Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 7
FRfl RITSTJÓRN Hver ábyrgist velmegun okkar? Eins og kunnugt er, er talið fullvíst að svokallaður Suðurlandsskjálfti dynji yfir íbúa Suðurlands og nálæga landshluta innan næstu 15-20 ára. Fyrir nokkrum árum voru umræður á opinberum vettvangi um það hvort e.t.v. væri óskynsamlegt að fjalla mikið um þá ógn sem af þessum jarðskjálft stafaði, eða hvort rétt væri að upplýsa alþjóð sem best um það sem yfir vofði. Niðurstaðan varð sú að veita bæri vandaðar upplýsingar, þær ykju ekki á hræðslu fólks og gæfu því færi á að gera ráðstafanir til viðbúnaðar og leggja niður fyrir sér viðbrögð ef/þegar til jarðskjálfta kæmi. Pessi afstaða um miðlun vandaðra upplýs- inga er ekki sjálfsögð regla í hverju máli hér á landi, og eru Islendingar trúlega hvorki betri né verri en aðrar þjóðir í þeim efnum. Nær væri að segja að það sem höfði til fólks sé það að bjartsýni sé látin ráða ferðinni, íslenska þjóðin hefði ekki lifað af hörmungar liðinna alda nema fyrir bjartsýni. Hér skulu ekki bornar brigður á sannleiksgildi þessarar kenn- ingar og henni til stuðnings vakin athygli á að íslenskt verðurfar og annað náttúrufar, svo sem fiskgengd, er breytilegt og óútreiknanlegt og því erfitt að gera um það áætlanir. Allt um það verður ekki tekið hér undir þann kór sem hampar bjartsýninni á þann hátt sem oft má lesa og heyra. Ástæðan er sú að oft er engu líkara en að breitt sé yfir óþægilegar staðreyndir með bjartsýninni. í þessu blaði er birt erindi eftir dr. Björn Sigurbjörnsson, forstjóra hjá Landbúnaðar- og kjarnorkumálastofnun Sameinuðu þjóð- anna í Vínarborg, sem hann flutti á ráðstefnu um landgræðslu á Selfossi í febrúar sl. Erindið fjallar m.a. um jarðvegseyðingu á jörðinni og þar greinir höfundur frá því að árið 1980 hafi Landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, gefið út skýrslu um horfur í matvæla- framleiðslu á jörðinni, þar sem litið var fram á veg með mikilli bjartsýni. Á þeim tíma bar ekki á áhyggjum tengdum umhverfisvernd, né því að tryggja þyrfti að matvælaframleiðsla væri haldbær. Nú vinnur FAO hins vegar að annarri skýrslu um sama efni þar sem kveður við annan tón. Að mati höfunda er nú ógerlegt að mæta matvælaþörf jarðarbúa á næstu öld án þess að náttúran beri af því varanlegan skaða. Jarðarbúar verða of margir. En snertir þetta okkur íslendinga hér og nú búsetta fjarri öðrum þjóðum? Hér á landi ríkir um þessar mundir nokkur efnahagssamdrátt- ur. Hið sama gildir í nálægum löndum, sem við berum okkur saman við, sums staðar minni, svo sem í Noregi, annars staðar meiri, svo sem í Finnlandi. Samdráttur í efnahag okkar er hluti af samdrætti á stærra svæði. En hvað veldur þeim efnahagssamdrætti sem víða er að finna um hinn vestræna heim? Vera má að stórt þyki spurt, en upp á hugann koma atriði eins og þau að víða er mikið um atvinnuleysi, sem kostar þjóðfélög útgjöld sem skila litlum sem engum arði, ýmsar þjóðir eru mikið skuld- settar og leitast við að greiða þær skuldir niður, og síðast en ekki síst gengur á náttúru- gæði, óendurnýjanleg sem endurnýjanleg, og þörfin fyrir að bæta fyrir náttúruspjöll gera sífellt meira vart við sig. Segja má að þær orsakir sem hér hafa verið raktar séu farnar að banka upp á á heimilum hér á landi í gervi atvinnuleysis, sem hefur verið hér nær óþekkt í hálfa öld, og marghátt- uðu aðhaldi og sparnaði í fyrirtækjum og hjá hinu opinbera. Pá eru erlendar skuldir hér taldar nálægt hættumörkum. Hvernig bregðast stjórnmálamenn, tals- menn atvinnulífsins, launþega og atvinnurek- enda, efnahagsráðgjafar og aðrir þeir sem um þessi mál fjalla við samdrættinum? Svarið er: Með bjartsýni fremur en með vönduðum raun- sæjum upplýsingum. Af hverju? Vegna þess að blikur á lofti eru óþægilegar. Frh. cí bls. 268. T9*> - FREYR 239

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.