Freyr

Árgangur

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 27

Freyr - 01.04.1994, Blaðsíða 27
Hkg/ha 350 300 250 200 150 100 50 0 '5 X = co = '65 '67 '80 DO " i 11 = I i u I Kartöfluuppskera árin 1956-1993 '85 T '90 '93 = '80 '84 4j Í', '92 T '93 ► I Á bersvæöi Undir gróðurhlíf Uppskera af kartöflum á bersvœði og undir gróðurhlífum. Tafla 1. Mismunur á uppskerumagni á bersvœði og undir plasti. Uppskera, Kartöflur ræktaðar Kartöflur ræktaðar kg af1 nr á bersvæði undir plasti í 17 ár í 9 ár Undir 1 kg 18% 11% 1-2 kg 53% 22% 2-3 kg 24% 45 % Yfir3 kg 5% 22% Tafla 2. Uppskera af kartöflum við mismunandi vaxtarrými. Mikið Meðal Lítið vaxtarrými vaxtarrými vaxtarrými Uppskera Smælki Uppskera Smælki Uppskera Smælki kg/m2 % kg/m2 % kg/m2 % Rauðar íslenskar 1978-1981 2,22 35 2,42 42 2,69 41 Bintje 1978-1981 2,58 2,73 2,99 Gullauga 1979-1981 2,07 22 2,31 26 2,39 26 af glæru plasti um 22 kr. Pað þýðir að verðmæti uppskeru í kartöflubeði þarf að aukast um 30-35 kr. á hvern fermetra til að borga plastið, án þess að tekið sé tillit til aukinnar vinnu. Það fer að sjálfsögðu eftir því hvað menn meta uppskeruna mikils hver útkoman verður úr dæminu. Trefjadúkur er framleiddur úr plasttrefjum. Hann er mjög léttur. Hver fermetri af þeim dúk sem mest er seldur hér á landi, Agryl P17, er aðeins 17 g. I rigningum þyngist dúkurinn þó verulega. Um 80% af sólarljósinu fer í gegnum dúkinn. Hiti undir dúknum verður minni en undir glæru plasti. Hver fermetri af 17 g/m2 dúk kostar rösklega 40 kr. Hann er því um það bil helmingi dýrari en glært plast, en það á að vera auðvelt að nota hann í að minnsta kosti tvö ár. Ef glært plast er notað þannig að klippt eru á það göt fyrir kartöflugrösin er það ónýtt eftir árið. Síðustu 17 árin hefur mjög lítið verið gert af tilraunum með að bera saman ræktun kartaflna undir plasti og á bersvæði. Hins vegar var plast eða trefjadúkur iðulega notað í til- raununum. Á töflu 1 er tekið saman hvernig kartöflurnar skiptust í stærðarflokka eftir því hvort þær voru ræktaðar á bersvæði, undir plasti eða trefjadúk. Til gamans má geta um athugun, sem gerð var árið 1981. Þá voru kartöflur ræktaðar á þann hátt að fáeinar útsæðiskartöflur voru lagðar á jörðina í garðinum. Yfir þær var sett moð og síðan lagt svart plast yfir moðið. Göt voru klippt á plastið þegar grösin fóru að lyfta því. Upp- skeran fór þannig fram að plastið og moðið voru tekin ofan af kartöflun- um. Þá lágu kartöflurnar hreinar og fallegar ofan á jörðinni. Uppskeran var 1,90 kg/m2. Vaxtarrými undir gróðurhlífum. Gróðurhlífar flýta og auka upp- skeru kartaflna eins og áður segir, en þær eru dýrar. Þess vegna er nauðsynlegt að nýta landið undir gróðurhlífunum vel. Þess vegna voru gerðar tilraunir með vaxtar- rými fyrir kartöflur undir plasti. Til- gangurinn með tilraununum var að athuga hvaða áhrif þéttleiki út- sæðiskartaflna hefði á sprettu og stærð þeirra, sjá töflu 2. 7*9* - FREYR 259

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.