Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 17

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 17
til verksins lækkar breytilegur kostnaður sem tækjaleigunni nemur en í staðinn hækkar fastur kostnaður sem nemur vöxtum og afskriftum vélarinnar. Þannig verður oft að skoða framlegðina í samhengi við fastan kostnað og arðsemi rekstrar- ins í heild. Einkaneyslan. Út úr bókhaldinu verður einnig að vera hægt að lesa um hagnað eða tap af rekstrinum. Petta má gera fyrir og/eða eftir að eigandinn hefur reiknað sér laun. í búrekstri eru fjölskyldulaunin yfirleitt tekin út jafnharðan og útgjöld falla til; mat- vara, rafmagnsreikningar, tann- læknakostnaður o.s.frv. Mörgum kann að þykja það koma búrekstrin- um og bókhaldinu lítið við hvað fer til einkanota. Það er þó einu sinni svo að hvert bú hefur takmarkaða getu til að greiða laun. Fyrir því geta legið margar ástæður. Stærð búsins er takmarkandi þáttur, ef staðið er í fjárfestingum sem ekki eru enn farn- ar að gefa tekjur getur launa- greiðslugetan verið lítil tímabundið. Mikilvægast er að sníða sér stakk eftir vexti og ef um tímabundna erf- iðleika er að ræða þarf að skipu- leggja lausnina en ekki láta reka á reiðanum. Þá getur verið til mikillar hjálpar að þekkja einkaneysluna, hve mikil er hún, í hvað er eytt og hvenær. Með því að færa einka- reikninginn ásamt tekjum og gjöld- um búsins til bókar í þeim mánuði sem þau falla til verður auðveldara að undirbúa sérstaklega þau tímabil þar sem fyrirsjáanlegur skortur er á peningum, og e.t.v. afla ódýrara lánsfjár í tíma en annars hefði feng- ist. Bókhaldið sýnir áhrif fyrri ákvarðanatöku. Reksturinn hlýtur að vera í sf- felldri endurskoðun. Mikilvægt er því að sjá fljótt hvaða árangur næst þegar nýjar aðferðir við framleiðsl- una eru teknar upp. Hefur t.d. tekist að draga úr kjarnfóðurkaupum við það að taka upp rúlluheyskap? Bókhaldið má nota til að meta áhrif mismunandi valkosta á fram- tíðarfjárhagsstöðu búsins. Ef fjárfesta á í aukinni tækni þarf að gera sér grein fyrir þeim breyting- Nýting bókhalds sem hjálpartœkis við bústjórn, dœmí. MARKMIÐ: KÖNNUN: VALKOSTIR: ÁKVÖRÐUN: FRAMKVÆMD: EFTIRLIT: Fjölskyldutekjur verði 1.5 milljón króna. Bókhaldið sýnir að tekjurnar eru 1,2 milljónir króna. Nokkur afkastageta er ónýtt en framlegð er há miðað við það sem almennt gerist. Auka framleiðsluna, taka upp nýjar búgreinar eða vinna utan bús. Við kaup á greiðslumarki þarf fyrst að huga að greiðslugetunni. Úr bókhaldi má lesa um fram- leiðslutekjur og kostnað við framleiðslu á t.d. einu kg af dilkakjöti. Einnig má lesa úr bókhaldinu hvort nauðsynlegt sé að taka lán og þá hvort reksturinn stendur undir aukinni skuldabyrði. M.ö.o. er gerð áætlun um hvaða áhrif það hefur á búreksturinn að auka framleiðsluna. Ef niðurstaðan verður sú að búið standi undir kaupum á greiðslumarki á því verði sem það býðst (eða að greiðslumark fæst á því verði sem búið getur greitt) eru kaupin gerð. Framleiðslan vex og tekjur og kostnaður aukast. Með því að bera niðurstöður bókhaldsins saman við niðurstöður fyrri ára sést hvort fjölskyldutekj- urnar hafa hækkað. Ef ekki þá þarf að leita skýr- inga. Reyndist kostnaður annar en gert var ráð fyrir eða dróst greiðslumarkið saman vegna sam- dráttar í innanlandssölu. um sem verða á tekjum og kostnaði annars vegar og eignum og skuldum hins vegar. Parf að taka fé að láni og duga þá þær auknu tekjur sem fást til að greiða þann kostnað? Mun búið standa betur til lengri tíma litið eða blasa við auknar skuldir. Bókhaldið gefur mikilvægar upp- lýsingar um þær skuldbindingar sem búið hefur tekið á sig. Mikilvægt er að hafa yfirsýn yfir skuldir búsins, hve mikið þarf að greiða í vexti og afborganir og hvenær. Hvenær koma inn tekjur til að standa undir þessum greiðslum? Eitt af lykilorðunum í því sem rætt hefur verið hér að framan er áætl- anagerð. Flestir gera áætlanir í hug- anum en blað og blýantur geta verið nytsöm hjálpartæki. Reynslan sýnir að umhverfið er stöðugum breyting- um háð. Breytingar verða á greiðslumarki, afurðaverði, vöxt- um, o.s.frv. Taka þarf tillit til óvissu af þessu tagi, t.d. með því að gera ráð fyrir hærri vöxtum en gilda í dag o.s.frv. Hversu mikil áhætta er tekin er undir hverjum og einum bónda komið. Augljóslega er bókhaldið þarna mikilvæg undirstaða ásamt ýmsum öðrum upplýsingum, bæði úr eign rekstri svo sem afurðaskýrsl- um og um rekstrarumhverfið al- mennt. Að lokum. Hver bóndi og hvert bú er í eðli sínu einstakt. Því er nauðsynlegt að safna skipulega upplýsingum um eigin rekstur því að fæst er eins og hjá nágrannanum. Eflaust hafa margir bændur náð góðum árangri í að bæta rekstur sinn á liðnum árum. Ljóst er að því lengra sem menn hafa náð því meira hlýtur að sneiðast um vannýtta möguleika. Við skoðun á frekari möguleikum til úrbóta má ekki gleyma að það er bóndinn sjálfur sem er hæfastur til að leggja mat á þá valkosti sem í boði eru til að ná nýjum markmiðum. Hann þekkir best aðstæður á sinni jörð. Höfundur þakkar Gunnlaugi Júl- íussyni og Gunnari R. Kristjánssyni fyrir góðar ábendingar varðandi efn- ismeðferð. Bjarni Guðmundsson búvísindakennari á Hvanneyri teiknaði mynd. 7*94 - FREYR 249

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.