Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 11

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 11
Ragna og Guðrún rákum hér áfram félagsbú til vorsins 1993 að búinu var skipt upp, þannig að við erum með kúabú en Guðrún er með fjárbú. Hún heldur heimili með föður sínum og sambýlis- manni, Ingólfi Helgasyni. Hvernig er bú ykkar samsett? Við búum nú með 24 kýr og eins og aðrir erum við að reyna að ná sem mestu út úr hverri kú. Meðalnyt er um 4500 lítrar eftir árskú. Aðalkeppikeflið við kúabúskapinn er svo að afla sem bests gróffóðurs. Við vorum með grænfóður- hafra þangað til í fyrra og rúlluðum þá og gáfum inni ásamt með þurrheyi. Við höf- um tekið upp aðferð Viðars á Brakanda, sem lýst var í viðtali í Frey, að gefa kúnum svolítið bragð af þurrhey inni allt sumarið. Það er eins og það hjálpi til að þær haldi betur nyt. Kjarnfóðurgjöf er um 360-400 kg á árskú. Hvernig liefur svo afkoman verið? Við höfum verið að byggja hér upp, bæði útihús og íbúðarhús og tekjur af búskapnum hafa ekki dugað til þess. Eg hef þannig unnið nokkuð utan bús, bæði í sláturhúsi á haustin og við smíðar. Auk þess höfum við fjölgað hrossunum nokkuð og selt. Já, þú hefur kynnt þig að áhuga á hesta- mennsku og komið þar bæði að ræktun og félagsmálum. Ahuga minn á hestamennsku má rekja til dvalar minnar á Skarði í Landsveit. Það var hins vegar ekki hestamennskan sem dreif mig að Hvanneyri, heldur áhugi á búskap almennt, en á Hvanneyri fjallaði aðalverkefni mitt í Búvísinda- deild um söfnun og meðferð á hrossasæði og naut ég þar dyggrar aðstoðar Gunnars Arnar Guðmundssonar, dýralæknis á Hvanneyri. I framhaldi af þessu var ég kosinn sem varafulltrúi á aðalfund Landssambands hestamannafélaga árið 1984 fyrir hönd Hestamannafélagsins Faxa í Borgarfirði. Þar voru menn m.a. að ræða um stóð- hestamál og þar kom ég fram með hug- myndir og erindi í framhaldi af aðalverk- efni mínu. Ég var hræddur um að útlend- ingar færu að stelast út með sæði úr stóðhestum án þess að við vissum af því. Þetta vakti athygli á fundinum og án þess að ég væri spurður þá var ég kostinn í varastjórn LH. Ég færðist svo upp í aðal- stjórn árið 1991. Hvaða mál eru á borði stjórnar LH? Stærsta málið undanfarin hefur verið lagning reiðvega um landið. Það mál er nú komið í góðan farveg vegna þess að búið er að ráða starfsmann, Sigríði Sig- þórsdóttur frá Einarsnesi, til að gera áætlun um lagningu reiðvega hringinn í kringum landið, með forgangsröðun, fyr- ir Vegagerð ríkisins. Það er langt síðan Vegagerðin bað um slíka áætlun. Auk þess hafa erlend samskipti tekið Lundar í Stafholtstungum töluverðan tíma, unglingastarfið og kyn- ‘ vetrarbúningi. bótamál, svo að eitthvað sé nefnt. Nú, það er í verkahring LH að halda landsmót fjórða hvert ár og þau mót eru stærstu og umfangsmestu samkomur hestamanna hér á landi, auk þess sem þau draga að sér útlendinga þúsundum saman. Hrossarœkt þín? Hún á sér ekki langa sögu. Það var ekki fyrr en árið 1986 að fyrsta folaldið fæddist á búi okkar. Þetta hefur síðan undið hratt upp á sig þannig að veturinn 1993/’94 voru hér í tamningu 10 hross, þar af 7 hryssur, bæði fædd hér og aðkeypt. Það verk sé ég um sjálfur. Ég held því besta eftir af hryssunum en sel hitt innanlands eða til útflutnings eftir því sem markað- urinn segir til um. Stefnan er að koma sér upp 4-6 góðum hryssum. Eru það margir hér um slóðir sem leggja nú fyrir sig uppeldi og tamningu hrossa sem aukabúgrein? Já, því miður er sama tilhneigingin í þessu sem öðru, að hrossum fer fjölgandi og ég held að það sé á kostnað gæðanna. Menn eru auðvitað að reyna að auka tekjur sínar með öllum leiðum. Ég heldþví besta eftlr afhryssunum en sel hittinnanlands eða til útflutnings. 9'94 - FREYR 323

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.