Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 12
býst FAO við að fyrir árið 2030 þurfi að tvöfalda matvælaframleiðsluna í heiminum og að þetta verði að vera í fyrirrúmi fyrir öllu öðru ef ekki tekst að stöðva fólksfjölgunina. Því má ekki gleyma að það er hægt að lifa góðu og löngu lífi án þess að fara nokkru sinni til læknis, og það er hægt að lifa lengi án þess að horfa á sjónvarp, fara í leikhús eða stunda aðra menningu. En hittið þið fyrir ykkur mann sem ekki hefur fengið að borða í eina viku og þá hittið þið óánægða og auma veru. Það eru iðnríkin sem hafa mestar áhyggjur af áhrifum þess að ofbjóða jarðveginum. Mörg þróunarlönd geta ekki og vilja ekki draga úr álaginu á jarðveginn, því að annars blasti við þeim hungursneyð. Stofn- unin „World Watch Institute“ sagði í sl. mánuði að víðast hvar væri ástandið orðið þannig að ekki mætti auka landbúnaðarframleiðslu meira án þess að umhverfið bíði varanleg- an skaða af. FAO er þessa dagana að glíma við þessi vandamál með samningu rits sem á að marka stefnuna í fram- leiðslu matvæla fram til ársins 2010. Fyrri spádómsbók FAO sem gefin var út um 1980 hét „Landbúnaður til ársins 2000“. í þeirri spá var litið fram á veg af mikilli bjartsýni, enda bar þá lítið á áhyggjum af umhverfi og því að matvælaframleiðsla yrði að vera sjálfbær. Nú horfa málin örðruvísi við og úr vöndu að ráða og sitt sýnist hverjum. I síðasta mánuði kom upp deila milli Bandaríkjamanna og Evrópsam- bandsins, þar sem Bandaríkin vildu að þróunarlöndin fylgdu reglum iðn- ríkjanna um umhverfisvernd í land- búnaði þeirra, en Evrópusambandið sagði að fremur ætti að hvetja og aðstoða þróunarlöndin til umhverf- isverndar en ekki beita þau refsing- um, því að mat þeirra á forgangs- verkefnum væri allt annað; að seðja hungur þegnanna væri mikilvægara en allt annað, jafnvel þótt náttúran bæri skaða af. Skiljanlega er þörfin fyrir að seðja hungur sitt þeim rnikil- vægari en að vernda jarðveg - jafn- vel þótt það bitni á komandi kyn- slóðum. Þeirra rök eru: Ef þessi kynslóð sveltur í hel verða engar komandi kynslóðir! Þetta var ein ástæðan fyrir því að Ríó-ráðstefnan fjallaði ekki bara um umhverfismál, heldur líka um efnahagsþróun. Þótt það sé ekki á dagskrá þessar- ar ráðstefnu og snerti okkar fá- mennu þjóð minna en aðra, þá er einungis ein lausn til á þessu vanda- máli: það verður að hemja fólks- fjölgun í heiminum. Það er að mínu mati útilokað að halda áfram að auka matvælaframleiðsluna til að mæta þörfum þess fólksfjölda sem búist er við að verði á þessari jörð um miðja næstu öld, án þess að náttúran beri af því varanlegan og líklega óbætanlegan skaða. Það er mikill misskilningur og draum- hyggja að hægt sé að framleiða mat- væli af þessari stærðargráðu án þess að auka gífurlega notkun tilbúins áburðar og eiturefna til varnar gegn skordýrum og sjúkdómum. Það er von okkar að hin nýja líftækni geti hjálpað, en hún felur líka í sér um- hverfishættur, sem enn er óljóst hvernig leysa eigi. Hér heima Nú vil ég víkja máli mínu á heima- slóðir og hvernig við getum hamið jarðvegseyðingu á íslandi og þar með gert okkur fært að halda áfram að stunda hér ræktun og menningu. Ekki þurfum við að glíma við vanda- mál fólksfjölgunar, síður en svo. Samt eru uppblástursvandamál okk- ar lands meðal þess versta sem þekk- ist í Evrópu. Er þá ekki algjörlega við landsbúa og landnýtingu þeirra að sakast, því að náttúruöfl eru hér óvæg og oft grimm og verri en víðast í Evrópu. Þrátt fyrir það eru allir sammála um það að ef ekki hefði verið hér búseta í rúm 1100 ár, væri ástand gróðurs og moldar á Islandi annað en það sem við sjáum í dag. Við getum að sjálfsögðu falið okkur á bak við rök þróunarlandanna. Lík- lega hefðum við ekki lifað af dapur- legar miðaldir, ef við hefðum haldið okkur við nýtískuleg umhverfissjón- armið. Þegar við sjáum kolagrafir á ör- foka melum og uppblásin beitilönd fyrri tíma, þá skulum við minnast móðuharðinda og fimbulvetra og baráttu bóndans fyrir því að fleyta sér og sínum fram yfir Þorra og Góu, fram á næsta vor. Ef forfeður okkar hefðu ekki sett ræktun búfjár og gróðurs og viðgang lífsins sjálfs í forgang fyrir öðru, væri íslensk þjóð kannski ekki til lengur á þessu landi, fremur en norrænir menn á Grænlandi, og því engin íslensk menning til nema sú sem skráð er á skinn. Þátttaka allra er nauðsynleg En nú er ástandið annað. Við vitum að á sumum stöðum er landið í afturför og við vitum hvernig á að bera sig að við að stöðva landeyð- ingu. Við getum og ættum að taka okkur til fyrirmyndar þær þjóðir sem fyrst renndu á garðinn og settu lög og reglur um meðferð lands og eru enn í fararbroddi í jarðvegsvernd, og á ég þá við Bandaríki Norður-Amer- íku og Ástralíu. Þeir eru að hætta við að vernda lönd og jarðveg með að- gerðum ríkisstofnana einna. Árang- ursríkar aðgerðir krefjast þátttöku Jarðvegur og rcektun er undirstaða mannlífs og menningar hér á jörð. Pessi mynd og nœstu tvœr á undan eru fengnar úr World Farmers’ Times. IttFREYR-r**

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.