Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 31

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 31
Nýir fulltrúar á Búnaðarþingi, fulltrúar Stéttarsambands bœnda: Cuðmundur Stefánsson, varamaður Hauks Halldórsson- ar, Haukur Halldórsson, aðalfulltrúi fyrir S.B. og Þórólfur Sveinsson, aðalfulltrúi fyrir S.B. stendur yfir könnun á fjárhagsstöðu 30 garðyrkjubœnda sem eru mjög skuldsettir. Ætla má að þeir bœndur geti ekki haldið áfram rekstri nema afkomu- skilyrði í garðyrkju og ylrœkt verði bcett verulega. Auk þess vex vandi garðyrkjunnar verulega við það að innflutningur á ýmsum tegundum blóma og grænmetis er nú nœr óheft- ur yfir vetrarmánuðina og í mörgum tilfellum er um niðurgreidda vöru að rœða eða undirboð. Við gerð EES samningsins hefur ekki verið gœtt að stöðu ylrœktar og garðyrkju í sam- keppni við innflutninginn. Sem nánari greinargerð með þessu erindi vísast til fylgiskjals með ábendingum frá Sambandi garð- yrkjubœnda. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 6/1986 um afréttamálefni, fjallskil o.fl. - 286. mál 117. löggjafarþings ÁLYKTUN Búnaðarþing mælir með sam- þykkt frumvarpsins. Erindi Allsherjarnefndar um þjóðhagslega úttekt á afleið- Ingum af samdrœtti í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu ÁLYKTUN Búnaðarþing lýsir vonbrigðum sínum yfir því, að stjórnvöld skuli ekki hafa falið Þjóðhagsstofnun að gera úttekt á afleiðingum samdrátt- ar í mjókur- og kindakjötsfram- leiðslu í atvinnulegu tilliti. Pví ítrekar þingið fyrri kröfur sína um gerð þessarar úttektar. Þar komi m.a. fram: 1. Afleiðingar samdráttar í mjólk- ur- og kindakjötsframleiðslu í at- vinnulegu tilliti, bæði meðal bænda, í úrvinnslu og þjónustu, þannig að fram komi kostnaður þjóðfélagsins af þessum sökum, kostnaður við sköpun nýrra at- vinnumöguleika og líklegrar byggðaröskunar. 2. Hvort ekki geti verið þjóðhags- lega hagkvæmt við núverandi að- stæður að nýta betur þá fram- leiðsluaðstöðu sem nú er vannýtt í sveitum landsins og þann mannafla sem þar er, með auk- inni búvöruframleiðslu til út- flutnings og greiða útflutnings- bætur að einhverju marki, í stað þess að auka á atvinnuleysi, með- an ekki hefur tekist að byggja upp aðra möguleika á atvinnu. 3. Áhrif þegar gerðra milliríkja- samninga, svo sem EES og GATT samningana, ásamt tví- hliða viðskiptasamningum við ýmis lönd, á innlenda búvöru- framleiðslu, bæði hvað varðar aukinn innflutning á búvörum og meiri möguleika á útflutningi bú- vara. Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags íslands að leita eftir stuðn- ingi Landbúnaðarráðuneytis og Landbúnaðarnefndar Alþingis við að ná fram gerð þessarar úttektar. Erindi Allsherjarnefndar um endurskoðun laga nr. 35/1992 um forfallaþjónustu í sveitum ÁLYKTUN I tilefni af samþykkt aðalfundar Stéttarsambands bænda 1993 þar sem óskað er endurskoðunar laga nr. 35/1992 um Forfallaþjónustu í sveitum, leggur Búnaðarþing til að skipuð verði þriggja manna nefnd til að endurskoða umrædd lög. Búnað- arfélag íslands og Stéttarsamband bænda tilnefni sinn manninn hvort en landbúnaðarráðherra skipi þriðja manninn án tilnefningar og er hann formaður nefndar. Frumvarp til lyfjalaga. Lagt fyrlr Alþingi á 117. löggjafarþingi 1993-1994 ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur skoðað frum- varp til lyfjalaga og gerir ekki at- hugasemdir við frumvarpið að öðru leyti en að í 40. gr. er ekki ljóst hvort ætlast er til að hámarksverð sé ákveðið á öll dýralyf eða aðeins þau lyfseðilsskyldu. Búnaðarþing leggur til að tekin séu af öll tvímæli um þetta með eftirfarandi breytingum á 39. og 40. gr:, a) I 39. gr. komi á eftir orðunum „verðlagning lyfja“ komi orðin annarra en dýralyfja o.s.frv. 6*94 - FREYR 215

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.