Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 12

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 12
Ég tel að á heildina lltlð vœri betra að menn vœru með fœrri hryssuren vönduðu betur rœktunina. Er þá nokkuð miður við þetta, eru ekki nógir hagar og önnur aðstaða til þessa búskapar? Það má auðvitað segja það, en þó að það eigi ekki við hér í kring, þá tel ég að á heildina litið þá væri betra að menn væru með færri hryssur en vönduðu betur ræktunina. Það sem þarf að gilda í þessu eins og öðru er fyrst og síðast vöruvönd- un. Það er alltof miklum tíma eytt í að reyna að gera eðlisléleg hross góð. Menn eru einfaldlega of tregir við að slátra því lélega. Sigbjörn Björnsson ásamt Hvernig hefur þér líkað við ráðunauta- Pulu Þengilsdóttur. þjónustu íþessari grein; dóma og sýninga- hald? Á yfir 30 ára starfsferli hefur Þorkell Bjarnason unnið sér traust og virðingu hrossaræktenda um allt land. Það mikla starf verður seint fullþakkað. Þeir yngri eru að sanna sig betur með hverju árinu. Með auknu fjármagni hefur þjónustan farið mjög batnandi á síðustu árum. Sýn- ingum hefur fjölgað þar sem menn hafa getað komið með hross sín til dóms. Menn hafa séð ofsjónum yfir sýningar- gjaldinu, sem er um kr. 1.600 á hross, og fer lækkandi eftir því sem hrossin eru fleiri, en ég sé ekki eftir því. Auk lands- ráðunauta hafa héraðsráðunautar líka mikið sinnt hrossunum og það má e.t.v. segja að það hafi bitnað á öðrum grein- um. Á hinn bóginn má segja að ráðunaut- arnir hafi þarna gefið vaxtarbroddinum forgang. Það sem helst vantar er hreinlega að ráðunautarnir fari maður á mann. þ.e. heimsæki hvern hrossaræktenda, t.d. þá sem eru í skýrsluhaldinu, og fari yfir málin hjá hverjum og einum. 1 kjölfarið yrði meiri árangur í ræktunarstarfinu. Sem varamaður í Hrossaræktarnefnd hefur verið gaman að fylgjast með hvern- ig fagleg stefna hefur verið mörkuð í hrossaræktinni. Ég trúi því líka að hrossunum fari að fækka aftur. Það hafa nýlega komið harð- ir og gjaffelldir vetur og það er dýrt að þurfa að gefa hrossum mánuðum saman. Þú hefur átt sœti í Gœrunefnd? Já, ég er þar fulltrúi fyrir gæruseljend- ur, tilnefndur af Landssamtökum slátur- leyfishafa. Upphaf þess að ég sit í þeirri nefnd er það að Gunnar Guðmundsson, þá sláturhússtjóri í Borgarnesi, bað mig á sínum tíma að vera verkstjóri í svokölluð- um gærukjallara sláturhússins í Borgar- nesi. Þar starfaði ég í þrjú ár, bæði við að meta gærur og salta þær. Það hafði áður verið léleg flokkun á gærum frá húsinu vegna þess að ekki hafði verið vandað nóg til verkunarinnar. Það komu menn frá Islaneskum skinnaiðnaði á Akureyri til að leiðbeina okkur og þeir boðuðu mig síðan norður til að kenna mér að gera hlutina betur. Það gerðist svo að við fengum góða verk- un þarna niðurfrá. Hverjir sitja með þér í Gœrunefnd? Emma Éyþórsdóttir á Rala, er formað- ur, skipuð af landbúnaðarráðherra, og Reynir Jónsson, starfsmaður Skinnaiðn- aðar hf. á Akureyri, eins og fyrirtækið heitir núna, er fulltrúi gærukaupenda. Verksvið okkar er að sinna kærumál- um út af mati, en í raun hafa fundir í nefndinni að undanförnu farið í það að yfirfara matið í einstökum húsum hring- inn í kringum landið. Það höfum við unnið úr matsgögnum frá skinnaiðnaðar- fyrtækjunum á Ákureyri og Sauðárkróki í þeim tilgangi að kanna hvort unnt sé að bæta hlutina. Það hefur verið vandamál í þessu sambandi að oft er búið að vinna gæruna þegar gallarnir koma í ljós og þar með kosta öllu til. Nú ert þú alinn upp íþéttbýli, en býrð svo búi þínu í sveit, hvernig horfir framtíð landbúnaðarins við þér? Ég er ekki betri en hver annar að spá um framtíðina, en eins og við hjónin erum að reka okkar búskap í dag þá hugsum við hlutina þannig að búvöru- samningurinn endi árið 1998 og við ætl- um að vera þá fær um að takast á við verðlækkanir á afurðum og annað íþyngj- andi sem hlýtur að koma í kjölfarið. Þessi þrengri staða er reyndar þegar farin að birtast. 324 FREYR - 9*94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.