Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 32

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 32
b) í 40. gr. 1. m.gr. komi á eftir orðunum Jyfseðilsskyldum lyfj- um“ komi og öllum dýralyfjum o.s.frv. Erindi Jóns Gíslasonar um bœtur vegna niðurskurðar gegn riðuveiki ÁLYKTUN Búnaðarþingi er kunnugt að full- mikils misræmis hefur gætt í upp- gjöri á tjóni vegna riðuniðurskurðar. Það væntir þess að tilkoma reglu- gerðarinnar jafni aðstöðu manna hvað þetta varðar. Búnaðarþing telur réttmætt að af- urðatjónsbætur vegna riðuniður- skurðar skv. 13. gr. reglugerðar nr. 399, 1. okt. 1993 miðist við það hlutfall greiðslumarks, sem heimilt er að framleiða hverju sinni (nú 105%). Er því skorað á landbúnað- arráðuneytið að breyta reglugerð- inni í þá veru, afturvirkt til 1. októ- ber 1993. Jafnframt er gerð krafa um að á fyrsta/fyrra fjárleysisári skuli greiðsluhlutfall vera 95% ef niður- skurður fer fram frá hausti og þar til sauðfé er sleppt í sumarhaga, að frádregnu því verði sem kann að fást fyrir heyfeng. Erindi Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga um framkvœmd jarðrœktarlaga, Erindi Búnaðarsambands Borgarfjarðar um greiðslur framlaga vegna framkvœmda samkvœmt jarðrœkfarlögum og Erindi Gunnars Sœmundssonar um jarðrœkfarlög og framkvœmd þelrra ÁLYKTUN Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags íslands að leita allra tiltækra leiða til þess að framlög til jarðabóta verði greidd samkvæmt jarðræktar- lögum og þannig verði bætt úr því ófremdarástandi sem skapast hefur hjá þeim bændum sem lagt hafa í kostnað við jarða- og húsabætur, sem njóta skulu framlags. Jafnframt leggur þingið áherslu á, að jarðræktarlögin verði gerð virk á nýjan leik með því að fella úr gildi síðustu málsgrein 12. gr. laganna, en hún takmarkar skyldur ríkisjóðs til að greiða lögboðin framlög til jarða- bóta. Þingið getur hins vegar fallist á, að sett verði í lögin ákvæði um há- marksupphæð, sem árlega verði greidd úr ríkissjóði til jarðabóta skv. jarðræktarlögum. Búnaðarþing ítrekar ályktun sína frá 1993 (mál nr. 42) um jarðræktar- lög. Erindi Gunnars Sœmundssonar um lœkkun raforkukostnaðar til landbúnaðar ÁLYKTUN Búnaðarþing telur áríðandi að lækka verð á raforku til notkunar í landbúnaði og annarri atvinnustarf- semi í sveitum. í því sambandi bendir þingið á eftirfarandi: 1. Að rækileg athugun verði gerð á því með hvaða hætti Landsvirkj- un geti lækkað verð á raforku til þeirra veitustofnana, sem kaupa og dreifa raforku til notenda. Sérstaklega verði skoðað hvort ekki sé unnt að dreifa greiðslu á stofnkostnaði hjá Landsvirkjun á lengra tímabili en nú er gert. 2. Stórauknar verði fjárveitingar í fjárlögum til endurnýjunar á dreifikerfi fyrir raforku, þannig að þessi endurnýjun geti farið fram með eðlilegum hætti án þess að það leiði til hækkunar á verði raforku til notenda. 3. Afnumin verði öll skattlagning til ríkissjóðs á Rafmagnsveitur rík- isins og Orkubú Vestfjarða. 4. Áherslaverðilögðáþað,aðauka notkun á raforku til upphitunar á íbúðarhúsum í formi næturhitun- ar, t.d. með samræmdu átaki á þeim svæðum sem hafa ekki jarð- hita. 5. Áfram verði unnið að samning- um milli Rafmagnsveitna ríkis- ins, sveitarfélaga og/eða samtaka þeirra um notkun raforku í stað olíu, sem orkugjafa við rekstur verksmiðja og annarra atvinnu- fyrirtækja. Búnaðarþing felur stjórn Búnað- arfélags Islands að fylgja þessu máli eftir við hlutaðeigandi aðila. Erindl Búnaðarsambands Austurlands um breytlngar á reglum um mat á dllkakjöti ÁLYKTUN Búnaðarþingi er kunnugt um að skipuð hefur verið nefnd til að end- urskoða lög nr. 30/1966 um með- ferð, skoðun og mat á sláturafurðum og ætlast er til að nefndin skili drög- um að lagafrumvarpi fyrir sumarið. Lög þessi munu verða undirstaða reglugerða er varða þetta erindi. Búnaðarþing beinir því til nefnd- arinnar að hún taki tillit til erindis Búnaðarsambands Austurlands í stöfum sínum. Ennfremur vísast til samþykktar Búnaðarþings 1993 um kjötmat, mál nr. 3. Frumvarp til laga um vernd, friðun og veiðar á vllltum fuglum og villtum spendýrum, öðrum en hvölum, mál 117. löggjafarþings ÁLYKTUN Fjallað var um sama mál á Búnað- arþingi 1992, og er vísað til umsagn- ar sem þá var gefin. Vegna lítilshátt- ar breytinga sem gerðar hafa verið á frumvarpinu vill þingið endurnýja umsögn sína um málið nú í nokkrum greinum, og lýsa afstöðu til breyt- inga. Því miður hefur fátt af athuga- semdum frá 1992 verið tekið til greina við framlagningu frumvarps- ins nú, en drepið skal á fáein atriði þess í núverandi mynd. 1. Breyting hefur verið gerð á skipun villidýranefndar, og er hún til bóta að dómi þingsins. Þingið telur þó æskilegra að nefndin væri skipuð 5 mönnum en 7, og ályktar að þannig yrði hún virkari, ódýrari og skjótari til viðbragða. 2. Þingið áréttar fyrri andmæli við því að lög um þennan yfirgrips- mikla málaflokk skuli vera „rammalög", þar sem ráðherra er ætlað að stjórna með reglu- gerðum. 3. Fyrir liggur ákvörðun um breyt- ingu á embætti veiðistjóra. Bún- aðarþing ályktar að í sambandi við þá breytingu sé æskilegt að skilgreina betur í lögum hvert hlutverk veiðistjóra sé. Upphaf- lega mun það hafa verið hugsað sem verkstjóra- og leiðbeininga- starf við fækkun refa, minka og vargfugla. Þannig var það einnig 216 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.