Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 7

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 7
________________FRfl RITSTJÓRN Hagrœðing í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu Á árunum 1990-1993 starfaði svokölluð Sjömannanefnd, sem hafði það verkefni að gera tillögur um hagræðingu í íslenskum land- búnaði. Nefndinni var komið á fót í tengslum við þá þjóðarsátt, sem svo var nefnd, sem aðilar vinnumarkaðarins ásamt ríkisvaldinu gerðu um efnahagsmál og hjöðnun verðbólgu árin 1989-’90. í Sjömannanefnd sátu fulltrúar launþega, atvinnurekenda, bænda og landbúnaðarráðu- neytis og sendi nefndin frá sér þrjár álitsgerðir. Hin fyrsta birtist árið 1991 og fjallaði um framleiðslu sauðfjárafurða, önnur birtist árið 1992 og fjallaði um framleiðslu og úrvinnslu afurða nautgripa og hin síðasta árið 1993 og fjallaði um sláturhús, kjarnfóðurgjöld, svína- og alifuglaframleiðslu og stofnlán í landbún- aði. Meginvandamál íslensks landbúnaðar á síð- ustu tímum hefur verið offramleiðsla miðað við markaðsástand. í þeim efnum er íslenskur landbúnaður í samfloti með landbúnaði ná- lægra þjóða. Við því er hvarvetna brugðist á sama hátt, með hagræðingu, aukinni fram- leiðni og samdrætti til að viðhalda markaðs- stöðu. Alkunna er hvernig að því var staðið í sauðfjárrækt þar sem láta mun nærri að um 40% samdráttur hafi orðið miðað við það þegar framleiðsla sauðfjárafurða var í há- marki. Mjólkurframleiðsla hér á landi var um 105 milljón lítrar árið 1991, en innanlandssala mjólkur og mjólkurvara var um 100 milljón lítrar á sama tíma, þannig að skerða þurfti framleiðsluna um 5%. Hins vegar lagði Sjömannanefnd að auki til að Verðjöfnun- arjóður mjólkur, en í hann runnu 5,5% af mjólkurverði, yrði lagður niður og verð mjólkur og mjólkurafurða lækkað að sama skapi. Pað fé sem í Verðmiðlunarsjóð væri, þegar hætt væri að greiða til hans, yrði notað til að hagræða í greininni. Það yrði gert bæði með úreldingu mjólkursamlaga og aðstoð við bændur sem vildu hætta framleiðslu vegna breyttra aðstæðna, þ.e. aukinnar fjarlægðar frá mjólkursamlagi. Lagt var til að aflað yrði nauðsynlegra lagaheimilda til að þetta gæti gerst. Með lögum nr. 99 frá 8. september 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum var í C-lið ákvæða til bráðabirgða aflað um- ræddrar lagaheimildar. Þar segir: „Heimilt er að verja á árunum 1993-1995 allt að 450 milljón króna af innheimtum verðjöfn- unargjöldum af mjólk til að styrkja úreldingu mjólkurbúa eða hagræðingu í mjólkuriðnaði samkvæmt sérstökum reglum sem landbúnað- arráðherra setur. Heimilt er að veita styrki til búháttabreyt- inga af ofangreindri fjárhæð á búum sem liggja fjarri afurðastöð og til búa þar sem flutnings- kostnaður vex verulega vegna úreldingar mjólkurbús.“ í framhaldi af þessu gaf landbúnaðarráð- herra síðan út hinn 22. apríl sl. „Reglur um ráðstöfun á verðmiðlunarfé til hagræðingarað- gerða í mjólkuriðnaði og mjólkurframleiðslu.“ Þar er kveðið á um að heimilt sé að ráðstafa allt að 450 milljónum kr. af verðmiðlunarfé til úreldingar mjólkurbúa, hagræðingarverkefna hjá mjólkurbúum og til búháttabreytinga á jörðum með mjólkurframleiðslu sem liggja fjarri afurðastöð. Þar er átt við að bændur sem búa á jörðum sem lengja mjólkurflutninga til mjólkursamlags um 20 km eða meira geti sótt um styrk til úreldingar á aðstöðu til mjólkur- framleiðslu. Reglurnar eru birtar í heild ann- ars staðar í þessu blaði. Oft hefur komið fram í Frey að rekstur er orðinn örðugri í landbúnaði hér á landi sem og víða annars staðar heldur en var fyrir nokkrum árum. í ýmsu eiga rekstrarskilyrðin enn eftir 9'94-FREYR 319

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.