Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 9

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 9
Fjölskyldan á Þórustöðum: Lilja Helgadóttir, Björn Björnsson og synir þeirra Markús Þór og Magni Þór. hafði ekki framleitt upp í búmark sitt, máttum við ekki framleiða nema sem nam um 130 ærgildum. Framleiðslu- möguleikar okkar voru því strax skornir niður um helming og því fórum við út í loðdýraræktina. En þegar hún hrást, hvað tókuð þið til bragðs? Við höfum alltaf framfleytt okkur með vinnu utan bús. Svo höfum við alið upp kálfa til slátrunar og á jörðinni eru nokkr- ar æðarkollur en sölutregða er á dúnin- um. Vorið 1991 keyptum við okkur trillu til að skaka á sumrin. Hvernig hefur það gengið? Pað hefur gengið ágætlega en nú stend- ur til setja á okkur kvóta eða fjölga banndögum verulega. Lilja, þú hefur unnið eitthvað utan heimil- is? Já, ég kenndi eitt ár í Holtsskóla, áður en við byrjuðum að búa. Þá unnum við bæði við skólann. Björn var ráðskona og ég var kennari, sagði Lilja og hló. Eftir það var ég tvö ár stundakennari við sama skóla og við skúringar. Ég er líka með veðurfarsathuganir fyrir Veðurstofuna og skila þangað mánaðarlegum skýrslum. Pað eru að vísu ekki stórir peningar. Bjössi hefur alltaf verið beit- ingarmaður á veturna og ég hef gripið í það við og við þegar mikið er að gera. Að öðru leyti vinn ég ekki utan heimilis núna. Björn: Beitingavinnan er stuttan tíma að vetrinum og svo er það að breytast núna því að nú er orðið auðveldara að fá mannskap og þá vilja útgerðarmenn síður ráða menn á tryggingu, heldur í akkorði, og það er erfitt að vera í akkorði þegar gefur kannski ekki nema þrjá daga í mánuði. Lilja: Þetta er svolítið ótryggt að vera aldrei öruggur með vinnu. En þið œtlið að halda áfram? Já, við sjáum ekki fram á annað. Talið barst að nýmælum í atvinnuhátt- um og starfi atvinnumálanefnda. Ef ein- hverjum dettur eitthvað í hug, sagði Björn, sem ekki hefur kannski verið gert áður, þá á sá oftar en ekki undir högg að sækja. Það gerðist þegar menn fóru út í loðdýrarækt, þá sögðu flestir: Petta er vonlaust, en það var ekkert vonlaust. Það voru fyrst og fremst stjórnvöld sem voru okkur fjötur um fót með fastgengis- stefnu. Ég vildi fá dönsk lán á sínum tíma, ekki lán úr Stofnlánadeild, því það var ekki hægt að gera neinar áætlanir með fastgengisstefnu og 70% verðbólgu og selja svo allt í dönskum krónum. í>að bara gekk ekki upp. Björn taldi að atvinnumálanefndir Frh. á bls. 246. „Við höfum alltaf framfleytt okkur á vlnnu utan bús.“ r«*-FREYR2*l

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.