Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 13

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 13
allra og þá sérstaklega þeirra sem nota landið, bænda, ræktunar- manna, fjár- og hrossaeigenda. í Bandaríkjunum hafa málin þróast þannig að brátt verða landnotendur gerðir ábyrgir fyrir meðferð lands- ins. Þeir sem ofbjóða jörð og gróðri verða gerðir ábyrgir og bótaskyldir fyrir tjóni á gróðri og jarðvegi sem þeir valda með misnotkun lands- gæða. Afleiðingar áfoks og jarð- rennslis, oft fjarri upptökum upp- blásturs og vatnsskolunar, eru talin kosta árlega um 6 milljarða dala (420 milljarða króna) í Bandaríkjunum. Þetta verður landnotendum gert að bæta þeim sem verða fyrir tjóninu og auk þess að haga landnýtingu sinni þannig að jarðvegur fjúki ekki eða skolist á önnur svæði. Hér á landi er einnig verið að huga að því að færa landverndaraðgerðir sem mest til bænda og annarra land- notenda og gera þá bæði meðvitandi og meðábyrga á örlögum lands og gróðurs. Ef við ætlum íslandi að vera athvarf niðja okkar í framtíð- inni, má ekki líðast að neins staðar verði jarðvegseyðing vegna mis- notkunar landsins. Það má ekki líða. Búfjárbeit á ekki rétt á sér á landi sem að dómi sérfróðra manna er í uppblásturshættu, nema ráðstafanir séu gerðar til þess að gróðurinn fái næga næringu svo að jarðvegur tap- ist ekki. Sama gildir um umferð og umgengni ferðamanna á viðkvæm- um svæðum. Brian Roberts, þekktur ástralsk- ur landverndarfræðingur, flutti inn- gangserindi á síðasta þingi Alþjóða Landverndarsambandsins, ISCO sem haldið var í Ástralíu árið 1992. Hann sagði að það væri einkum þrennt í fari mannsins sem orsakaði misþyrmingu hans á jarðveginum og á umhverfi sínu - það væri vanþekk- ing, græðgi og hroki. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar á þing- inu. Þar á meðal að jarðvegseyðing væri sú þróun sem myndi hafa mest áhrif á umhverfið og þjóðfélög um allan heim á næstu öld. Þingið hvatti ríkisstjórnir allra landa til þess að gera sér grein fyrir áhættunni sem að steðjaði og setja jarðvegsvernd efst á lista forgangsverkefna og fjár- veitinga. Þingið kvað brýnast að efla rannsóknir til að þróa áhrifameiri aðferðir við jarðvegsvernd og sér- Stóðhross geta gengið nœrri gróðri. staklega að þjóðir heims gerðu það að forgangsverkefni að rannsaka stærð og hraða jarðvegseyðingar um allan heim og hvaða áhrif jarð- vegseyðing gæti haft á framtíð land- búnaðar og búsetu í löndum sínum. Þá lagði þingið áherslu á að þeir sem nota landið verði hafðir með í ráð- um, þegar gerðar eru áætlanir um að stöðva landeyðingu og að skipu- leggja landnytjar. Allar eiga þessar ályktanir land- verndarþingsins við um okkur Is- lendinga. Okkur er nauðsynlegt að vita sem nánast um stærðargráður uppblásturs og ekki síst orsakir hans. Því ber að efla rannsóknar- starf í framhaldi af því stórvirki sem unnið var með Landgræðsluáætlun- unum þremur með stuðningi Þjóðar- gjafar, sem hófust 1974. Úttekt, sem gerð var á árangri þeim sem náðst hafði af þeim rannsóknum á gróður- fari, beitaráhrifum búfjár, fræöflun og fræframleiðslu og vistfræðilegum áhrifum landnýtingar og þær að- Uppblástur hefurgert mikinn usla á íslandi og á þessari öld hafa landsmenn snúist til varnargegn honum. Myndin erafslœtti á túnií Gunnarsholti á Rangárvöllum. Hundruð hektara hafa verið rœktaðir þar sem áður voru svartir sandar. 7*94 - FREYR 245

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.