Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 14
Jarðvegur og jarðvegseyðing * Áætlaðarjarðvegsbirgöirjarðar.................. 3,8billjóntonn * Árlegtjarðvegstapafnáttúrlegumorsökum . . 9milljarðartonna * Árlegtjarðvegstap vegnalandnotkunar.13milljarðartonna * Árlegtheildartapjarðvegs............22milljarðartonna * Árleg eyðing skóga............................ 16,9milljónha * Landsvæði eyddeðaaðeyðast................... l,2milljarðarha (jafngildir stærð Indlands og Kína) * Áætluð rýrnun landbúnaðarlands á hvern jarðarbúa átímabilinu 1980-2000 ................................. 32% Heimildir: Roberts, B.: The Healthof the World’s Lands: A Perspective. 7th ISCO Conference Proceedings. 1993. Lake. E.B. and A.M. Shady: Erosion Reaches Crisis Proportions. Agricultural Engineering. Nov. 1993. FAO: Protect and Produce. Rev. ed. 1992. Orsakir jarðvegseyðingar * Vatnsagi ............................................56% * Vindur ............................................28% * Aðrarorsakir(landbrot, eiturefni, salt, sýrao.fl.) . 16% Heimild: Lake, E.B. and A.M. Shady: Erosion Reaches Crisis Proportions. Agricultural Engineering. Nov. 1993. gerðir sem beitt var, bæði í land- græðslu og skógrækt, leiddi í ljós að allur kostnaður við þær var löngu endurgreiddur. Innlend framleiðsla á fræi til landgræðslu ein nægir til þess að réttlæta allan kostnað við Þjóðargjöfina. Aðrar ráðstafanir sem gerðar hafa verið í landbúnaði okkar, s.s. styrkir til jarðræktar, áburðardreifing á beitilönd og út- haga hafa auk þess orðið til að létta beitarálagið á viðkvæmum svæðum, þar sem friðun eða skerðing búfjár hefði annars leitt til þess að viðkom- andi byggðarlög leggðust í auðn. Pað er nauðsynlegt að bændur og aðrir notendur lands verði virkjaðir til starfa til að vernda gróður og jarðveg og þeim gerð grein fyrir þeim áhrifum sem not landsins geta haft á jarðveginn. Þau mega aldrei verða til þess að landsgæðum hnigni. Þar sem landverndaraðgerðir stofna afkomu bænda í hættu, ber stjórn- völdum skylda til að hlaupa undir bagga. Viðhald byggðar á viðkvæm- um svæðum má ekki byggja á of- notkun beitilands til búvörufram- leiðslu, nema ráðstafanir séu gerðar til að næra gróðurinn. Annars verð- ur að finna aðrar leiðir til að við- halda byggð; ef þær finnast ekki er miklu betra að byggð leggist niður, a.m.k. tímabundið, en að hún leiði til jarðvegseyðingar. Ályktunin sem við getum dregið af þessu er sú að allar áætlanir um framþróun landbúnaðar og land- nytja og hlutverk landsins til að mæta matvælaþörf landsmanna eða til útflutnings verða að taka mið af ástandi og framleiðslugetu jarðvegs og gróðurs. Markaðshorfur og vin- sældir fslenskra landbúnaðarvara mega ekki einar ráða stærð bústofns í landinu. Ákvörðun á fjölda búfjár í hverjum hreppi verður að taka mið af beitarþoli landsins og framleiðslu- getu og búfé má aldrei verða svo margt að landspjöll geti orðið. Það sama gildir um skipulagningu og áætlanir um notkun Islands sem ferðamannalands. Vinsældir lands- ins fyrir ferðamenn og væntanlegur gróði af því mega aldrei verða til þess að umferð þeirra um landið spilli á nokkurn hátt jarðvegi og gróðri. Það er göfugt og háleitt takmark að stöðva alla jarðvegseyðingu á Is- landi fyrir aldamót. Til þess höfum við tæp sex ár. Tæknilega ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. Spurningin er hvort við höfum raunverulegan vilja og bolmagn til þess. Til að ná þessu takmarki þarf vel unnar áætl- anir og hæfileikann, og reyndar þjóðarsátt, til að einbeita kröftunum að því að stöðva jarðvegseyðingu og uppblástur þar sem slíkt á sér stað, en láta önnur verkefni í uppgræðslu og landgræðslu bíða. Þar sem nægj- anleg gróðurþekja er fyrir, er óþarfi að bæta við nýjum gróðri, þótt ein- hverjum þætti hann fallegri. Slík verkefni, bæði í skógrækt og annarri ræktun verður að framkvæma að frumkvæði og á kostnað viðkom- andi. Fara verður að ráðum sérfræð- inga á sviði landgræðslu og má eng- Kerflð er ónýtt. Frh. afbls. 241. gætu stutt við bakið á mönnum með mórölskum stuðningi. Lilja er áhugasöm hestakona og hefur verið að spá í hestaleigu og kannski að taka hross í fóðrun eins og Sunnlendingar gera. Það er alveg fjárhagslegur grund- völlur fyrir því að kaupa sér sauð- fjárkvóta, segir Björn, en það þýðir ekkert meðan kerfið er ónýtt. Menn vita ekkert hvað verður næsta ár, hvað verður mikið skorið niður, um landnotanda líðast að hlíta ekki þeim aðgerðum sem beita þarf til þess að landeyðing stöðvist. Fjár- hagslegt tjón sem af þessum aðgerð- um hlytust yrði að bæta á einhvern annan hátt en þann sem leiddi til áframhaldandijarðvegseyðingar. Ég vona að Islendingar beri gæfu til þess að lyfta þessu Grettistaki, og með því að endurgreiða landi sínu skuldina sem safnast hefur saman eftir rúma 1100 ára búsetu í landinu. Landið hefur skapað grundvöll fyrir þróun íslensks samfélags og ís- lenskrar menningar. Það fer saman að sýna landi okkar rækt og að rækta með okkur menningu. Sýnum landi okkar rækt og þá mun menning okk- ar halda áfram að blómgast. hvað margir fara framyfir utan greiðslumarks. Búin í Önundarfirði eru flest lítil, heldur hann áfram, margir styðjast við sjávarútveginn, sumir eru með harðfiskverkun og nokkrir við út- gerð en nú stendur sjávarútvegur mjög höllum fæti með minnkandi kvóta og steinbítur, sem er utan kvóta, hefur brugðist Vestfirðingum undan farin ár. J.J.D. 2*6 FREYR-7*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.