Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 34

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 34
sem minnst og sjaldnast, þannig að álmenningur hafi slíkt á til- finningunni. 3. Full ástœða er til að starf veiði- stjóra sé bundið við upphaflegan tilgang, sem sé þann að stjórna fcekkun dýra sem valda tjóni, og veita leiðbeiningar og aðstoð við það. Engin sjáanleg ástœða er til að breyta því starfi í rannsóknar- stofnun, enda slíkar fyrir hendi og ástœðulaust að dreifa starfs- kröftum og fjármagni meira en þarf. í starfi veiðistjóra kæmi þekking á veiðum, og íslensku dýralífi að mestum notum ásamt getu til skipulagningar og verk- stjórnar. Háskólapróf í náttúru- vísindum skiptir minna máli, og œtti ekki að vera skilyrði fyrir veitingu í starfið. Á engan hátt má taka þá ábendingu sem gagn- rýni á núverandi veiðistjóra. 4. Varla á að þurfa að rökstyðja hvers vegna það er óeðlilegt og ósanngjarnt að selja bœndum leyfi til að nýta afurðir bújarða sinna, eða hneppa þá í skrif- finnskuþrœldóm við það. Enginn er hœfari til að meta hve langt má ganga við að nýta afurðir villtra dýra á bújörð en bóndinn þar. Stundi hann veiðar annars stað- ar ber honum auðvitað að sæta sömu reglum og aðrir. Hitt skal viðurkennt að æskilegt kann að vera aðfylgjast með hve mikið er veitt afvilltum dýrum árlega, og að ákvæði væru í lögum eitthvað á þessa leið varðandi bændur. Auk veiðikorta handa skotveiði- mönnum og öðrum, geti bœndur á hlunnindajörðum fengið, án endurgjalds, veiðikort (hlunn- indakort) til að sanna rétt sinn til að nýta hlunnindi sín með þeim hætti sem tíðkast hefur, og veita þeim heimild til að verjast tjóni afvöldum villtra dýra. - Slík kort gildi í 5 ár. 5. Varðandi refog mink hefur orð- ið breyting til bóta á frumvarp- inu, en varðandi minkinti er það vissulega álitamál hvort ríkið eigi ekki að bera allan kostnað af því að halda honum í skefjum í lífríki landsins, og helst að útrýma honum efhægt væri. 6. Varðandi 16. gr. frumvarpsins um sel og selveiðar skal einungis vísað til ályktunar Búnaðarþings 1992 enda þar allrækilega um málið fjallað. Sú afstaða sem þar kemur fram er óbreytt. Ennfremur má benda á umsagnir og mótmæli frá Sam- tökum selabænda. 9. Sums staðar hagar þannig til að sauðfé leitar heim af afrétti fyrr en æskilegt er, verði það fyrir styggð frá skotveiðimönnum. Á öðrum stöðum geta aðstæður verið þannig að mönnum sé hætta búin, í göngum, þegar skyggni er slæmt, en skotmenn að veiðum. 10. Sé æðardúnn í háu verði geta skakkaföll og röskun á varpi valdið tilfinnanlegu tjóni. Örn er alfriðaður en er vandamál að þessu leyti, einkum við Breiða- fjörð. Margir hafa orðið fyrir skaða af hans völdum á liðnum árum, stundum mjög tilfinnan- legum, en þarsem þeim er bann- að að verja hendur sínar, hafa verið uppi kröfur um bætur. Full ástæða sýnist til að taka á því máli í sambandi við þá lagasetn- ingu sem hér er undirbúin. Þá er Ijóst að annar alfriðaður fugl veldur vaxandi vanda, þar sem álftin á til að leggjast tugum og jafnvel hundruðum saman á tún bænda. Þeim vanda má þó mœta á fleiri vegu en með bótagreiðsl- um ef rétt er að álftastofninn sé í miklum vexti, og þoli þá veiði og aðrar aðgerðir til að hrekja hann af ræktarlöndum. Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 67/1970 um lax- og silungsveiði. Sent af landbún- aðarráðuneytinu. Lagt fyrir af stjórn Búnaðarfélags íslands ÁLYKTUN Búnaðarþing hefur skoðað frum- varp til laga um breytingu á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 67/1970, sem landbúnaðarráðuneytið hefur sent til umsagnar. Hér eru gerðar örfáar tillögur um breytingar, og ábendingar um atriði, sem Búnaðar- þing telur rétt að skoða betur. Þær eru þessar: 1. í orðaskýringum 1. gr. a) Við liðinn „fiskeldi" komi orðin „fóðrun vatnafiska", í stað „fóðrun laxfiska“. Samsvarandi breytingar á öðrum stöðum í orð- skýringum. b) Við liðinn „Hafbeit til stang- veiði“ falli burt orðahlutinn „laxa“ úr orðinu „laxafram- leiðslu“. c) „Veiðimál“. Er fiskeldi „veiðimál"? 2. Rökstuðning vantar við ákvæði í 2. gr. staflið j., tölulið 4, um að takmarka notkun hafbeitarstofns við „sama landshluta“, enda er það orðafar ekki nánar skil- greint. 3. Þá telur Búnaðarþing rétt að huga betur að því, hvort laga- setning um fiskeldi (sem fram fer í lokuðum kerjum eða tjörnum, án samgangs við opið vatna- kerfi), svo og rannsóknir er það varða, eigi heima í þessum lög- um, eða í sérstökum lögum, sem einnig væru í forræði landbúnað- arráðuneytisins. Þetta á hins veg- ar ekki við um hafbeit, sem víða skarast við veiði í ám, og nýtir sömu vatnaleiðir og villtir fisk- stofnar. Tekur þessi athugasemd til efnis 5. og 6. gr. frumvarpsins. GREINARGERÐ Um 1. lið: Rétt virðist að viðkom- andi orðskýringar taki til a) allra vatnafiska, þ.m.t. áll; b) silungs jafnt og laxa; c) að fiskeldi er naumast „veiðimál“ íhefðbundnum skilningi. Um 2. lið: Það er ekki rökstutt í greinargerð með frumvarpinu að takmarka beri notkun beztu hafbeit- arstofna, sem völ er á, við „sama landshluta“. Upplýst er, að hafbeit- arfiskur lagast að þeim lífsháttum með kynbótum í gegnum marga ætt- liði. Sé hann vegna eðlisbreytinga hættulegur til æxlunar við villifisk í ám, á það e.t.v. við einnig í „sama landshluta Það orðafar þarfnast betri skilgreiningar, a.m.k. þá í reglugerð. Um 3. lið: Það vekur umhugsun, hvort fiskeldi eigi svo skylt við hin hefðbundnu veiðimál, að ástæða sé til að láta þessa löggjöf marka þeirri atvinnugrein lagaramma, falla undir stjórn veiðimálastjóra og rannsókna- og tilraunaverksvið Veiðimálastofn- unar. Hér er þó ekki gerð bein tillaga um að setja sérstök lög um fiskeldi, 218 FREYR - 6*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.