Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 19

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 19
1. tafla. Efnasamsetning á fóðri (magn í þurrefni). Fóðurtegund Sýni n Þurr- efni % Meltanl. % FE/kg Prótein % Fita % Aska % Purrhey 1990 21 84,4 68.5 0,70 15,54 Þurrhey 1991 6 88,2 72.2 0,75 17,07 Loðnumjöl 1990 . . . 2 91,9 1.28 72,79 12,42 12,45 Fiskimjöl 1991 . . . . 5 91,2 1.03 63.06 7,80 27,29 Fóðurtegund Sýni Ca P Mg K Na n % % % % % Þurrhey 1990 21 0,36 0,37 0,23 1.26 0.26 Þurrhey 1991 6 0,39 0,36 0,24 1,39 0.24 Loðnumjöl 1990. . . 2 2,32 2,00 0.20 1,32 1,04 Fiskimjöl 1991 . . . . 5 8,62 4,49 0,23 0.60 1,03 Við orkuútreikning á loðnu- og fiskimjöli voru notaðir meitanleikastuðlar; 90 fyrir prótein og 95 fyrir fitu. Meltanleiki í heyi var tvímældur (hvert sýni) með in-vitro vambavökvaaðferð. Framkvœmd tílraunarinnar Tilraunin stóð í 3 vikur hvort árið. Vorið 1990 hófst hún 18. maí en 23. maí vorið 1991. Mjólkin var mæld einn sólarhring í hverri viku. Flokkaskipting Bæði árin voru 5 eftirtaldir fóðr- unarflokkar í tilrauninni með 6 tví- lembum í hverjum flokki Við flokkaskiptinguna var tekið tillit til burðardags, meðalþunga ánna úr tveimur vigtunum, þ.e. eftir gjöf að kvöldi og fyrir gjöf að morgni sólarhring fyrir upphaf tilraunarinn- ar, meðalholdastig þriggja mats- manna, meðalfæðingarþunga lamba og meðalþunga þeirra úr tveimur vigtunum fyrir upphaf tilraunar. Allar ærnar voru hafðar í einstak- lingsstíum og voru þær settar í stí- urnar ásamt lömbum sínum 2-3 dög- um áður en tilraunin hófst. Mjólkurmælingar Mæling mjólkurmagnsins fór þannig fram að tvílembingsparinu var stíað frá ánni með grófu plastneti í einu horni stíunnar kl. 6:00 að morgni hvers mælingardags. Fjórum klukkustundum síðar var lömbun- um sleppt til ærinnar og þau látin sjúga og vera hjá henni í u.þ.b. 15 mínútur. Að þeim tíma loknum var þeim stíað aftur frá ánni. Hin eigin- lega mjólkurmæling hófst svo 4 klst. síðar, þ.e. kl. 14:00. Þá voru lömbin vigtuð hvort í sínu lagi fyrir og eftir sog. Vigtað var úr 12 stíum í strik- lotu og voru lömbin þá um 15 mín útur hj á ánni. Því næstvarvigtað úr næstu 12 stíum og loks þeim 6 síðustu. Báðum lömbunum var ætíð sleppt samtímis undir ána og þess gætt eins og kostur var að þau tæmdu j úgrið í hvert sinn. Mælt var 6 sinnum yfir sólarhringinn og sólar- hringsnytin metin sem samanlagður þungamunur lambanna fyrir og eftir sog úr þessum 6 mælingum. í lang- flestum tilfellum tæmdu lömbin júgrin á þeim 15 mínútum sem þau voru hjá ánni. Þó bar aðeins á því, einkum fyrra árið, að ær fengju spenasár og í þeim tilfellum vörnuðu þær lömbunum að sjúga og þurfti því að halda þeim til að þau fengju næði til að ljúka soginu. Komist var fyrir spenasárin með fúkkalyfjaáburði og júgursmyrsli og seinna árið var að mestu komist fyrir þau með því að bera júgursmyrsl á júgrin við og við og einnig voru hárbeittar tennur lambanna svorfnar með naglaþjöl, en þessar beittu tennur valda sárun- um, einkum á þeim ám, sem mjólka ekki lömbunum nægilega. Mjólkursýni voru tekin 4 klst. eft- ir síðustu mælingu sólarhringsins en lömbin voru þá enn stíuð frá ánni. Hún fór þannig fram að lömbin voru látin sjúga ána örskamma stund (2-3 sek.) síðan mjólkað í sýnaglasið. Yf- irleitt seldu ærnar þokkalega, þó kom fyrir að ein og ein ær seldi treglega, og var þá gripið til þess ráðs að láta annað lambið sjúga hinn spenann, og náðist þá oftast næg mjólk í sýnaglasið. Sýnin voru efna- greind hjá Rannsóknarstofu mjólk- uriðnaðarins, fyrir fitu, prótein og mjólkursykri og einnig var gerð gerlatalning á þeim. Fóðrið Bæði vorin var besta taðan, sem fyrirfannst á búinu, valin og tekin frá fyrir tilraunina. Valið tókst ágætlega vorið 1991, en síður vorið 1990 þar sem taðan var þá mjög breytileg. Þannig voru 0,72 FE/kg fyrstu vik- una og hinar tvær 0,69 og 0,68. Tafla 1 sýnir fjölda sýna, þurrefnis % og meltanleika, orkugildi (FE/kg) og hráprótein í þurrefni, fyrir bæði árin. Bæði árin er taðan góð en þó er raunhæfur munur bæði í meltanleika og hrápróteinhlutfalli milli ára, enda úrvalstaða vorið 1991. Vorið 1990 var loðnumjöl notað sem próteingjafi en síðara árið fiski- mjöl úr fiskúrgangi. Umtalsverður munur er á hrápróteininnihaldi þessara fiskimjölstegunda og munar það 9,7 prósentustigum. Hins vegar er fiskimjölið til muna steinefnarík- ara eins og sést á öskuhlutfallinu. Bæði árin var mjölið fengið frá fiski- mjölsverksmiðjunni Kletti í Reykja- vík og var séð til þess að mjölið væri úr sama hráefni hvort ár enda var nær enginn munur á próteininni- haldi milli sýna. Fyrra vorið voru sýni tekin dag- lega úr heildarheygjöfinni eftir að henni hafði verið vel blandað sam- an. Síðara vorið voru sýni tekin dag- lega þrjá daga í senn og úr safninu tekið eitt sýni til efnagreininga. Daglega var allt fóður vegið í hvern einstakling og haft til hliðsjónar átið frá deginum áður og bætt við gjöfina eða dregið úr henni eftir því hversu leifar voru miklar. Moði var safnað frá hverri á í poka, vegið vikulega og sýni tekið til efnagreininga. Hey var gefið tvisvar á dag að morgni kl. 8-10 og síðdegis kl. 5- 7. Fiskimjölið var gefið að morgni fyrir heygjöf. Niðurstöður Tafla 2 sýnir þunga og holdastig ánna við upphaf tilraunarinnar og - FREYR 251

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.