Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 10

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 10
Rœktun, menning og jarðvegseyðing Fyrirlestur fluttur á ráðstefnu um landgrœðslu, Selfossi, 12. febrúar 1994 Dr. Björn Sigurbjörnsson Orðin rœktun og menning virðast hafa mismunandi og ólíkar merkingar á íslenskri tungu. En ef þessi orðtök eru þýdd á nokkur heimsmál, svo sem á ensku og þýsku, kemur í Ijós að sama orðið: „cuiture" á ensku og „Kultur“ á þýsku er notað fyrir bœði menningu og rœktun. Kultur er dregið af latnesku sögn- inni „colere" sem merkir að rækta. í þróun mannkynsins hafa þessi und- irstöðuöfl í sögu þess verið óaðskilj- anleg, enda er „kultur" sem menn- ing vaxin upp af „kultur" sem rækt- un. Það er gott að hafa þetta sam- hengi í huga þegar rætt er um að rækta jörðina og að rækta menning- una. Forfeður okkar og mæður í grárri forneskju hafa varla haft tíma til annars en að sveifla sér ntilli trjáa og tína ávexti, ellegar elta uppi hjarðir villidýra og veiða þau sér til matar. Allur tími og orka þessa stigs mann- skepnunnar fóru í að næra sig fram yfir kynþroskaaldur og æxla sig til viðhalds mannkyninu. Enginn tími gafst til að hyggja að bókmenntum og listum og öðru því sem okkur finnst einkenna menningar-merk- ingu orðsins „kultur“. Það er ekki fyrr en maðurinn lærði að vinna jörðina og rækta nytja- plöntur og búfé að hann eignaðist frítíma sem hann gat varið til að pára dýramyndir á hellisveggi og rista kúníletur á steinklappir, forvera seinni tíma lista og bókmennta. Samband rœktunar og menningar Samhengið milli ræktunar og menningar hefur haldist fram á þennan dag. Ræktun jarðar eða öllu fremur að leggja rækt við jörðina hefur á öllum öldum verið örlaga- valdur menningarlífs og er enn. Mis- notkun jarðarinnar og jarðvegseyð- ing hafa lagt að velli hvert menning- arþjóðfélagið af öðru. Þekktustu dæmin eru einmitt á þeim svæðunt í Austurlöndum nær, þar sem vagga okkar menningar er talin hafa staðið í Mesópótamíu. Þar grafa menn gamlar menningarborgir upp úr eyðimerkursandinum. Uppruna- svæði kínverskrar menningar í Norður-Kína varð einnig misnotkun jarðvegs að bráð. Þar er endalaus eyðimörk nú. Sömu sögu er að segja um örlög margra gamalla menning- arríkja í Norður-Afríku og Mið- og Suður-Ameríku. Afleiðingin af því að menn lögðu ekki rækt við jörð- ina, varð að jarðvegur eyddist af vindi eða rann fram í skriðuföllum og huldi mannvirki og merki menn- ingar. Astæður fyrir jarðvegseyðingu eru margar og sannarlega ekki allar af mannavöldum, þótt mannshönd- Björn Sigurbjörnsson. Freysmynd. in hafi lagst þyngst á plóginn í þess- um efnum. Það þekkjum við íslend- ingar best úr okkar eldgosa-, ösku- falla- og hafísasögu. Nýlegt dæmi um óþarflega harðan dóm um mannshöndina er þróun landeyðing- ar og árangur Sahara eyðimerkur- innar á Sahel svæðinu, sunnan við hana. Fyrir nokkrum árum urðu þar miklar hörmungar vegna þurrka. Eyðimörkin æddi áfram og huldi gróður- og ræktunarlönd, reyndar bæði til norðurs og suðurs. Urðu afrískir bændur mjög fyrir barðinu á gagnrýni fyrir misþyrmingu á lönd- um sínum og var ofbeit mjög kennt um ástandið. Eflaust hefur þetta átt sinn þátt í þessari þróun. En nú eftir nokkur ár með eðlilegri úrkomu og reyndar minna beitarálagi vegna fækkunar búfjár á þurrkaárunum, hefur Saharaeyðimörkin ekki ein- ungis hætt ásókn sinni, heldur er hún farin að draga sig til baka. Jörðin, jarðlögin og jarðvegurinn eru miklum breytingum háð af nátt- úrunnar völdum. Jarðvegur bæði eyðist og myndast. Töluvert af jarð- vegseyðingu er vegna eðlilegrar veðrunar og útskolunar. Er talið að um 9 milljarðar tonna af jarðvegi og leir berist árlega með ám til sjávar sem afleiðing eðlilegrar veðrunar. Engu að síður hefur jarðvegseyðing, sem talin er vera af manna völdum, aukist svo að eftir því sem næst verður komist tapast til viðbótar um 13 milljarðar tonna af jarðvegi eða í allt um 22 milljarðar tonna á ári. Það er erfitt að gera sér grein fyrir svona stórum tölum og kannski enn síður hve þessar tölur eru alvarlegar. 242 FREYR - T94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.