins að halda áfram við- ræðum við sláturleyfishafa og leita enn eftir raunhæfri samstöðu þeirra um úrbætur á markaðsskipulagi og markaðssetningu á kjöti, sem tryggt getur kjötframleiðendum eðlilegt verð fyrir kjötafurðir. Komi í ljós að ávinningur geti orðið að því að leita rýmri heimilda til markaðsaðgerða en nú eru til staðar leggur Búnaðarþing til að þeirra verði aflað með lögformleg- um hætti. Þingið beinir þeirri áskorun til landbúnaðarráðherra að styðja að framgangi þeirra aðgerða sem sam- staða næst um að nauðsynlegar séu. Erindi stjórnar Búnaðarfélags íslands um rekstrarráðgjöf tll bœnda í fjárhagserfiðlelkum ÁLYKTUN Búnaðarþing felur stjórnum Bún- aðarfélags íslands og Stéttarsam- bands bænda að taka nú þegar upp viðræður við búnaðarsamböndin um það með hvaða hætti þau geti komið á aukinni og markvissari rekstrar- ráðgjöf hjá bændum en verið hefur. Markmið þessarar rekstrarráð- gjafar verði m.a. að leiðbeina um eftirfarandi: 1. Hvaða möguleika bóndinn hefur á því að ná betri afkomu í bú- rekstrinum, með hagræðingu, auknum sparnaði og betri nýt- ingu á fjármagni. 2. Gera rekstraráætlanir til nokk- urra ára í þeim tilgangi að meta þá möguleika, sem viðkomandi hefur í búrekstrinum, öðrum at- vinnurekstri, öflun launatekna utan bús o.fl. 3. Leggja mat á niðurstöður slíkra áætlana, kynna það hlutaðeig- andi og veita ráðgjöf á grundvelli þeirra. Þingið leggur áherslu á að hraðað verði gerð forrita og ann- arra gagna er með þarf og útveg- un á fjármagni til búnaðarsam- bandanna til þessa verkefnis. Frumvarp tll laga um breyfingu á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytlngum. • Lagt fyrlr Alþlngi á 117. löggjafarþingi 1993-94, 341. mál. - Og um sama efnl 334. mál 117. löggjafarþings Allsherjarnefnd Búnaðarþings 1994 hefur fjallað um frumvörp til breytinga á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum með síðari breytingum 324. og 341. mál 117. löggjafarþings. Nefndin hefur einnig fjallað um vinnuskjal þriggja lögfræðinga dags. 23. febrúar 1994, fskj. 1 og breyting- artillögu við 341. mál, fskj. II., allt um sama efni, þ.e. breytingar á nefndum lögum. Nefndin leggur til að þingið sam- þykki eftirfarandi: ÁLYKTUN Búnaðarþing leggur þunga áherslu á að lögfest verði á Alþingi breytingartillaga við lög nr. 99/1993 á fyrrgreindu vinnuskjali frá 23. febrúar 1994 með eftirfarandi breyt- ingu: a) Við 1. gr. bætist ný málsgrein (4. málsgr.) svohljóðandi: Aður en 212 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.