Freyr

Árgangur

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 14

Freyr - 01.05.1994, Blaðsíða 14
Mér firmst fólk taka þau lífsgœði sem við búum við ofmikið sem sjálfsagðan hluf. Það er hagkvœmt að hreppabúnaðarfélög rekivélartll rúlluheyskapar. Mér virðist það líka vera að gerast að ungt fólk nú til dags ferðast mikið meira út um heim til lengri eða skemmri dvalar, náms, vinnu og ferðalaga, heldur en eldri kyn- slóðin gerði. Já, og það kemur heim með ný viðhorf og nýjungar og uppgötvar þá oftast nær hve gott er að eiga heima á Islandi. Ég held reyndar að þessi margumtal- aða kreppa sem nú gengur yfir sé mest á sálinni á fólki. Fólk sparar a.m.k. ekki við sig á öllum sviðum, t.d. utanlands- ferðir. Þegar ég var að alast upp, fyrir 25 árum, þótti það viðburður ef einhver kunnugur manni fór til útlanda, það var talað um það í fjölskyldunni. Nú er varla á þetta minnst. Mér finnst fólk taka þau lífsgæði sem við búum við of mikið sem sjálfsagðan hlut. Lífsgæðakapphlaupið er beinlínis sótt of stíft. Það þarf að sameina þá nýtni sem þjóðin tamdi sér áður fyrr, og varð að temja sér, og möguleika nýja tímans. Viltu nefna dœmi? Já, mér finnst alveg blóðugt að sjá alla þá peninga sem fara í rúlluplast. Bændur ættu að hafa þolinmæði í sér til að nýta sólskinið þegar það gefst. Það er ókeypis og sóun að nýta það ekki. Þó að það kosti meiri fyrirhöfn. Við höfum hér tækifæri á að framleiða eitt besta gróffóður í heimi, nánast ígildi kjarnfóðurs þegar best lætur. Á námskeiði í rekstri á kúabúi sem ég sótti á Hvanneyri kom fram að við hag- stæð skilyrði kostaði fóðureiningin í heyi ekki nema 7-14 kr. í annan stað er vannýttur búfjáráburð- ur. Bændur þurfa almennt að gera sér grein fyrir að þeir eru hvergi á betra kaupi en við að koma haugnum á tún. En þurfa menn þá ekki að eiga tvöfalda útgerð, til þurrheyskapar og rúlluhey- skapar? Nei, hérna niðri í Andakíl á búnaðarfé- lag hreppsins vélar til rúlluheyskapar sem binda þetta 4-5000 rúllur yfir sumarið. Hins vegar eru afskriftarreglur hjá skatt- inum þannig að menn freistast heldur til að kaupa vélar fyrir tvær millj. króna til rúlluheyskapar heldur en að borga skatta. Ef menn hafa tvær millj kr. í hagnað af búskap eftir að hafa reiknað sér leyfileg laun þá borga menn af því um 600 þús. kr. í skatt. Þarna tel ég að stjórnvöld hafi brugð- ist, og þá ekki frekar núverandi ríkisstjórn en aðrar. Þ.e. að það er ekki nóg hvatning í kerfinu að minni fyrirtæki, eins og bændur sem reka bú sín, sýni hagnað. Þetta getur verið svo öfugsnúið að menn sýna hagnað af búi sínu en eiga þó ekki krónu til að borga skatta, vegna þess að svo mikið af peningunum er fast í rekstrinum, byggingum o.s.frv. Pú sagðirfrá þvífyrir nokkru í Frey að þú hefðir fundið viðbótarútbúnað til að hengja á heyvinnuvélar. Viltu rifja þetta upp og segja mér síðan hvernig á þvístóð að þú varst að grufla íþessu? Þetta var búnaður til að dreifa úr sláttuskáranum, sem festur er á sláttu- þyrluna og samanstóð af einu spjaldi og fjórum gúmmífingrum. Ég fann þetta í partlista fyrir sláttuþyrluna mína en áhugi minn á þessu tengdist því að ég leitast við að slá tvisvar og þurrka eða forþurrka heyið eftir því sem við á. Nú, ég pantaði þetta og flutti inn og hef notað það með góðum árangri þegar það á við. Þetta sparar alveg einn snúning, fyrir utan tímasparnað. Rannsóknir sýna líka að heyið þornar mest fyrstu klukku- stundirnar eftir slátt. Sjá Frey 9. tbl. 1992, bls. 374-5. Veistu til að fleiri hafi útvegað sér þennan búnað? Það höfðu örfáir samband við mig og þeir hafa sjálfsagt útvegað sér þetta en ég veit ekki um neina almenna útbreiðslu á þessu. Að lokum. Gildirsú fœkkun ogsamdrátt- ur sem orðið hefur í sveitum um Staf- holtstungur eins og svo margar sveitir á síðustu árum? Nei, hér hefur fólki fjölgað síðustu tvö árin, m.a. með aðflutningi fólks. Hér eru ýmsir möguleikar í búskap, t.d. eru hér nokkur garðyrkjubýli. Nú svo er töluverð vinna í kringum orlofshúsin í Munaðar- nesi við þvotta og ræstingar og við Varmalandsskóla. Þá eru vannýttir möguleikar í ferðaþjónustu. M.E. 326 FREYR - 9'94

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.