Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 16

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 16
aukaskattskyld viðskipti. Þá þarf að skila tryggingagjaldi, staðgreiðslu skatta og loks skattskýrslu og land- búnaðarframtali ásamt fyrninga- skýrslu. Þó að bændur séu almennt ekki bókhaldsskyldir (fyrir utan VSK bókhald) þá hvílir engu að síður á þeim sönnunarskylda og því þarf að halda öllum gögnum til haga. Hins vegar kemur svo að notkun bókhalds sem stjórntækis í rekstrin- um. Margir bændur færa nú orðið bókhald annað hvort sjálfir eða not- færa sér þjónustu búnaðarsambanda eða annarra bókhaldsstofa. í byrjun kann færsla bókhalds að virðast flókin. Nokkurn tíma tekur að ná tökum á þeirri vinnu sem bókhald- inu fylgir og tæknileg vandamál virð- ast oftar en ekki fylgifiskur tölvu- tækninnar. Út úr öllu saman kemur svo óskiljanleg runa af tölum og pappírsflóðið eftir því. I upphafi er mikilvægt að spyrja þess hvaða upplýsingar ætlunin er að fá úr bókhaldinu? í framhaldi af því þarf að gera sér grein fyrir hvernig þarf að standa að skráningu á upp- lýsingunum þannig að svör fáist við þeim spurningum sem settar voru fram í upphafi. Eðlilegt er að gera kröfu til þess að úr bókhaldinu megi lesa eftirfarandi upplýsingar: 1. Eignabreytingar á ákvednu tíma- bili. 2. Tekjur og gjöld á tilteknu tíma- bili. 3. Hagnað eða tap af rekstrinum á tilteknu tímabili. 4. Framlegð einstakra búgreina. 5. Einkaneysluna. Eignabreytingar. Með samanburði á efnahags- reikningi í ársbyrjun og árslok og með hliðsjón af rekstarreikningi má lesa um eignabreytingar á tímabil- inu. Margir spyrja sig eflaust hvort verið sé að ganga á eignir búsins ár frá ári, og sé svo þarf að leita skýr- inga. Er langvarandi tap á rekstrin- um (af hverju) eða er einkaneysla meiri en búið getur staðið undir? Hér má til dæmis skoða hlutfall höf- uðstóls af heildareignum búsins (eiginfjárhlutfallið), og bera saman yfir nokkurra ára tímabil þær breyt- ingar sem orðið hafa. Tekjur og gjöld. Af rekstrarreikningi má lesa um tekjur og gjöld tímabils (ársins). Mikilvægt er einnig að kynna sér skiptinguna. Tekjum má skipta í tekjur af búgreinum, t.d. mjólkur- kúm, sauðfé, eggjum, hlunndind- um, ferðaþjónustuo.s.frv. Síðan eru ýmsar aðrar tekjur svo sem vaxta- tekjur, tilfallandi leiga á vélum o.þ.h. og loks óreglulegar tekjur sem aðeins falla til endrum og eins, t.d. söluhagnaður afvélum. Gjöldin má flokka í breytilegan kostnað og fastan kostnað. Eðlilegt er að gera sérstaka grein fyrir vöxtum og af- skriftum sem hluta af föstum kostn- aði. Einnig getur verið um að ræða óregluleg gjöld eins og t.d. tapaðar viðskiptakröfur. Mismunur heildar- tekna og heildargjalda búsins telst síðan vera það sem búið hefur til að greiða eiganda laun (ef þau eru ekki meðtalin í gjöldum) og standa undir hagnaði. Framlegð. Þegar reksturinn samanstendur af mörgum búgreinum er oft mælt með að nota framlegð sem mælikvarða á frammistöðu einstakra búgreina. Framlegð er reiknuð sem tekjur bú- greinarinnar að frádregnum breyti- legum kostnaði við búgreinina. Þetta er því framlag búgreinarinnar til að greiða sameiginlegan kostnað allra búgreinanna, fasta kostnaðinn, laun og til að skila hagnaði. Ef reikna á framlegð þarf að tiltaka hvaða búgrein tekjur og breytilegur kostnaður tilheyra. Til skemmri tíma litið á hver fram- leiðandi mesta möguleika á að hafa áhrif á breytilegan kostnað og þar með framlegðina. Til lengri tíma litið er hins vegar hægt að hafa áhrif á heildarframleiðsluna (kaupa greiðslumark eða auka afkastaget- una) og hafa þannig áhrif á heildar- framlegð rekstrarins. Útreikningar á framlegð þjóna því mikilvægu hlut- verki við stjórn rekstrarins. Bæði til að byggja á við áætlanagerð (t.d. við mat á greiðslugetu vegna kaupa á greiðslumarki eins og sýnt var í fyrstu greininni í þessum greina- flokki), og eins þegar niðurstöður rekstrarins eru bornar saman við upphaflega áætlun. Framlegð nýtist vel til að mæla arðsemi og breytingar á arðsemi búgreina. Þar verður þó að hafa í huga að framlegðina má auka með því t.d. að fjárfesta í stað þess að kaupa að þjónustu. Sem dæmi má nefna kartöfluframleið- anda sem kaupir að vélar til upp- skerustarfa. Við það að kaupa vélar 248 FREYR • 7*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.