Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 18

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 18
Prótein í fóðri tvílembna eftir burð Stefón Sch. Thorsteinsson, Ingi Garðar Sigurðsson og Sigvaldi Jónsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins Inngangur Orkunýting fóðurs til mjólkurmyndunar er háð því próteinmagni, sem er í fóðrinu hverju sinni. Ef ekki er séð fyrir nœgjanlegu próteini brýtur skepnan niður vefi sína til þess að mœta skortinum. Niðurbrot vefjanna er orkusóandi ferli og því óhagkvœm aðgerð. Þegar próteinmagnið er of mikið í fóðrinu eru umfram amínósýrur þess notaðar sem orkugjafi og þar sem prótein er tiltölulega óhag- kvæmur orkugjafi, þá rýrir þetta ferli heildar orkunýtinguna til mjólkurmyndunar. Það er því ljóst að til þess að fá sem hagkvæmasta nýtingu á fóðrinu þarf orkan og próteinið að vera í réttum hlutföll- um í fóðrinu. Vorið 1989 var byrjað á tilraun á Hesti með vaxandi skammta af fiskimjöli handa tví- lembum eftir burð. Fjórir flokkar voru í tilrauninni þar sem einn flokk- ur fékk eingöngu hey en hinir þrír, vaxandi skammta af fiskimjöli, frá 75 g á á á dag í 225 g. Fyrstu niðurstöður bentu til þess að með vaxandi skammti ykist nyt ánna, metin sem vaxtarhraði lamba. í slíkum hóptilraunum sem þessari verður hvorki fiskimjöls- né heyát hvers einstaklings metið með nokk- urri nákvæmni. Því var ákveðið að gera samhliða einstaklingsfóðrun þar sem meta mætti af nákvæmni áhrif mismikils próteins í fóðri á nyt og vöxt lambanna. Einnig var ákveðið að bæta við einum flokki þar sem væntanlega kæmu fram áhrif af að fóðra ærnar umfram þarfir á próteini. Tilraunin var gerð vorin 1990 og 1991 og var framkvæmd hennar eins að öllu leyti bæði árin að því undan- skildu að fyrra vorið var loðnumjöl notað sem próteingjafi en hið síðara fiskimjöl. í tilraunina voru eingöngu notaðar tvílembur. Efni og aðferð Vetrarfóðrun ánna Ærnar sem notaðar voru í tilraun- ina voru úr hópi tæplega 200 áa, sem fóðraðar voru í sömu húsum (Stóru- hlöðu) og eftir sömu fóðuráætlun báða veturna. Gangmál 100 áa hvort ár var samstillt til að ná sem jöfnust- um burðardegi, og voru til- raunaærnar valdar úr þeim. Vetrar- fóðrun ánna var þannig háttað að ærnar fengu eingöngu töðu þar til u.þ.b. 6 vikum fyrir burð, en þá var farið að gefa þeim fóðurbæti (loðnu- mjöl 1990, fiskimjöl 1991). Byrjað var að gefa 50 g á dag handa á, en skammturinn síðan aukinn smátt og smátt í 150 g um tveimur vikum fyrir burðinn. Umtalsverður gæðamunur var á töðunni, sem gefin var þessa tvo vetur. Veturinn 1989-90 voru 0,50 FE/kg í meðaltöðunni, en veturinn 1990-910,60FE/kg. Þessi gæðamun- ur heyjanna kom glöggt fram í mis- jöfnum þrifum ánna þessa tvo vetur. Fyrri veturinn námu meðalholdastig ánna 3,68 stigum um 6 vikum fyrir burð og höfðu þær þá bætt 0,30 stigum við hold sín frá því þær voru hýstar um mánaðamótin nóv.-des. Á síðari hluta meðgöngu til apríll- oka, u.þ.b. tveimur vikum fyrir burð, lögðu þær hins vegar af sem svarar 0,45 stigum og frá þeim tíma til 18. maí, 4-5 dögum eftir burð, nam afleggingin 0,52 stigum. Alls nam því afleggingin á síðarihluta meðgöngu og þar til 4-5 dögum eftir burðinn 0,97 stigum og má ætla að það svari til þess að ærnar hafi misst um 8-10% af fituforða sínum á þessu tímabili. Seinna árið námu meðalholdastig ánna 3,84 stigum um 6 vikum fyrir burð og höfðu þær þá bætt 0,87 stigum við hold sín frá hýsingu, sem var um sama leyti og árið áður. Á síðarihluta meðgöngu þar til um tveimur vikum fyrir burðinn stóðu þær í stað en lögðu af sem svarar 0,61 stigi frá þeim tíma þar til 4-5 dögum eftir burðinn. Við upphaf tilraunarinnar vorið 1990 reyndust meðalholdastig tilraunaánna 30 vera 2,71 stig en 3,19 vorið 1991. Af þessu má ljóst vera að ærnar voru til muna betur undirbúnar undir mjólk- urskeiðið vorið 1991 en vorið 1990. Fóðrunarflokkar. 1990 1991 Flokkurl............... Taða eingöngu Flokkur2................. Taða + 75 g loðnumjöl fiskimjöl Flokkur3................. Taða + 150 g loðnumjöl fiskimjöl Flokkur4................. Taða + 225 g loðnumjöl fiskimjöl Flokkur5................. Taða + 300g loðnumjöl fiskimjöl 250 FREYR - 7’94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.