Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 42

Freyr - 15.03.1994, Blaðsíða 42
Nokkur orð um íslensk bœndasamtök Birkir Friðbertsson, Birkihlfð Samkvœmt samþykkt síðasta aðalfundur Stéttarsambands bœnda hefur verið unnið að endurskoðun félagskerfisins í samvinnu við Búnaðarféiag íslands. Endurskoðunin hefur nœr eingöngu beinst að því að sameina Búnaðarféiag og Stéttarsamband með þeim árangri að fyrir liggur nú samþykkt fyrir ný bœndasamtök á grunni þessara tveggja félagsheilda. Þegar þessum samþykktum verð- ur vísað til hins almenna bónda og hann krafinn um svar við því hvort þetta spor skuli stigið, þá þarf að vera ljóst hverjir eru kostir við breyt- ingum og hverjir ókostirnir. Þar sem meira virðist hafa borið á hugsanlegum kostum samrunans í umræðu manna og væntanlega við samningaborðið er ekki úr vegi að bent sé á líklega ókosti og vafasama ávinninga. Meta þarf hvort merkjanlegur og raunverulegur sparnaður verði vegna þessara breytingar. Hvar hann kæmi hugsanlega fram? Hvort sparnaðar er helst að vænta vegna þess að dregið er úr valddreifingu og áhrifamætti bænda sjálfra og/eða einstakra landshluta sérstaklega. Skoða þyrfti samkvæmt hug- myndum að skipuriti hvernig ný sameinuð samtök litu út stjórnunar- lega séð og þá hvort ætla mætti að kerfisbreytingin gæti leitt til einföld- unar og skilvísari afgreiðslu, t.d. í þeim málaflokkum sem Stéttarsam- bandið hefur átt að hafa á sínu borði og vera í forsvari fyrir samkvæmt samþykktum þess. í mínum huga kristallast kerfis- breytingin ekki síst í því hvernig fyrirhugað skipurit á að líta út. Hversu deildskipt eiga samtökin að verða? Hver verða raunveruleg áhrif kjörinna stjórnarmanna við smærri og stærri ákvarðanir. Síðast en ekki síst þyrfti jafnframt að finna viðunandi stað í félagskerf- inu fyrir búgreinafélögin þar sem verkefni þeirra verði loks að fullu skilgreind og afmörkuð. Birkir Friðbertsson. Ég vil nú, eftir að Búnaðarþing hefur fjallað um þetta mál og það hefur óskað áframhaldandi skoðun- ar á sameiningarmálum, benda á ýms atriði sem valda því að ég tel langt í land með að vænleg lausn sé fundin á vanda okkar félagskerfis, og að ég tel enn mjög vafasamt að sameining SB og BÍ geti orðið bændastéttinni allri sérstakt gæfu- spor. Þeim efa valda fyrst og fremst eftirtalin atriði: 1. Ekki liggur fyrir hver sé líklegur sparnaður af sameiningunni, og þá ekki heldur í hverju „nettó“ sparnaður gæti komið fram Ég hef ekki ástæðu til að ætla að hann verði þungur á vogarskál- um. 2. Ekki hefur náðst samkomulag um skipurit fyrir hin fyrirhuguðu samtök. Það væri rangt að ganga frá sameiningu án þess að það lægi fyrir og ósanngjarnt að bændur almennt svari já eða nei við gerningnum áður en það ligg- ur fyrir. 3. Ekkert spor hefur verið stigið til þess að skilgreina og afmarka verkefni búgreinafélaganna. Minna má á að með tilkomu þeirra, ekki síst í hinum hefð- bundnu greinum, varð félags- kerfið jafn viðamikið og raun ber vitni. Ennfremur er rétt að taka fram að verkefni og ákvarðanir hafa mun frekar skarast milli SB og búgreinafélaga heldur en SB og BÍ, og valdið togstreitu og seina- gangi í ákvarðanatöku, framleið- endum til stórskaða. Ekki er sjáanlegt að með tillögu sameiningarnefndarinnar, ásamt breytingum Búnaðarþings, hafi fundist skynsamleg lausn á þeim vanda. Einföldun og skilvirkni verða því ekki í sjónmáli. 4. Með hinni nýju „stjórn" samtak- anna verður aflögð sú trygging sem áður var fyrir því að sjónar- mið einstakra landshluta hafi þar jafnan aðgang. Trúlegt er og nær einsýnt að stjórn skipast aðallega af takmörkuðum landsvæðum. 5. Skilvirkni í ákvarðanatöku og raunveruleg einföldum félags- kerfisins næst ekki fram með fyr- irhugaðri breytingu nema að mjög litlu leyti. 6. Ætla má að samtökin yrðu deild- arskipt með a. m. k. þremur deild- arstjórum undir yfirstjórn fram- Frh. á bls. 210. 226 FREYR - 6’9A

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.